Vikan


Vikan - 15.09.1988, Síða 16

Vikan - 15.09.1988, Síða 16
skilja. Lítil börn þurfa að fá að hreyfa sig og vera í snertingu við umheiminn. Þau vilja fá að gera sjálf, sjá, heyra og snerta. Þegar þau horfa á sjónvarp sitja þau aðgerðarlaus og horfa á eitthvað sem þau geta ekki komist í neina snertingu við. Barnið á líka ntjög auðvelt með að misskilja það sem gerist í sjónvatpinu og getur orðið hrætt og leitt þó okkur finnist viðkomandi at- burður ekki gefa tilefni til slíks. Það sem sjónvarpið gerir líka er að börnin verða latari að flnna upp á einhvejru sjálf þegar þau venjast þessari mötun og það sem verra er, foreldrarnir verða líka latari að gera eitthvað skapandi með börnunum þegar sjónvarpið er annars vegar. En það eru mannlegu tengslin sem eru barninu svo mikilvæg. Svo er annað sem er mikilvægt að gera sér grein fyrir og það er hvernig barnið upplifir það sem það sér í sjónvarpinu. Börn fram að 7 ára aldri upplifa það sem á sér stað í sjónvarpinu sem raunveruleika og þess vegna hefur það mun dýpri áhrif á barnið heldur en fullorðinn einstakling sem veit að allt er sett á svið. En þó við út- skýrum fyrir barninu að þetta sé bara leik- ið þá kemur það samt róti á tilfmningar þess. Að lokum langar mig að spyrja um gildi brúðunnar fyrir barnið. „Dúkkan hefur ákveðna sérstöðu meðal leikfanganna. Hún er jú mynd af mann- eskju og hefur því sérstakt gildi fyrir barnið. Með hjálp dúkkunnar á barnið auðveldara með að flnna sjálft sig. Það myndar sérstök tengsl við dúkkuna og yfirfærir gjarnan sína persónu á dúkkuna. Þannig er dúkkan oft barnið sjálft í leikn- um og fær síðan að þola bæði súrt og sætt sem barnið sjálft hefur upplifað. Þess vegna gefum við barninu dúkku sem líkist því, hefúr sama augnlit og háralit og barnið. En þegar við gefum barni dúkku þá tökum við einnig tillit til þess hve gamalt barnið er. Litlu barni 1—3 ára hentar mjög einföld pokadúkka eða stöðug dúkka með fast ásaumuð föt. 3—7 ára barni hentar meðalstór dúkka sem hægt er að klæða úr og í. Skólabarn vill e.t.v. litla dúkku sem það getur jafnvel fengið aðstoð við að sauma á. Það hefúr iíka ákveðið gildi fyrir barnið að fá að fýlgjast með þegar dúkkan verður til, að fá að horfa á mömmu t.d. við sauma og bíða með eftirvæntingu eftir árangr- inum. Það er reyndar alltaf þroskandi fyrir börn að fylgjast með fullorðnum vinna skapandi störf því það örvar þau til að vera skapandi sjálf.“ Þess má geta að brúður og efni til Wal- dorf brúðugerðar fást í verslun Hildar á Smiðjuvegi 11. □ Hildur Guðmundsdóttir saumar Waldorfbrúðu: „Það er mjög mikilvægt að öll leik- föng sem við gefum bömum séu einföld til þess að ímyndunarhæflleikinn og sköpunargleðin fái að njóta sín og þroskast eðlilega." mikla ánægju að fá að fylgjast með. En það er ekki bara ánægjan sem barnið fær, held- ur lærir það af öllu sem það sér og heyrir. Allt í umhverfi barnsins á sinn þátt í að móta það. Þess vegna skiptir mestu máli að við sem uppalendur séum góðar fyrir- myndir, að það sem við gerum sé vert eftirbreytni. Barnið hermir síðan eftir öllu sem það sér og upplifir í kring um sig. Þannig lærir það til dæmis að ganga. Það sem barnið hefur upplifað notar það síðan í leiknum og hermir þá eftir umhverfinu. En barnið þarf alls ekki tilbúna raunveru- lega hluti í leikinn. í leiknum geta t.d. steinar verið kartöflur og karfa verið pott- ur svo hægt sé að „sjóða mat“. Þá þarf barnið að nota ímyndunarafl sitt og stein- arnir og karfan geta síðan orðið eitthvað allt annað í huga barnsins. Ef barn hefúr tilbúin leikföng sem eru nákvæm eftirlík- ing af hlutum úr heimi hinna fúllorðnu þá ákveður hluturinn leikinn og lítið rými verður fyrir ímyndunaraflið." Hvers vegna er ímyndunaraflið svona mikilvægt? „ímyndunarafl og sköpunargleði eru mjög mikilvægir þættir í mannlegu eðli og þroska. Þetta eru þættir sem eru til staðar í barninu en það þarf að hlúa að þeim ef þeir eiga ekki að dofha. Við, sem fullorðnir einstaklingar, þurfúm alltaf á þessum eig- inleikum að halda til að vera skapandi í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur." En hvað er það sem getur skaðað þessa eiginleika? „MeðaJ annars það að gefa bömum of rrúk- ið af leikföngum og þá sérstaklega full- komnum leikföngum. Það sem hentar í rauninni mjög vel sem leikföng eru stein- ar, skeljar, könglar og einfaldir trékubbar jafnvel með berkinum á að hluta til, en einnig einföld tréleikföng, trédýr og tuskubrúður. Ef leikföngin eru einföld þá þarf barnið að skapa leikinn sjálft, það verður að nota hugmyndaflugið. Þá örvast barnið líka til að skapa eitthvað í höndun- um fyrir leikinn, þá á ég við mjög einfalt föndur eins og t.d. að klippa út í pappír. Ef leikföngin eru fiillkomin og barnið þarf engu við að bæta hvorki í huganum né í höndunum þá þreytist barnið líka fljótt og vill eignast nýtt leikfang. Barn sem venst því að hafa lítið af leikföngum og einföld leikföng á auðveldara með að finna sér alltaf eitthvað að gera en barn sem vant er að hafa haug af dóti í kring um sig. Aftur á móti missir barnið frekar hæfileikann til að finna upp á einhverju sjálft ef það hefur engin leikföng í kringum sig. Sjónvarpíð og börnin Annar mikilvægur þáttur er sjónvarpið. í raun og veru eiga lítil börn og sjónvarp enga samleið. Lítil börn vilja kynnast heiminum af eigin raun en ekki í gegnum lítinn kassa sem þau hafa engin tök á að 16 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.