Vikan


Vikan - 20.04.1989, Síða 62

Vikan - 20.04.1989, Síða 62
SKAFTARELDAHRAUN UTIVERA M 1 Fil 1 j | f Á 1 1 * J ]7j 1 b n»ái H ^|7j 60 VIKAN 8. TBL.1989 andi hrauni. Næstu vikur -æddi hraunið yflr sveitirnar og eyddi bæjum. í júlí tók mjög að draga úr gosinu í sprung- unni vestan Laka þótt það héldist fram í september. Hinn 29. júlí hófst gos í norðausturhluta sprungunnar, milli Laka og Síðujökuls. Hraunið kom fram úr gljúfri Hverfisfljóts 7. ágúst. Síðasta eldkastið kom ffam úr gljúfri Hverfisfljóts dagana 25.-29. okt. Gosinu í Lakagígum er tal- ið hafa lokið 7. feb. 1784, en þá sáust þar síðast eldar. Skaft- áreldum var þar með lokið. Skaftáreldar ollu miklum TEXTI OG MYNDIR: BJÖRN HRÓARSSON JARÐFRÆÐINGUR Milli Kirkjubæjar- klausturs og Kúða- fljóts í V-Skafta- fellssýslu liggur hringvegurinn að hluta til á hrauni því er upp kom í Skaft- áreldum. Nokkru austar liggur vegurinn aftur yfir Eldhraun, um 8 km leið. Þegar þessa ógn- ar hraunbreiðu ber fyrir augu reikar hugurinn gjarnan um 200 ár aftur í tímann er Móðu- harðindin geisuðu, en hraunið og móðan eiga bæði rætur að rekja til Lakagíga. Lakagígar eru á tæplega 25 km langri gossprungu, sem stefhir norðvestur af Síðujökli í 500—600 metra hæð yfir sjó. Syðstu gígarnir eru norðan fellsins Hnútu (560 m y.s.) og liggja þaðan til norðausturs að Síðujökli. Það var 8. júní árið 1783 að Skaftáreldar hófust og gaus þá suðvesturhluti gossprungunn- ar. Á fimmta degi gossins, 12. júní, byltist hraunið ffam úr Skaftárgljúffi við Skaftárdal og breiddist þar út. Á níunda degi gossins, 16. júní, kom ógnar- legur eldgangur ffam úr Skaft- árgljúfri og gljúffið, sem var 100—200 m djúpt og 30-40 km langt, var barmfullt af gló- landspjöllum og tjóni í eld- sveitunum eins og alkunna er. Fjórtán hjáleigur og 47 jarðir fóru í eyði um lengri eða skemmri tíma. Fólk varð fæst í eldsveitunum árið 1785. Þá voru íbúar sveitanna 486, að- eins 37 hundraðshlutar þeirra sem þar bjuggu fyrir Skaftár- elda. Með sumri 1785 má segja að Móðuharðindunum létti eftir tveggja ára hallæri. Tók þá fólki að fjölga og jarðir að byggjast á ný. Eftir stendur hraunið, 656 ferkílómetrar og 12 rúmkíló- metrar að stærð, (þ.e. 12 ten- ingar þar sem hver og einn er 1 km á hvern kant). Hraun- flæmið og eldstöðvarnar eru skemmtilegt svæði til útiveru og náttúruskoðunar. Til Lakagíga má aka. Er þá farið fram hjá Hunkubökkum, sem er einn þeirra bæja er fluttir voru af jafnsléttu upp í fjallshlíðina eftir Skaftárelda, þaðan til hægri upp með Fjaðr- árgljúfri og áffam norður til Laka. Laki er móbergsfjall frá ísöld. eldsprungan gengur gegnum fjallið og ber það þess greinileg merki. Þó ekki sé annað gert en að rölta á Laka og horfa yfir gosstöðvarnar er það vel ferðarinnar virði. Einn- ig er gaman að ganga um hrauntraðirnar og gosstöðv- arnar er gáfu frá sér þetta mesta hraun er runnið hefur á jörðinni á sögulegum tíma.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.