Vikan


Vikan - 20.04.1989, Side 68

Vikan - 20.04.1989, Side 68
5TJ0RMUMERKI 1 1 FYRRI HLUTI: Þannig er nautið • • ryggi er nautinu nauðsynlegt, ekki aðeins fjarhagslegt heldur líka innra öryggi. Þessi mikilvægi þáttur í eðli nautsins kemur aðallega íram við óæskilegar breytingar eða þegar hjónabandið fer út um þúftir og það leitast við að lifa reglubundnu lífi. Þetta gengur svo langt að nautið reynir að finna öryggi í hvers- dagslegum hlutum og vill ekki skilja við sig gamlan og slitinn jakka og konan í nautsmerkinu breytir ógjarnan um augn- skugga og lífið getur liðið án þess að nautið taki eftir að það fylgir enn gömlum siðum og venjur frá því á unga aldri sem vel hefðu mátt breytast. Naut- ið er oftlega og með réttu sak- að um að vera gamaldags. Nautið er ábyggilegt en verður að fá að vita í tíma, ef óskað er eftir aðstoð þess, því það verður órólegt ef breyt- ingar standa fyrir dyrum. Naut- ið þarf að fá tíma til þess að venjast nýjum hugmyndum eða breytingum á daglegum venjum. Sé nautið beðið um að gæta barna kvöld og kvöld þarf það tíma til að venjast til- hugsuninni og því hvernig þetta nýja verkefni fellur að lífemunstrinu. Það er nauðsyn- legt að nautið fái að vita, að það getur þrátt fyrir barna- gæsluna fengið að horfa á upp- áhaldssjónvarpsþáttinn sinn. Nautið mætir á réttum tíma og foreldramir geta yfirgefið heimilið fullvissir um að barn- ið er í öruggum höndum. Að eiga þann sem maður elskar Stærsti galli nautsins er þörf- in fýrir að eiga, en hún stendur í beinu sambandi við öryggis- þörfina. Þeim mun meira sem nautið á þeim mun sterkari verður öryggistilfinningin. Þessi tilfinning verkar sem nokkurs konar stuðpúði gegn órólegu umhverfi. Nautið lítur þó aflt of off á makann sem sína eign og á erfitt með að gera sér grein fýrir því að hann þarf á meira frelsi að halda en nautið vill véíta. Þess vegna verður nautið að gera sér grein fýrir því að hver og einn vill fá að ráða lífi sínu sjálfur. Nautið skortir aðlögunar- hæfileika og hægð þess veldur því að mörgum, sem eru hress- ari í anda, finnst það leiðinlegt. Á hinn bóginn er nautið vin- gjarnlegt og jafnvel töffandi en hefiir tilneigingu til að vera sannkallaður nautnaseggur. Nautið er góður gestgjafi en leggur meiri áherslu á matinn en samræðurnar í matarboð- unum. Nautið verður að fá að lulla gegnum líflð á sínum eigin hraða. Það er vanafast en van- inn er bundinn hagnýtum hlutum. Nautið eyðir ekki kröftunum i ónauðsynlegar hreyfmgar. Heima hjá sér hef- ur það komið uppáhalds- hlutunum sínum fyrir í seiling- arfjarlægð, svo það geti náð til þeirra úr uppáhaldsstólnum. Viðskiptavitid kemur fljótt í Ijós Nautið hefur vit á viðskipt- um og fer að nota vasapening- ana á viturlegan hátt strax sem barn. Það er afbragðsgóður félagi vegna þess hve gott vit það hefur á fjármálum og naut- ið getur stjórnað félögum sín- um sem stundum hættir til að leggja út í vafasöm viðskipti, sem geta leitt til þess að fyrir- tæki þeirra lenda í fjárhags- örðugleikum. Nautið ætti að annast fjármálin, en þeir sem minna vit hafa á þeim ættu að virða dómgreind þess við samningagerð hverju sinni. Sálrænt jafnvægi Nautið hugsar sig vel um og flanar ekki að neinu né heldur lætur það neyða sig til að taka ákvörðun. Það hefur ótrúlega gott minni og gleymir seint því sem það hefur einu sinni lært. Það verður þó að læra alla hluti hægt og rólega og kemst á þann hátt hjá að lenda í tíma- þröng. Nóttina fyrir próf getur nautið sofið rólega og þarf ekki að sitja og lesa fram á síð- asta augnablik. Það nær árangri þótt það fari sér hægt og veit að það mun geta svarað próf- spurningunum án nokkurs taugaóstyrks. Hrúturinn 21. mars - 19. apríl Heimilisl ífið verður ósköp hversdagslegt, þó þar eigi sér stað nokkur breyting. Fraendi þinn óskar aðstoðar þinnar varð- andi skriftir. Leggðu ekki út í nein meiriháttar viðskipti. Krabbinn 22. júní - 22. júlí “ Þú hefur endurnýjað áhuga þinn á vissu máli, en farðu samt varlega í sakirnar. Þú ættir að hafa betra auga með félaga þínum, hann er ekki nægilega traustur. Talan fimm getur skipt miklu máli. Vogin 23. sept. - 23. okt. Mikil skemmtilegheit sem standa í sambandi við flutninga. Þú færð afar traustan hjálparmann. Þú verður að sætta þig við gerðir ákveðinnar per- sónu, ef þú vilt halda friðinn. Steingeitin 22. des. - 19. janúar Missætti á vinnustað leggst illa í þig. Óvænt heimsókn kemur þér í betra skap. Lítt kunn persóna gefur þér hollar ábend- ingar. Þú verður heppin(n) á mið- vikudaginn. Rauður litur er til heilla. Nautið 20. apríl - 20. maí A vinnustað verður nokk- ur breyting á starfsliði, til mikilla bóta. Notaðu frítímann til að laga til í kringum þig og kippa í lag því sem hefur verið trassað. Þú eyðir töluverðu fé. Ljónið 23. júlí - 22. ágúst Breytingar verða á hög- um þínum, sem þú ert ekki ánægð(ur) með. Þú neyðist til að láta í minni pokann í ákveðnu máli eða bera sigur af hólmi, en það þýðir um leið mikil fjárútlát. Sporðdrekinn 24. okt. - 21. nóv. Þó þú hafir vel unnið og eigir hrós skilið, þá vita samt fáir hve mikið þú hefur á þig lagt og því skaltu láta lítið á þér bera. Þú eignast nýja safngripi. Þér er boðið í leikhús. Vatnsberinn 20. janúar - 18. febrúar Miklar breytingar á vinnustað eru í undirbúningi. Þú skalt reyna að hitta kunningjana og rifja upp gamla vináttu. Á heimilinu ríkir mikil ánægja vegna nýfengis hlutar. Tvíburarnir 21. maí - 21. júní Þú vanrækir verkefni sem innan skamms mun koma þér illa. Þú hefur gott af að vera gagnrýnni á eigin störf. Þér berst bréf í hendur sem kostar þig mikla snúninga og amstur. tMeyjan 24. ágúst - 23. sept. Þú hefur lengi beðið eftir ákveðnu bréfi, en þegar það loksins kemur er hætta á að þú verðir litlu nær. Þó þú sért mikið ein(n) skaltu ekki flana að neinu í kunningjavali. Þú ferð í langferð. Bogmaðurinn 22. nóv. - 21. des. Þér finnst ekki mikil ástæða til bjartsýni, en brátt verð- ur svo. Þú gerir sérlega góð kaup, kemst af með helmingi minni fjárhæð en þú hafðir áætlað. Þú færð skrýtin skilaboð. Fiskar 19. febrúar - 20. mars Það er fremur rólegt hjá þér núna, en það stendur ekki lengi. Ef þú hugsar ekki of mikið um ytra útlit hlutanna, líður þér mjög vel. Þú lest áhrifamikla bók. 66 VIKAN 8. TBL. 1989 5TJORMU5PA

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.