Vikan


Vikan - 20.04.1989, Síða 57

Vikan - 20.04.1989, Síða 57
SMÁSAGAN Frh. af bls. 41 skeiðinni minni, byrjaði ég í óða önn að hlaða upp í opið á skotinu. Varla var ég búinn að leggja fyrstu röð- ina af steinunum, þegar ég tók eftir því að víma Fortunato var að minnka. Ég veitti því fyrst eftirtekt, er ég heyrði lágt angist- arvein innan úr skotinu. Það var ekki vein drukkins manns. Síðan var iöng þögn. Ég lauk við aðra röðina, þriðju og þá fjórðu. Þá heyrði ég að hann streittist af öllu afli við keðjuna. Þruskið stóð yflr í margar mínútur, og ég hætti vinnunni á meðan og settist niður á beinahrúguna tii að geta notið þess enn betur. Loks, þegar glamrið hætti, tók ég spaðann aftur og iauk við flmmta, sjötta og sjöunda fagið í einni lotu. Veggurinn náði mér nú hér um bif upp í herðar. Ég hætti aftur, héft bfysinu yflr veggnum, og það kastaði daufri glætu á þústina þar inni. Þá rak hann upp há, skerandi öskur, hvað eftir annað. Ég hörfaði undan, og eitt augnablik hikaði ég, skjálfandi af ótta. Ég dró sverð mitt úr slíðrum og tók að þreifa með því inn í skotið, en svo áttaði ég mig aftur og varð rólegur. Ég lagði höndina á þykka veggi hvelfinganna og var ánægður. Ég gekk aftur að veggnum og svaraði öskr- um hans eins og bergmál. Ég hjálpaði honum, ég hrópaði mikfu hærra en hann og kröftugar. Þá þagnaði hann að fokum. Nú var komið miðnætti, og verkið var brátt á enda. Ég hafði lokið við áttundu, níundu og tíundu röðina. Ég var langt kominn með hina elleftu og síðustu. Að- eins einum steini átti ég eftir að koma á sinn stað og múra fastan. Ég streittist við hann og kom honum skáhallt upp í opið. En nú kom lágur hlátur út úr skotinu, svo að það fór hrollur um mig. Síðan heyrðist ámátleg rödd, er ég átti bágt með að þekkja sem rödd hins göfuga Forunatos. — Ha, ha, ha! He, he, he! — Fyrirtaks brella! Ágætt spaug! Oft munum við hlæja að þessu heima í höllinni. Ha, ha, ha! Yfir glösunum. He, he, he! — Yfir glösunum af amontiilado! sagði é8- — Ha, ha, ha! — He, he, he! — Fyrirtakst brella! Ágætt spaug! En heldurðu að þau bíði ekki eftir okkur heima í höllinni, frú Fortunato og hin? Nú skulum við fara. — Já, sagði ég. — Nú skulum við fara. — Montresor, í guðanna bænum! — Já, sagði ég. — í guðanna bænum. Ég beið árangurslaust eftir svari. Ég varð óþolinmóður og kallaði: — Fortunato! Ekkert svar. Ég kallaði aftur: — Fortunato! Ennþá ekkert svar. Ég ýtti blysinu inn um opið og lét það detta niður fyrir innan. Eina svarið var bjölluhringing. Það fór hrollur um mig. — Það var svo hráslagalegt í hvelfingunum. Ég flýtti mér að ljúka við verkið. Ég ýtti síðasta steininum í rétta stöðu og múraði hann fastan. Ég hlóð beinunum upp með nýja veggnum. í hálfa öld hefir enginn hreyft við þeim. „In pace requiescat." Uppskrift að góðri salcamálasögu Vikan mœlir með Over My Dead Body Aðalleikararnir þrír eru mjög þekktir og hafa birst í mörgum kvikmyndum og sjón- varpsþáttum, auk leikhússins. Ef þú ert á leið til London og ætlar þér að fara í leikhús þá getum við hér á Vikunni mælt með leikritinu Over my dead body, sem nýlega var farið að sýna í Savoy leikhúsinu. Þetta er sakamálaleikrit í gam- ansömum tón þar sem margir þekktir leikarar eru í helstu hlutverkum. Leikritið er byggt á sögunni „The Murder i.eague" eftir bandaríska verðlaunahöfundinn Ro- bert L. Fish, en kvikmyndin Bullit var einn- ig byggð á bók eftir hann. Til gamans birt- um við nokkur atriði sem sumir segja að þurfi að vera í sakamálasögu til að hún teljist góð, reyndar er langt síðan þetta var skrifað og ýmislegt hefur breyst varðandi ritstíl og annað síðan. Hvort þessi atriði eiga við atburðarásina í leikritinu Over My Dead Body skal þó ósagt látið, en leikrit- inu mælum við með. Hvernig á góð sakamálasaga að vera? Glæpasögur og út frá þeim leikrit eða kvikmyndir hafa löngum verið Bretum hugleiknar og eru breskir kvensakamála- höfundar sérlega vel þekktir um allan heim, nægir þar að nefna Agatha Christie, P.J. James, Ruth Rendell, Dorothy Sayers, Margery Allingham og Ngaio Marsh. En hvernig eru góðar sakamálasögur dæmdar? Samkvæmt staðli sem Ronald A. Knox kom með í formála sínum að bók- inni „The Best Detective Stories of 1928“ gildir eftirfarandi: IGlæpamaðurinn verður að vera ein- • hver sem kemur snemma til sög- unnar, en lesandi má ekki geta séð inn í hugskot hans. 2 • Allt yfirnáttúrulegt er bannað. 3Ekki má vera meira en eitt falið her- • bergi eða leynigöng. 4Ekkert óþekkt eitur má vera notað, • né vopn sem þurfa langra og flók- inna skýrninga við. 5 • Enginn Kínverji má vera í sögunni. 6Leynilögreglumaðurinn má ekki • slysast til að finna réttu lausnina, né má hann hafa hana á tilfinningunni af óút- skýranlegum ástæðum. 7LeynilögregIumaðurinn má ekki • sjálfur hafa framið glæpinn. 8Leynilögreglumaðurinn má ekki • finna sönnunargögn sem ekki hafa áður eða jafhframt verið kynnt lesandan- um. 9Heimski vinur leynilögreglumanns- • ins, Watsoninn, má ekki leyna neinum hugsunum sem fara í gegnum huga hans; greind hans verður að vera ör- iítið - aðeins örlítið - fyrir neðan greind hins almenna lesanda. 'í /~V Tvíburar, og tvífarar, mega ekki A Vf • birtast nema lesandinn hafi ver- ið búinn undir það. LEIKLI5T 8. TBL. 1989 VIKAN 55

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.