Vikan


Vikan - 15.09.1988, Page 30

Vikan - 15.09.1988, Page 30
Drepin í „beinni útsendingu“ Ferð Silke á enda. Breytt hefur verið yfir lík hennar, sem liggur fyrir utan bifreið ræningjanna að lokinni fyrirsát Iögreglunnar á þjóðveginum. Eftirmáli 1 Frh. af bls. 27 amma og afi dekruðu við hana og hún fékk allt sem hana lang- aði í. Það sagði því enginn neitt þegar hún fór að vera með Henrik, enda þótt hann væri síðhærður og nokkuð sérkennilegur og ef til vill ekki sú manngerð, sem fjölskyldan hefði sjálf valið fyrir Silke. Hann var 18 ára gamall, hafði ekki mikinn tíma til að vera með Silke af því að hann stundaði menntaskólanám í kvöldskóla. Hún ætlaði að gift- ast honum. Miðvikudagurinn var þeirra dagur, en einmitt þann dag féll hún í hendur ræningjanna. Andrúmsloftið í vagninum er undarlegt framan af. Ræningjarnir sýna hörku og viðkvæmni til skiptis og ekki kemur til bóðsúthellinga fyrr en við veitingaliúsið við hrað- brautina þar sem Emanuele er skotinn. Þar beinir Degowski byssu sinni að Silke, en í þetta sinn er það ekki Silke sem fell- ur heldur drengurinn ungi sem setið hafði fyrir framan þær stöllur í vagninum. Nú fyrst verða Silke og Ines veru- lega hræddar. Þegar komið er yflr landamærin og inn í Hol- land fá ræningjarnir nýjan bíl, skilja gíslana eftir en taka þær Silke og Ines með sér. Rösner ekur bílnum og við hlið hans situr vinkona hans. í aftursæt- inu sitja vinkonurnar tvær og Degowski á milii þeirra með byssuna. Hann dottar af og til, en Rösner æpir á hann og nú fara tárin að renna niður kinn- ar stúlknanna, hræðslan hefur heltekið þær. Gíslar og ræningjar á blaðamannafundi Loks er komið til Kölnar og þar koma blaðamenn og ljós- myndarar til að ræða við þær á meðan drukkið er kaffi fýrir utan veitingahús í borginni. Þessi blóðugi eltingaleikur við ræningjana er að breytast í sannkallaðan farsa. Það er 30 VIKAN engu líkara en þarna séu á ferð ffægar sjónvarpsstjörnur og kvikmyndavélunum er beint að gíslum jafnt sem mannræn- ingjum. Aldrei hefur annað eins gerst. Silke er spurð hvernig henni líði og hún svar- ar að það sé ekki illa með sig farið, en hún óttist að reyni lögreglan að skerast í leikinn eigi einhver eftir að láta líflð. — Mig langar til að sjá foreldra mína aftur, bætir hún við. Aftur er haldið út á hraðb- rautina og áður en langt líður hafa lögreglubílar náð BMW- bíl ræningjanna, reyksprengju er kasta að bílnum, lögreglub- íll rekst á BMW-inn og Silke hrópar til Ines: Stökktu út. Skothvellir, rúður splundrast, Rösner verður fyrir skoti. Ines Voitle lýsir atburðunum svo: Vinkonan æpir til Rösners: Dragðu höfuð hennar niður. Rösner hefur gripið í hárið á Silke og beinir byssunni að höfði hennar. Það sá ég. Ég veit ekki hvort hann eða lög- reglan skutu hana. Ég veit það ekki. Og Silke Bischofi? Hún hrópaði aftur og aftur: Nei, nei, ekki gera það, ekki gera það. Á sama augnabliki hæflr hið ban- væna skot stúlkuna. Þýska lögreglan hefur orðið fýrir miklu ámæli vegna frammistöðu sinnar í þessu harmleik. Menn innan lögregl- unnar, sem ekki hafa viljað láta nafns sín getið fúllyrða að ótal- sinnum hefði lögreglan getað skakkað leikinn, og þykir mörgum trúlegt þegar tillit er tekið til þess að blaðamenn, sjónvarpsmenn og ljósmynd- arar gátu komist að ræningjun- um aftur og aftur og blaða- menn fengu meira að segja að koma í stað tveggja gísla í strætisvagninum. Hvers vegna komst þá ekki lögreglan þang- að inn líka. Þá hefúr því verið haldið ffam, að vel hefði mátt bjarga lífi Emanueles hefði sjúkrabíll verið látinn taka þátt í eftirförinni. Slík ráðstöfún hefði sannarlega ekki verið fráleit því alltaf mátti búast við að slys yrðú á mönnum. Lang- ur tími leið þar til sjúkrabíll og læknir komu á slysstaðinn og við krufningu kom í ljós að dánarorsök var ekki skotsárið sem slíkt heldur það að blóð rann niður í öndunarfæri drengsins og hann kafnaði auk þess sem hann missti mjög mikið blóð. Loks er ekki talið sannað að ræninginn hafl skot- ið Silke, allt eins kunni hún að hafa fallið fýrir byssukúlu lög- reglunnar. Hans Jiirgen Rösner sagði að síðasta kúlan færi þessa leið. Það varð þó ekki þannig, heldur hæfði síðasta kúlan Silke Bischoff. I

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.