Vikan - 15.09.1988, Page 44
„Fergie góð móðir“
- fullyrðir faðir hennar, Ronnie Ferguson
Sara Ferguson og Andrew prins halda heim af fæðingardeildinni með dótturina og
stoltið leynir sér ekki.
MARlA SIGURÐARDÓTTIR ÞÝDDI
— Dóttir mín er hlý, viðkvæma — og hún
elskar börn. Hún er þannig að hún mun
verða yndisleg móðir.
Ronnie Ferguson major hlakkar mikið
til ágústmánaðar, en þá mun dóttir hans —
Sarah Ferguson — eftir tímatali, fæða fyrsta
barn þeirra hjóna.
Daginn sem Buckinghamhöll gaf út til-
kynningu um að Fergie og Andrew ættu
von á sínu fyrsta barni, urðu sögusagnirnar
að veruleika, - þá var hinn verðandi afi
staddur í 20.000 kílómetra fjarlægð — á
austurlensku hótelherbergi. Hann var að
undirbúa sig til að fara á viðhafnarsýningu
með Charles og Díönu — prinsinum og
prinsessunni af Wales. Á meðan Ronnie
lagfærði hálsbindi og greiddi yflr grátt
hárið, vissi hann mætavel að leyndarmálið
sem hann hafði geymt í fleiri vikur, yrði nú
afhjúpað.
Nokkrum klukkutímum seinna kom til-
kynning frá Buckinghamhöll í London, að
Sarah væri barnshafandi. Englendingar
fögnuðu þessu, vegna þess að hin fríska og
freka Fergie er vinsæl stúlka í þessu gamla
kongusdæmi.
Ronnie Fegurson er tilbúinn að gera allt
til að vernda dóttur sína. Hafl Sarah sagt
föður sínum frá leyndarmáli — þá er hann
maðurinn sem hún getur treyst.
— Ég hef aldrei verið í vandræðum með
að varðveita leyndarmál. Þegar dóttir mín
sýnir mér þann trúnað að treysta mér fyrir
því sem ekki má fréttast, þá veit hún að
það er vel geymt hjá mér, segir Ronnie
Ferguson.
Varir hans eru vel lokaðar þegar hann er
spurður um, hvernig, og hvenær dóttir
hans hafi sagt honum frá þvi að hún ætti
von á barni.
— Ég mun aldrei segja frá því, það var
einkasamtal milli föðurs og dóttur, segir
hann ákveðinn.
— Dóttir mín er lánsöm. Margar konur
eru þreyttar og hafa ógleði á meðgöngu-
tímanum. Eftir að hafa eignast flmm börn,
þekki ég þetta vel. En Sarah hefur ekkert af
þessum einkennum, segir Ronnie Fergu-
son.
Hann er áberandi hreikinn af dóttur
sinni, en gleymir ekki að nefna systir
hennar, Jane. Hún býr í hinni austurlensku
eyðimörki, og það var hún sem Ronnie var
að heimsækja, þegar gefin var út tilkynn-
ingin frá bresku konugsfjölskyldunni, þess
efnis að Sarah ætti von á barni.
- Ferguson major, sá til þess að Jane
kæmi fljúgandi til Sydney, svo að þau gætu
verið saman, þegar tilkynnt var að Sarah
ætti von á barni, segir einn vinur íjölskyld-
unnar.
Ronnie Ferguson er — eins og faðir Di-
önu, Spencer jarl — giftur í annað sinn.
Það er náið samband á milli Sarah og
hálf-systkina hennar, þeim Alice, Elizabeth
og Andrew. Synir Charles og Diönu elska
að leika við Sarah, sem alltaf flnnur upp á
einhverju skemmtilegu.
— Sarah er vön að umgangast börn. Hún
verður ábyggilega umhyggjusöm móðir,
sem mun halda áfram að gegna skyldu-
störfum sínum, eftir að hún hefur fætt. Og
þó að Jane sé 20.000 kílómetra í burtu, og
getur ekki leiðbeint henni, eða geflð henni
góð ráð, viðvíkjandi litla barninu, þá eru
það svo margir aðrir sem Sarah getur leit-
að til. Hún getur leitað til móður sinnar,
sem veit allt um börn, — segir hinn verð-
andi afl.
Nokkrum vikum eftir að Sarah fæðir
barnið, (sem Englendingar hafa geflð nafn-
ið Yorkie) munu þau hjónin fara í heim-
sókn á búgarðinn til Jane systur hennar,
sem býr í hinni austurlensku eyðimörk.
Það var ákveðið að fara í þetta ferðalag fyr-
ir löngu síðan. Það er fastlega reiknað með
að þau láti verða af því, - þrátt fyrir hinn
unga aldur barnsins, (Yorkies).
Auk heimsóknarinnar til systur sinnar,
bíða hennar mikið af skyldustörfum, eftir
að hún er orðin móðir. Þetta getur orðið
erfitt, ef barnið vill fá mjólkina sína, — á
meðan prinsessan af York er að sinna
skyldustörfúm, innan um prúðbúið fólk.
- Þegar þau fara í ferðalagið, þá verður
barnfóstra með, sem mun sjá um að hita
pelann, og annast um barnið, þegar móðir-
in er ekki við.
— Það er ástæðulaust fyrir Sarah að hætta
við ferðalagið. Ég reikna fastlega með að
hún taki litla barnið með sér, — svo frarnar-
lega sem ekki koma upp nein veikindi, —
segir Ronnie Ferguson, sem ekki hefur
ákveðið enn hvort hann kenni barnabarni
sínu að spila Poló. Ronnie er mjög leikinn
í þeirri íþrótt.
— Það verður fyrst að koma í Ijós hvort
þetta verður drengur eða stúlka, — segir
hinn eftingarfulli afi hlægjandi.
42 VIKAN