Vikan


Vikan - 15.09.1988, Síða 46

Vikan - 15.09.1988, Síða 46
Unglingarnir spyrja... Hvernig passa saman strákur og stelpa sem... Kæri póstur! Ég ætla að byrja á því að þakka fyrir gott blað, svo langar mig til þess að vita hvern- ig strákur sem fæddur er 1. ágúst 1973 passar við stelpu sem er fædd 25. nóvem- ber 1973- Síðan langar mig til að vita hvern- ig stelpa sem er fædd 13. ágúst 1974 pass- ar við strák sem er fæddur 10. mars 1972? Með von um birtingu, Eva Þakka þér fyrir bréfið Eva. Pósturinn vill minna þig, og alla aðra sem langar að vita hvemigfólk í viðkomandi stömumerkjum þassa saman, að í 10. tbl. Vikunnar, sem kom út 7. apríl 1988, þá birtum við töflu þar sem hœgt er að sjá þetta á augabragði. Eigir þú, og aðrir sem ábuga hafa, ekki þetta b/að þá geturðu fengið það ke)>pt héma íafgreiðslunnihjá okkur... það gœti komið sér velþegarþú vilt fá að vita þetta um nœsta strák. Að þessu sinni mun þósturinn þó svara þér og samkvœmt ofangreindri töflu þá á parið í fyrti spumingunni illa saman (fá einkunnina 3.78) og það síðara á sœmi- lega saman (fá einkunnina 6.23). Ég elska hann svo mikið Kæri póstur! Ég vona svo innilega að þú getir hjálpað mér! Þetta er útaf strák sem ég var með í vetur, sem ég elska svo óútreiknanlega mikið. Við skulum kalla hann Y. Hann var á sjó hérna í vetur, í þessum litla bæ, og bjó hjá frænku sinni og frænda mínum. Áður en hann var með mér var hann með stelpu sem við getum kallað X, sem hann hætti við þegar við byrjuðum að vera saman af því við elskuðum hvort annað svo mikið! En hann var með nokkrum stelpum líka hér í bænum (ekkert alvarlegt), en þegar hann var með bestu vinkonu minni þá hrundi þetta allt saman. Ég talaði ekkert við vinkonu mína í langan tíma og hafði ekkert samband við hann heldur. Þangað til seinna að ég spurði hann út í þetta og hann sagði mér sannleikann og ég fyrirgaf honum — og vinkonu minni. Svo fór hann á sjó annars staðar og bjó hjá skyldfólki sem hann er oftast hjá á sumrin, en í sama bæ á gamla kærastan heima. Við vorum búin að ákveða að vera í sambandi, en fyrir stuttu þegar ég spurði hann hvort hann væri farinn að vera með gömlu kærustunni aftur, þá sagði hann já! Hann sagði líka að hann elskaði hana núna og okkar samband væri búið. En elsku póstur, ég get ekki lifað án hans og ég sakna hans svo mikið. Mér fmnst líka stundum að hann elski hana ekkert og flnnist hann bara skyldugur til að vera með henni. Elsku póstur, ekki segja mér að gleyma honum. Það get ég aldrei. Gefðu mér góð ráð því það mun aldrei vera neinn annar. P.s. Kannski kemur hann hingað í vetur. Ein að deyja úr ástarsorg Hvernig heldurðu að sambandið yrði hjá þérogYíframtíðinni, efþúfengirhann til þín aftur? Eftir smátíma, jafnvel nœsta kvöld, vœri hann kominn með aðra — jafnvelþó hann segðiþér aðþað vœri ekk- eri alvarlegt. Hann er búinn að sýna þér hvað honum finnst um þig: honwn er al- veg sama um þig og þínar tilfinningar. Hann segir annað á þeim stundum sem það hentar honum - og fer svo sína leið. llugsaðu um það hvemig hann hefur í rauninni komið fram; skrifaðu það niður — og spurðu þig svo hvað er það við hann sem gerir hann þess virði að þú elskir hann. Láttu svo ekki nota þig svona aftur. Pennavmir Miss Vida Arthur P.O. Box 1045 Cape Coast Ghana West Afirica Hún er 25 ára og hefur áhuga á tónlist, körfúbolta, dansi, gjöfúm, hjónabandi, póstkortum, ferðaiögum og matreiðslu. Hvern hefúr ekki dreymt um að koma til Tahiti? Hér er bréf ffá þeirri fögru eyju. Kona þaðan óskar eftir pennavini, karli eða konu, sem hafa sömu áhugamál og hún og hefðu áhuga á að koma og heim- sækja eyjuna hennar. Hún segir ekki til um aldur en áhugamálin eru dálítið sérkenni- legs eðlis, enda alþekktir Voodoo galdra- mennirnir á Tahiti: Ævintýri, gamlar hefðir, forn menning, Atlantis, spíritismi, grænmetisfæði, framtíðin, geimskip, og í tónlist hefur hún gaman af syntheziser. Skrifið á ensku til: Patricia Rommelaere BP 161 Vaitape Bora Bora Polynesie Francaise Tahiti Agnarlítið bréf barst ffá 12 ára stúlku í Finnlandi sem óskar eftir pennavinum. Hún skrifar á ensku og hefúr áhuga á íþróttum og lestri. Eija Hallikanien 95365 Maula Finland Annað bréf frá Finnlandi, einnig frá flnnskri stúlku. Hún vill skrifast á við jafn- aldra sína, þ.e. á aldrinum 14-16 ára, en hún er 15 ára. Hún hefúr áhuga á tónlist, (pop, diskó og rock) Slalom, bréfaskriftir og fleiru. Skrifið á ensku til: Páivi Heikkinen Knaapaksentir 15 06400 Porvoo Finland Frá Teheran kom bréf frá fjórum þarlend- um sem óska eftir pennavinum, því miður var afar erfítt að lesa skriftina þannig að ekki er víst að allar óskir þeirra komi hér fram, en þau virðast hafa áhuga á frímerkj- um, mynt, tungumálum og viðskiptum. Nöfnin eru : 1. Mrs. Fateme Gharantoli 2. Miss Manzelat Shadroo 3. Mrs. Fareghe Hasemi 4. Miss Nazanin Abtahi 5. Mr. Akbar Kuroorie Heimilisfangið er það sama fyrir þau öll og þangað er einnig hægt að skrifa til að óska eftir pennavinum og hvers konar tengsl- um í íran: Distribution by Post Box 14455-345 Teheran IRAN I UTAhÁSKRIFT: VIIW1, PÓSTURIhh PÓ5TMÓLF 5344, MÁALEITI5BRAUT 1, 105 REYMJAVÍK 44 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.