Vikan


Vikan - 15.09.1988, Side 58

Vikan - 15.09.1988, Side 58
Hver ekur síðasta bílnum? Vikan kynnir nýjan rithöfund, Ágúst Borgþór Sverrisson, sem er að senda frá sér smásagnasafn. TEXTI: STEINGRÍMUR MÁSSON LJÓSM.: KÁRI INDRIÐASON a gúst Borgþór Sverris- /ik son hefur hingað til verið eitt af þessum JL fjölmörgu lítt þekktu nöfnum í bókmennta- heiminum. Ferill hans fram að þessu hausti er enda dæmi- gerður fyrir nokkuð stóran hluta þjóðarinnar: Hann hefur sent frá sér eitt ljóðakver og birt eina smásögu í bók- menntatímariti. En nú gengur Ágúst ffam í sviðsfjós bók- menntaheimsins því út er komin frumraun hans í sagna- gerð, smásagnasafnið Síðasti bíllinn. Höfúndur hefur unn- ið að þessu verki síðustu tvö árin og segir það vera ásamt ljóðakverinu aðeins byrjunina á löngum rithöfundarferli. Af þessu tilefhi birtist hér viðtal við rithöfundinn unga og ein af þeim níu sögum sem bókin inniheldur. Sveinsstykki í smásagnagerð — Hvers konar sögur eru þetta? „Hefðbundnar smásögur. Mjög formfastar sögur er mér óhætt að segja, þar sem mikið er lagt upp úr hnitmiðun. Ég lít á þessa bók sem sveins- stykki mitt í smásagnagerð en aðrir munu vitaskuld dæma um árangurinn. Ég efast ekki um mikilvægi þess að fara nýj- ar leiðir í skáldskap, en til þess þurfa menn að vera orðnir fær- ir um það, hafa náð tökum á hefðbundnu frásagnarformi. Hvað efni sagnanna varðar þá er þarna að flnna bæði nýja hluti og gamalkunnuga. í bók- inni eru t.d. vænir skammtar af fyrirbærinu „einsemd utan- garðsmannsins", en hún er tal- in klassísk í íslenskri smásagna- gerð. Þá eru ýmis þjóðfélags- einkenni sem skýtur upp hvað eftir annað í bókinni: Hlut- skipti geðsjúklinga og afskiptra barna og byggðaþróun á ís- landi, útþensla borgarinnar og niðurlæging smáþorpanna. Það þykir kannski ekki töff var þegar á barnsaldri gripinn þeirri löngun að vilja búa til möguleiki að hægt væri að skrifa bækur eins og að lesa þær.“ Ágúst Borgþór Sverrisson: „Ég bækur. Mér fannst það augljós lengur en ég held að það sé mjög sterk samkennd með lítilmagnanum í þessari bók, en hún birtist kannski með nýjum og ferskari hætti en áður. Hvað stílinn snertir þá má segja að ég noti nokkuð suma eiginleika reyfarans, skapa spennu og hleð upp óvissu sem ekki eyðist fyrr en í lokin. Og stundum er endirinn óvæntur. Ég held að það sé meiri tilhneiging í þessum sög- um en almennt í íslenskri smásagnagerð að hafa eftir- minnilegan og mikilvægan endi. Hér hefur sú aðferð fremur tíðkast að draga upp mynd af tilteknu ástandi og láta myndina síðan deyja hægt og rólega út en koma ekki með neitt í lokin sem stuðar lesand- ann. Út af þessari hefð breyti ég með þessum sögum.“ — Þú talar um áhrif frá reyf- urum. Má flokka þetta að ein- hverju leyti sem spennusögur? „í heildina séð ekki. Ekki hvað efni snertir. En þó eru tvær undantekningar: Sagan „Gildran" sem birtist hérna í blaðinu er hreinræktaður reyf- ari, ég vil skilgreina hana sem sakamálahrollvekju. Fyrsta sag- an í bókinni heitir „Saknað" og hefur birst í Tímariti Máls og menningar. í henni er dular- fullt andrúmsloft, yfirskilvitleg 56 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.