Vikan


Vikan - 15.09.1988, Side 27

Vikan - 15.09.1988, Side 27
—■---- í „beinni sjónvarpsútsendingu“ Óvenjulegur blaðamannafundur í Köln. Degowski spjallar við fréttamenn og miðar byssu að hálsi Silke meðan á samtalinu stendur. Var á leið til piltsins, sem hún ætlaði að giftast Fjórum mánuðum og •níu dögum áður en Silke Bischoff var drep- in hafði hún sagt við mömmu sína: — Hvað mynduð þið gera, mamma, ef þetta væri ég? Þær mæðgur sátu fyrir framan sjón- varpið og horfðu á þegar flug- ræningjarnir köstuðu líki út úr flugvél frá Kuwait á flugvellin- um á Kýpur. Silke, sem var 18 ára, bætti við: - Mamma, mynduð þið halda áfram að þykja vænt um mig ef ég væri dáin? Og nú er hún dáin, banka- ræningi skaut hana eftir að lög- reglan yfirbugaði hann og fé- laga hans og vinkonu þeirra á hraðbrautinni milli Siegburg og Bad Honnef. Móðirin græt- ur dóttur sína og segir blaða- manni sögu hennar og sýnir um leið myndir af dótturinni eins og hún var en undanfarna daga hafa sjónvarpsáhorfendur og blaðalesendur fengið að sjá myndir af skelfingu lostinni stúiku, gjörólíkri þeirri stúlku, sem móðirin þekkti best. Hún vissi að hún var falleg Myndirnar eru af dökkliærði stúlku með stór og falleg augu og rauðmálaðan munn - af ungri stúlku sem veit að hún er falleg og að fólk dáist að henni. Og það var einmitt þessi fegurð og þetta sjáffs- öryggi sem vakti athygli ræn- ingjans á Silke og varð til þess að hún lét lífið að lokum. Miðvikudaginn 17. ágúst lauk Silke vinnu sinni klukkan fimm. Hún var klædd í svarta peysu og svart pils, en svart var hennar uppáhaldslitur. Klukkan sjö ætlaði hún að hitta Ines Voitle vinkonu sína á strætisvagnastöðinni en fyrst fór hún í búð. Vinkonurnar ætluðu að horfa saman á vídeó um kvöldið en að því búnu hugðist Silke fara til Henriks vinar síns og vera hjá honum um nóttina. f>au voru vön að hittast á miðvikudögum. Ines er komin á stöðina, þegar Silke kemur þangað og þær fara báð- ar upp í vagn nr. 53 og setjast niður. Skothvellir heyrast skyndilega. Tveir menn og ein kona koma þjótandi inn í vagn- inn og ýta á undan sér manni og konu og ógna þeim með byssum. Silke og Ines eru bæði hræddar og forvitnar. Dieter Degowski, annar ræninginn, veitir Silke strax eftirtekt og dregur ekki dul á að honum fellur stúlkan vel í geð. Ætlaði að giftast Henrik Silke hefði orðið 19 ára gömul 9. september og hún hafði ævinlega verið glöð og hress stúlka. Móðir hennar, Karin sem er lyfjafræðingur, var ógift þegar hún átti Silke og í byrjun bjuggu þær mæðg- ur hjá afa hennar og ömmu. Karin giftist þegar Silke var fimm ára og stofnaði heimili með Peter manni sínum og Thomasi syni hans af fyrra hjónabandi. Silke fluttist ekki með henni heldur bjó áfram hjá afa og ömmu sem gátu ekki af henni séð. Hún eyddi þó öll- um helgum á heimili móður sinnar og lék sér við stjúp- bróðurinn sem var jafnaldri hennar. Foreldrar hennar og Frh. á bls. 30 Silke og Ines höfðu verið vinkonur frá barnæsku. Á gömlu myndinni til hægri sjást þær leika „Mynduð þið halda áfram að sér með hvolpana sína. Myndin til vinstri sýnir þær svo í bíl ræningjanna. Stúlkumar voru, þykja vænt um mig ef ég væri þegar hér var komið sögu, farnar að trúa því að þeim yrði sleppt. dáin,“ hafði Silke spurt. VIKAN 27

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.