Vikan


Vikan - 15.09.1988, Blaðsíða 49

Vikan - 15.09.1988, Blaðsíða 49
Bræðumir Emest og Julio Gallo sem em orðnir 78 og 79 ára gamlir stjórna ennþá fyrir- tækinu sem er það stærsta sinnar tegundar í heiminum. Brœðurnir sem urðu stœrstu vínframleiðendur heims TEXTI: ADOLF ERLINGSSON anna á markaðinum, Blush Chablis, en á einungis fjór- um árum náði salan 80 milljónum htra í Bandaríkj- unum. Þrátt fyrir litinn er hér um hvítvín að ræða. / Jk rið 1933 þegar bræð- urnir Ernest og Julio / % Gallo ákváðu að snúa JL sér að víníram- leiðslu í kjölfar andláta for- eldra sinna efhdu þeir til veðmáls. Julio sem átti að sjá um lfamleiðsluna hélt því ffam að hann gæti framleitt meira vín en Ernest gæti selt. Emest var aftur á móti með það á hreinu að hann gæti selt svo mikið vín að Julio gæti ekki annað effirspurninni. í dag, rúmlega hálfri öld síðar, stjóma þessir bræður stærsta vín- ffamleiðslufyrirtæki í heimi, E & J Gallo. Faðir þessara einstöku at- hafhamanna var ítalskur inn- flytjandi í Bandaríkjunum sem settist að nálægt bænum Mod- esto í Kaliforníu. Honum varð tveggja sona auðið og var ein- ungis ár á milli þeirra. Ernest fæddist árið 1909 og Julio ári seinna. í uppvextinum unnu strákarnir með föður sínum á vínekrunum og lærðu vel undirstöðu þess að vegna vel í lífinu; að leggja mikið á sig. Með bœklinga að leiðarljósi Þegar drengirnir voru ein- ungis rúmlega tvítugir að aldri misstu þeir foreldra sína í slysi og tóku við rekstrinum á vín- ekmm föður síns. Á þeim árum var nýbúið að aflétta áfengisbanninu sem hafði ver- ið í Bandaríkjunum um árabil og ævintýralöngunin réði því að þessir ungu athafnamenn ákváðu að steypa sér út í vín- framleiðslu í stað vínberja- ræktunar. Veganesti þeirra var 6000 dollarar, nokkrir bækl- ingar um víngerð og vilji til að leggja hart að sér. Með því að vinna í Iitlum skúr og halda allri vinnu innan fjölskyldunnar tókst þeim að halda verðinu á víni sínu í helmingi þess sem gerðist á markaðinum, en samt sem áður að vera með gróða uppá yflr 30.000 dollara fyrsta árið sem var dágóð upphæð á kreppuárunum í Bandaríkjun- um. Ekki var þó lifað hátt fyrir gróðann því hvert einasta sent fór beint aftur í reksturinn. Þar var strax lagður grundvöllur- inn að því sem er aðalstyrkur fyrirtækisins í dag, ekki að skulda neinum neitt. Á þeirri rúmlega hálfu öld sem fyrir- tækið hefur starfað hefur að- eins einu sinni verið leitað til utanaðkomandi aðila til að afla fjár, á sjötta áratugnum þegar ákveðið var að reisa verk- smiðju þar sem öll vinnslan gæti farið fram á einum stað. Að öðru leyti hafa allar ffarn- kvæmdir við fyrirtækið verið fjármagnaðar með rekstraraf- gangi fyrri ára. Með árunum og gífurlegri vinnu bræðranna óx fyrirtækið og dafhaði hægt og rólega, ein- mitt á réttum hraða til að full- nýta gróðann en án þess að leggja út í ofíjárfestingar. Undirstaða var þó að miklu leyti dugnaður Ernest sem sá um dreifinguna. Innan vín- bransans í Bandaríkjunum ganga margar sögur af þessum gamla járnkarli, hvernig hann mætti sjálfur einn daginn hjá einhverjum dreifmgaraðila sinna og fór með honum í verslanirnar þar sem hann kannaði sjálfur hvernig vínin hans voru staðsett í búðunum, ræddi við verslunareigendur um hvaða vín seldust best og hverjir það væru sem keyptu hvaða vín. Með því að vera í svona nánum tengslum við markaðinn hefur Ernest Gallo alla tíð tekist að sjá fýrir sveifl- ur á markaðinum og verið á undan öðrum að mæta þeim sveiflum með breyttri fram- leiðslu. Svaf innan um róna til að selja Þessi eldmóður braut- ryðjandans smitaði út frá sér og sölumenn Gallo fýrirtækis- ins hafa alla tíð haft orð á sér fyrir að vera þeir bestu á þessu sviði. Einn fyrrverandi sölu- maður hefur sagt frá því að hann bjó með rónum í þrjá daga til að koma þeim upp á að drekka Gallo vín og þegar ný tegund kom á markaðinn dreifðu þeir tómum flöskum um göturnar til að rónarnir VIKAN 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.