Vikan - 15.09.1988, Síða 29
Ný Salon Veh ó Laugaveginum
Elsa opnar þriðju
hárgreiðslustofuna
TEXTI: BRYNDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR
MYNDIR: PÁLL KJARTANSSON
Hvers vegna ertu að
opna þriðju stof-
una? Elsa Haralds-
dóttir hárgreiðslumeistari
svarar spurningu Vikunnar:
„Vegna þess að ég hef verið
með svo mikið af góðu
fólki í vinnu.“
Elsa opnaði þriðju Salon
VEH hárgreiðslustofuna
8.8.88 og er hún á annarri
^og Utaglöö-
^anstílskapaðj
ísoeirss011 ^
kríkka. Pau efu
klædd og finnst
sterkum liktum
,körpum lmum.
hæð að Laugavegi 28 og
ekki vegna þess að það hafl
verið metnaður hennar eða
draumur að eiga sem flest-
ar stofur, heldur, eins og
hún segir sjálf, til þess að
allt starfsfólkið hennar hafi
góðan stað að vinna á. Alls
vinna hjá henni 28 manns
og þar af 8 herrar. Elsa seg-
ir að karlmönnum sé veru-
lega að fjölga í stéttinni og
hún hafi t.d. aldrei verið
með jafn marga í vinnu í
einu síðan hún opnaði
fyrstu Salon VEH stofúna í
Glæsibæ árið 1971. Önnur
stofan var opnuð í Húsi
verslunarinnar árið 1984
og síðan sú þriðja nú í
ágúst. Enginn sérstakur
munur er á milli stofanna,
þó var farið nýstárlegar
leiðir við innréttingu þeirr-
ar nýjustu.
„Við hönnuðum hana í
Rómantíkin er ofarlega á blaði í tískuheiminum í
vetur, bæði hvað varðar hár og fatnað. Hér eru bæði
daman og herrann með spíralpermanent í hárinu,
en þannig permanent er afar vinsælt nú - jafnt fyrir
dömur og herra sem í rauninni nota núorðið alla
sömu þjónustu á stofunum og dömur. Karl Bemd-
sen á heiðurinn af þessum greiðslum.
Elsa Haraldsdóttir ásamt
einum starfsmanni sínum,
Karli Bemdsen, leggja síð-
ustu hönd á eina sýningar-
greiðsluna.
sameiningu ég og maður-
inn minn,“ segir Elsa.
„Þarna er óvenjulegt lita-
val, blátt gólf og appelsínu-
gulur litur á veggjum. Við
lögðum áherslu á að formin
á stofunni nytu sín, þarna
eru engin borð fyrir framan
viðskiptavininn í stólnum
heldur spegill frá gólfi til
lofts. Húsgögnin eru ekki
dæmigerð hárgreiðslu-
stofuhúsgögn heldur klass-
ísk húsgögn hönnuð af Cor-
busier. Mjög rúmt er um
allt þarna inni og viðskipta-
vinurinn hrærist í raun
með öllu því sem er að ger-
ast á stofúnni því þar er
ekkert svæði sem er af-
markað, t.d. sem biðstofa
þar sem enginn er nema
viðskiptavinur.
í tilefhi opnunarinnar
sýndi hluti starfsmanna
stofunnar sínar eigin nýju
línur í hártískunni, en Elsa
segist senda árlega um 10
starfsmenn erlendis, aðal-
lega á sýningar, þannig að
alltaf sé fylgst með því nýj-
asta sem er að gerast er-
lendis. Á þessu segir hún að
starfsemi hárgreiðslustofa
byggist því íslendingar vilja
alltaf fýlgjast vel með og
eru búnir að tileinka sér
það nýja um leið og það
kemur. □
VIKAN 29