Vikan


Vikan - 15.09.1988, Qupperneq 66

Vikan - 15.09.1988, Qupperneq 66
HARRY BELAFONTE MEÐ NÝJA PLÖTU: „Endurspeglar tungumál, táknmál líkamans, huga og hjörtu fólksins í Suður-Afríku“ ÞÝÐING: BRYNDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR Hvað er Harry Belafonte að gera þessa dagana? Jú, ekki alls fyrir löngu kom út ný plata með kappanum og er það hans 37. hljómplata. Þessi nefnist Paradise in Gazankulu og er hún með hressilegum danstakt þar sem heyra má afrísk áhrif. Harry hefúr í gegnum tíðina sungið fjöldan allan af lögum sem náð hafa alheims vinsældum og enn er vinsæl platan með honum sem gefin var út árið 1956; Calypso en á henni er lagið „Banana Boat Song“ (Day-O). Þetta var einnig fyrsta platan í sögunni sem seldist í fleiri en millj- ón eintökum! „Nýja platan endurspeglar tungumál, táknmál líkamans, huga og hjörtu fólksins í Suður-Afríku,“ segir Harry Belafonte. „Gazankulu er landsvæði í Suður-Afríku þar sem nánast ekkert vex eða þrífst. En raunin er sú að jafnvel þó fólkið verði að búa á þessu harðbýla svæði þá er það par- adís vegna þess hversu glatt í lund þetta fólk er. Tónlistin er þversögn á sama hátt, því þó textinn komi ákveðnum alvarleg- Harry Belafonte, sem átti fyrstu plötuna sem seldist í yfir milljón eintökum, „Banana Boat Song“, er mikill hugsjóna- maður eins og nýjasta plata hans ber glöggt vitni uin sem og störf söngvarans í þágu mannúðarmála á undanfömum ámm. um boðum til skila þá eru þetta gleði- söngvar um leið.“ Söngvarinn sextugi hefúr aldrei leynt því hvaða álit hann hefúr á aðskilnaðar- stefnunni, „apartheit", og því hefúr honum verið meinað að ferðast um Suður-Afríku til að finna þar og ráða til sín söngvara og hljómlistarmenn. í sinn stað sendi hann því aðstoðarmenn sína þangað sem venju- lega ferðamenn og þeir söfnuðu ljóðum, sögum og brotum úr leikritum og rnöndl- uðu þessu síðan saman, með aðstoð Hilton Rosenthal sem hjálpaði Paul Simon með Graceland, þannig að úr urðu söngvarnir á nýju plötunni. í Jóhannesarborg réð Ros- enthal bestu hljómlistarmenn og söngvara og tók upp þeirra þátt, bakraddir og undir- leik, í hljóðveri þar í borg. Yfirvöld Suður-Afríku komust að þessu — „Verkefni sem þessu er ekki hægt að halda leyndu þar í landi,“ segir Harry. Og af því hann var hræddur um að upptakan yrði gerð upptæk þá Iét hann senda hana í snarheitum til Bandaríkjanna. Þar hóf hann að aðlaga tónlistina að vestrænum eyrum og bætti sinni einstöku rödd við upptökuna. í einu sérlega hrífandi lagi syngur Jennifer Warnes dúett með honum. “Um leið og ég heyrði þetta lag þá datt mér hún samstundis í hug.“ Mannúðarmál og listin hafa haldist í hendur hjá Harry Belafonte um Iangt skeið. Hann var einn af íyrstu lista- mönnunum sem kom því til leiðar að fólk úr skemmtanaiðnaðinum tók þátt í mann- réttindakröfúgöngum á sjötta áratugnum. Hann var jafnframt einn af ráðgjöfúm Martin Luther King og menningarráðgjafi fyrir Friðarhreyfinguna. Fyrir þessi störf sín hefur hann hlotið margar viðurkenn- ingar og kannski má segja að hápunktur starfs hans til þessa hafi verið undirbún- ingsvinnan sem hann vann fyrir „We are the World" herferðina 1985. „Ég aðskil ekki list mína frá félagsvitund minni eða pótlitískri hugsun. Segja má að þetta samtvinnist allt saman. í framtíðinni mun ég vinna að því sama og nú — aðeins betur. Og ég mun reyna að nota lífið skynsamlega." Þetta segir tónlistarmaðurinn og mann- vinurinn Harry Belafonte, en í hugum flestra er Harry þó aðallega ljúfi söngvar- inn ffá Jamaica sem syngur skemmtileg lög á borð við „Day-O" og ný plata með honurn ávallt tilhlökkunarefni. □ 64 VIKAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.