Vikan


Vikan - 20.04.1989, Page 39

Vikan - 20.04.1989, Page 39
BORM - þegar gert er upp á milli barna hefur vel launað starf og er í góðu hjóna- bandi. Eins og gerist oít þegar gert er upp á milli barna var það heilsuleysi systur hennar sem dró athygli foreldra Lilju frá henni. „Það eyðilagði líf systur minnar að vera í uppáhaldi. Sem barn fékk hún allt sem hún girntist. Enginn veitti henni nokkurn tíma mótspyrnu. Þetta er enginn undirbúningur undir tilfinningasambönd á fullorðinsárum. Hún getur einfaldlega ekki ráðið við aðstæður þar sem hinn aðilinn dýrkar hana ekki.“ Systir Lilju, sem giftist efnuðum manni, er nú skilin og er einstæð móðir sem á í erfiðleikum með að borga reikningana. Lilja fylgir settu mynstri, sem sést í könnun um það hvernig barn sem er mis- munað berst á móti. Hún er sammála því að hún hafi einsett sér að vinna hörðum höndum, að koma sér í gegn um háskól- ann og takast vel upp í vinnunni sem við- bragð við meðferðinni sem hún fékk heima hjá sér. Hún neitar því að hún hafi skemmst af þeirri reynslu. „Ég varð hlut- lausari og sjálfistæðari af reynslunni. Við fórum báðar í heimavistarskóla. Ég naut þess miklu meira en hún því hún átti erfitt með að fóta sig í veröld þar sem fólk dýrk- aði hana ekki.“ En meðferðin sem hún fékk hjá foreldr- unum angraði Lilju nægilega til þess að hún ræddi málið við móður sína. „Hún sagði bara að systir mín hefði þarfhast meiri umhyggju vegna heilsu sinnar og að hún hefði alltaf vitað að ég myndi spjara mig, sem var auðvitað rétt hjá henni.“ Bróðir Katrínar hafði heldur ekki gott af því að vera dekurbarnið. Katrín, sem á litla sjálfsmeðaumkvun til, segir að þótt upp- eldið hafi skilið eftir ör hjá henni, þá sé bróðir hennar ennþá verr farinn. Hann neytir eiturlyfja, lifir á foreldrum sínum og atvinnuleysisbótum, er ófær um að mynda tilfinningasambönd eða að flytja að heim- an. Sálffæðingurinn Glenn Wilson, sem starfar við Lundúnaháskóla, segir: „Sál- ffæðingar hafa fundið það út að eldra barn- ið bregst oft við með því að sveiflast milli ástar og haturs á foreldrum sínum. Það er eldra bamið sem hringir heim reglulega, sem fer oft heim til foreldranna, sem man eftir afmælum þeirra. Það er næstum því eins og það verði að halda sambandi, verði að minna sjálft sig á að þetta fólk sé raun- verulega foreldrar þess.“ Veikindi geta orsakað mismunun Eins og flestir ráðgjafar sem mæta sorg- legum afleiðingum mismununar á systkin- um álítur Wilson það óhjákvæmilegt að foreldrar séu vel á verði til að koma í veg Frh. á bls. 38

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.