Vikan


Vikan - 15.09.1988, Side 17

Vikan - 15.09.1988, Side 17
í LOFTINU Lœtyfirleitt altt flakka - segir Margrét Hrafnsdóttir dagskrárgerðarmaður TEXTI: SVALA JÓNSDÓTTIR LJÓSM.: PÁLL KJARTANSSON A útvarpsstöðinni Bylgj- unni hafa verið miklar mannabreytingar JL JL. undanfarið og hafa nýjar raddir heyrst þar í aukn- um mæli. Ein af þessum nýju útvarpsröddum er Margrét Hrafnsdóttir, 18 ára Vesturbæ- ingur og nemi við Menntaskól- ann í Hamrahlíð, þar sem hún stundar nám á nýmálabraut. „Ég hafði alltaf haft áhuga á að gera eitthvað skemmtilegt og var búin að velta starfl við útvarp talsvert fyrir mér þegar Bylgjan auglýsti eftir fólki í vor. Ég skellti mér í prufu, lét Ijós mitt skína í flmmtán mín- útur og var ráðin samdægurs," sagði Margrét í samtali við Vik- una. „Fyrsta útsendingin mín var svolítið söguleg, rétt áður en þátturinn átti að byrja var enginn kominn til að vera mér til halds og trausts. Sá sem átti að aðstoða mig tafðist úti á flugvelli, þannig að ég og stelpa á auglýsingadeildinni ætluðum bara að ráðast einar í þetta. En hann kom á síðustu mínútunni, þannig að ég stökk inn og kynnti mig og þetta gekk eins og í sögu.“ Rafmagnið fór af Margrét heíúr verið með þriggja tíma þætti alla virka daga og fimm tíma á laugar- dögum í sumar, en mun verða um helgar í vetur. Hvað leggur hún mesta áherslu á í þátta- gerðinni? „Ég er með viðtöl við alls konar fólk, símatíma þar sem ég spjalla við hlustendur, ég tek fýrir íþróttir og það sem er að gerast hverju sinni. Síðan hef ég tekið viðtöl við nýjar hljómsveitir og komið þeim og nýjum Iögum á ffamfæri, en að öðru leyti spila ég alla tónlist, það eru engin takmörk í þeim efnum.“ — Nú ert þú langyngsti dag- skrárgerðarmaðurinn á Bylgj- unni og þótt víðar væri Ieitað. Hvernig hafa starfsfélagar þínir tekið þér? „Þeir hafa tekið mér eins og hverjum öðrum, mjög vel. Ég hef kannski þurft að sanna mig, ég var ráðin beint inn af göt- unni þannig að það er eðlilegt. Ég er mjög þakklát lærimeist- urum mínum á Bylgjunni sem eru Pétur Steinn og Páll Þor- steinsson, þeir hafa þjálfað mig og verið mér innan handar frá byrjun. — Hefur eitthvað skemmti- legt komið íyrir þig í útsend- ingu? ,Já, það kom nokkuð fyrir þegar ég var ein á laugardags- næturvakt, þó að það hafl kannski ekki verið skemmti- legt fýrr en eftir á. Rafmagnið fór af húsinu, en ekki útsend- ingin. Ég hljóp niður að leita að töflu og fann hana en tók þá út útsendinguna. Ég hljóp aft- ur niður og kveikti, þetta hefur tekið svona þrjár mínútur. Ég sagði bara að plötuspilarinn hefði bilað, þannig að enginn gerði sér grein fyrir að útsend- ingin hefði dottið út.“ Aðspurð um áliugamál seg- ist hún hafa áhuga á mörgu, en nefiiir þó dans, veggjatennis og ræðumennsku, en hún var í ræðuliði í Verslunarskólanum þegar hún var við nám þar. Margrét segist fýlgjast mikið með stjórnmálum og hafa mik- inn áhuga á þeim, enda sé hún alin upp við stjórnmálaum- ræðu á sínu heimili. „Svo hef ég líka áhuga á erlendum poppstjörnum og er að fara að taka mitt fýrsta viðtal við eina slíka á morgun, Maxi Priest. Ég hef mjög gaman af reaggetón- list og hlusta mikið á hana, einnig er Cock Robin í uppá- haldi. En þegar ég er búin að vera allan daginn á Bylgjunni Margrét Hrafnsdóttir í útsendingarstúdíóinu: „Fyrsta útsendingin mín var svolítið söguleg set ég oft góða plötu með þverflaututónlist á plötuspilar- ann sem mótvægi. Ég lærði á þverflautu í mörg ár en er hætt í bili.“ Sœkir í sviðsljósið Margrét er í sambúð og heit- ir kærastinn hennar Andrés Helgi Hallgrímsson, nemi í viðskiptaffæði við Háskóla íslands. Hún segir að þau séu með ólíka skapgerð, hann sé hlédrægur en hún opin og hreinskilin, jafnvel um of. „Ég er ofboðslega ófeimin, vinir ' mínir segja að ef það er eitt- hvað sem enginn þorir að gera þá geri ég það. Ég er líka mjög hreinskilin, læt yfirleitt allt flakka og er þess vegna um- deild. Ég er steingeit og eftir því sem ég hef heyrt um merk- ið þá passar það ágætlega við mig. Þær vilja komast á topp- inn og gera það þó það kosti aðra eitthvað. Ég hef yfirleitt munninn fýrir neðan nefið og hef skoðanir á hlutunum, en öll leiðindi koma mjög illa við mig, ef eitthvað slíkt kemur upp vil ég helst fara heim.“ — Stefnir þú þá á toppinn? „Allavega hálfa leið! Ég er komin með fjölmiðlabakter- íuna og það kemur fátt annað til greina í ffamtíðinni. Senni- lega fer ég í nám tengt fjöl- miðlum, ég hef áhuga á að vinna við sjónvarp, þá jafnvel sem fréttamaður en þó ffekar við dagskrárgerð. Ég er ekkert að fela það að ég nýt mín í sviðsljósinu og mér líður hálf- illa ef fólk veit ekki hver ég er. Ég laðast líka að störfúm þar sem ég get látið á mér bera og ég held að þeir sem sækjast í fjölmiðla og skyld störf vilji yfirleitt láta Ijós sitt skína .“ — Þannig að við megum eiga von á því að sjá þig á skjánum eftir nokkur ár? “Það er aldrei að vita.“ □ VIKAN 17

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.