Vikan - 15.09.1988, Side 39
Vistarverur fárþega eru nokkuð mismunandi eftir því
hvað greitt er fyrir þær. íslensku farþegamir fá rúmgóð
herbergi með kýraugum og í hverju herbergi er sjónvarp
og baðherbergi með baðkari og sturtu.
í heldur dýrari herbergjum em kýraugun orðin að fer-
köntuðum gluggum, en þessi mynd er þó tekin í svítu þar
sem er setustofa með ísskáp og svefhherbergið sér.
Fínast og dýrast er að dvelja í „penthouse“ eins og þessu
hér á myndinni. Þar er setustofan mjög rúmgóð og svalir
fyrir utan. Þessar svítur em yfirleitt alltaf upppantaðar og
þó myndi ferðin kosta 500.000 krónur á mann ef gist er í
þannig vistarverum.
meðal silkiskyrtur með upp-
hafsstöfum sínum bródenjð-
um á brjóstvasann.
Hér verður ferðatilhögun
ekki rakin nákvæmlega, en
nefna má að þegar Hong Kong
dvöl er lokið þá er boðið upp á
Þr'8gja daga ferð um Kína þar
sem siglt verður upp Perluá og
farið verður til þeirrar sögu-
frægu borgar Guangzhou
(Canton) þar sem gist verður í
2 nætur á fyrsta flokks hóteli.
Hftir að hafa þannig fengið
smjörþeflnn af Kína þá hefst
siglingin.
Frá Hong Kong leggur Royal
Star Viking upp í siglinguna kl.
Ekki er amalegt að fara í siglingu um fjarlæg - og hlý höf
- á jafn glæsilegu skipi og þessu. Skip Royal Viking Line í
sundahöfn með Esjuna í baksýn.
í borðsalnum geta allir skipsgestir borðað saman, jafnvel
þó tala þeirra fari yfir 700. Hér hefúr hver „sitt“ borð allan
tímann meðan á ferðinni stendur.
Skipshljómsveitin á æfingu í einum danssalnum.
fimm um eftirmiðdaginn og
siglt er yflr Formósusund. Síð-
an er siglt um Kínahaf, farið til
Filipseyja, Borneo, yflr Cel-
ebeshaf, í gegnum Makassar-
sund og komið til Bali. Þaðan er
siglt um Javah af og til Jövu,
siglt með ströndum Indónesíu
og að lokum til Singapore þar
sem gist er í þrjár nætur á lúx-
ushótelinu Pavillon Intercont-
inental. En í Singapore geta
ferðalangar upplifað flest allt
það sem þá hefur langað til að
kynnast í Austurlöndum. Frá
Singapore er síðan flogið afitur
til Köben og daginn eftir, 1.
desember, flogið heini til
íslands.
Danssalir, borðsalir,
barir, sundlaugar,
leikfimisalir...
Þessa ferð: „Gimsteinar
Austurlanda íjær“ bjóða Sam-
vinnuferðir-Landsýn á kr.
219 300 fyrir manninn. Um
borð í skipinu er allur matur
innifalinn — en allt sem keypt
er fyrir utan matmálstíma er
gert upp í ferðalok og þar á
meðal barinn þannig að þar
þarf aldrei að taka upp veskið...
nema kannski á „verslunar-
ganginum". Um borð þarf eng-
inn að láta sér leiðast því þar
er boðið upp á alla mögulega
skemmtun sem hægt er að
hugsa sér; notalegt bókasafn,
,.rúmgóður bíósalur, sundlaug-
ar, tækjasalur og sundlaug fyrir
sportistana, spilavíti fyrir hina,
nokkrir danssalir og hljóm-
sveit skipsins leikur fyrir dansi.
Þannig má lengi telja en hér á
síðunum gefa myndirnar
nokkra mynd af því hvernig er
að vera um borð í lúxus
skemmtiferðaskipi... en því
miður getum við ekki lýst
ferðinni af eigin reynslu.
VIKAN 37