Vikan


Vikan - 20.04.1989, Page 21

Vikan - 20.04.1989, Page 21
Myndimar sem fylgja greininni tók Helga Laufey í Ástralíu. Myndin hér fyrir o£án sýnir Ástralíunegra við smíðar, en á myndinni til vinstri em uppábúnir frumbyggjar frá Nýju Gíneu. Hér til hliðar er svo mynd frá ströndinni nærri heimili Helgu Laufeyjar í Ástralíu. með stað. Þetta var að vissu leyti dreifbýli og margir þurftu að nota talstöð því vega- lengdirnar voru miklar. Ég gerði mér enga hugmynd um þennan stað áður en ég fór þangað en svo var ég bara ánægð þegar ég var komin á staðinn. í bænum sjálfum bjuggu um 8 þúsund manns og svo bjuggu um 6 þúsund manns á svæðinu í kring. Þarna var mikil bananarækt, sykurrækt og annar búskapur. - En var þarna enginn sauðfjárbúskapur? Manni dettur alltaf í hug sauðfé þegar rætt er um Ástralíu. Sauðfjárbúskapur var nær ströndinni og þar var einnig nautgriparækt og slíkt. — Hvernig var gróðurinn? Þarna var mikill gróður og mikið af pöddum, alveg ótrúlega mikið af pöddum. Það er mikið af alls konar dýralífi. Það eru þarna dýr, kengúruættar. Mikið af alls kon- ar fúglum og fallegum fiðrildum. Þarna eru líka krókódílar. Ég var einu sinni á leiðinni heim til mín og þurfti að fara yfir á og þá varð mér litið til hliðar og sá krókódíl. Ég æpti upp yfir sig, en þeim sem með mér voru, fannst lítið til koma eins og þetta væri ekkert mál. Ég held að á meðan ég var þarna úti hafi tveir menn orðið krókódíl- um að bráð. Fólki þarna úti finnst þetta FERÐALÖC5 8. TBL. 1989 VIKAN 21

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.