Vikan


Vikan - 15.09.1988, Side 56

Vikan - 15.09.1988, Side 56
Korktappa skotið fagmannlega úr kampavínsflösku á Rósahátíðinni þar sem Caroline var að skíra rósategund í höfuðið á sér. Caroline prinsessa ásamt eiginmanni sínum, Stetano Casiraghi, og bömum. lotte, eins og hálfs árs, og Pierre, sjö mán- aða, með sér til skrifstofu sinnar í Rósa- höllinni. Heimili Casiraghi fjölskyldunnar er í stóru fallegu húsi. Mikið af trjám og blóm- um í öllum regnbogans litum eru í garðin- um, sem girtur er hárri girðingu. Caroline fékk þetta hús að gjöf frá föður sínum. Heimilið er harðlokað fyrir öllum fjöl- miðlamönnum. Caroline hefur oft látið hafa eftir sér að hún og systkini hennar hafi verið of mikið í sviðsljósinu þegar þau voru börn. Hún vill ekki láta það henda sín börn. „Ef ég hefði fengið að ráða þá hefði ég hætt að koma fram opinberlega þegar ég eignaðist þriðja barnið mitt. Það væri dá- hjá opinberum stofnunum í Mónakó enn þann dag í dag. Caroline er há og grönn, nákvæmlega eins og móðir hennar var. Eitt af því sem hægt er að dáðst að hjá henni er hvað hún á auðvelt með að hlæja að sjálfri sér. Þegar hún er spurð hvort hún líti á sjálfa sig sem fallega samsetningu af frönskum listum og bandarískum andlegheitum hlær hún og kveikir sér í sígarettu. ,Ja, ég veit nú ekki um þetta að vera falleg ...“ Hefur henni dottið í hug að gefa út bók með öllum þeim viðtölum sem hún hefur tekið við frægt fólk? „Ég er hrædd um að það yrði þá bara lít- ið hefti — vegna þess hvað er alltaf mikill hraði á mér,“ segir prinsessan, sem notar fornafn sitt undir þær greinar sem hún skrifar. Þó að Caroline Grimaldi sé orðin móðir þriggja barna þá er hún ennþá uppáhald slúðurblaða. Þó að faðir hennar sitji enn við völd og hinn 30 ára bróðir hennar, Albert, sé sá sem á að taka við þá er það Caroline sem gegnir öllum opinberum skyldum. „Þegar ég var yngri þá tók ég allt sem var skrifað um mig mjög nærri mér,“ segir hún. „En eftir að ég giftist Stefano árið 1983 og eignaðist mitt fyrsta barn árið eft- ir hef ég tekið því öllu létt, sem er sagt og skrifað um mig. Ég er Mónakóbúi og Mónakó er Iítill bær þar sem ég þekki alla og allir þekkja mig. Hér er heimili mitt, hér lifi ég til- breytingarmiklu lífi og gegni móðurhlut- verkinu af dugnaði." Caroline var nýlega viðstödd hljóm- sveitahátíð í Monte Carlo. Prinsessan var með í ráðum við val á verkum sem flytja skyldi, val á listamönnum og um að skipu- leggja hvernig best væri að fjármagna hátíðina. Listin er ekki það eina sem prinsessan hefur afskipti af. Hún vinnur mikið að sjúkrahúsmálum og unglingavandamálum. í því sambandi er hægt að hringja í neyð- arsíma allan sólarhringinn og veita þeim hjálp sem illa er statt fyrir. „Það er uppbyggjandi að vinna með listamönnum, en mér finnst meira aðkall- andi að vinna að mörgum öðrum málum sem þarf að leysa. Meiri afskipti þyrfti að hafa af Líknarstofnun Grace prinsessu og styðja betur við bakið á þeim mörgu sem virkilega þarfnast hjálpar. Mig langar ekki til að loka augunum fyrir raunveruleikanum. Ég vil vinna að því að hjálpa þeim mörgu sem eiga í erfið- leikum og sjá árangur af starfi mínu.“ Caroline hefúr tvær fóstrur sér til hjálp- ar með börnin, en hún vill sjálf vera með þeim eins mikið og mögulegt er. Meðal annars tekur hún Andreas, 3 ára, Char- samlegt að eyða öllum stundum með börnunum," segir Caroline, „en það er ekki mögulegt og þess vegna skipulegg ég tíma minn eftir þörfúm barnanna. Ég elska að starfa að því sem er nytsamt en hata sumt af því sem sagt er um mig. Ég þoli ekki síma og get ekki hugsað mér að trimma reglulega," segir hún. „Ég fer á skíði og syndi til að styrkja líkamann en besta trimmið er að leika við börnin mín. Eftir tíu ár — og ef til vill nokkur börn í viðbót — vonast ég til að geta unnið vel fyrir Mónakó og gert það að skemmtilegu og áhugaverðu heimshorni." □ 54 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.