Vikan


Vikan - 01.06.1989, Page 6

Vikan - 01.06.1989, Page 6
TI5KA Mike saumar á fegurðardísirnar Brynja Nordquist í kaffllitum blúndukjól með rjómalitum slóða skreyttum perlum. Myndin á næstu síðu sýnlr okkur Ingibjörgu Hannesdóttur í „fíðrildakjólnumu úr handmáluðu flaueli. r.ínið er úr Seymu, hannað af Svisslendingnum Jakob Schleipfer. Skartgripimir sem hún ber eru frá versluninni „Hygea" við Laugaveg og Austurstræti. Á innfelldu myndinni hér fyrir ofan sést Mike með þrem disum i kjólum sem hann hefur saumað. Þær eru Katý í World Class, Linda Pét- ursdóttir og Gróa Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri Fegurðarsamkeppninnar. Öllum var stúlkun- um greitt „Hjá Dúdda“. TEXTI: ÞÓRDlS BACHMANN LJÓSM.: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON Mikael Franklínsson er 26 ára gamall Suður-Afríkumaður sem hefúr búið á íslandi í eitt og hálft ár. Hann hefúr unnið sjálístætt við fatahönnun síðan á síðasta ári og virðist nú vera að fa verðskuldaða umbun fyrir magra tímann — hann var beðinn að hanna og sauma kjóla á þrjár vandlátar og áber- andi konur fyrir krýninguna á Ungfrú ís- landi á dögunum — þær Lindu Pétursdótt- ur alheimsfegurðardrottningu, Gróu Ás- geirsdóttur, framkvæmdastjóra keppninn- ar, og Katý Hafsteins í World Class, sem þjálfar stúlkurnar í keppninni. Mikael er mjög opinn um menn og mál- efrii og hefur ekkert á móti því að segja okkur að ástæðan fyrir hingaðkomu hans hafi verið sú að hann hafi hitt ungan ís- lending í Amsterdam, þar sem Mike starf- aði sem fatafella. Þeir urðu ástfangnir og hafa nú búið sér fallegt heimili í miðbæ Reykjavíkur. Þar hittumst við og spjöllum saman. Mike túlkar þjóðarsálina á þann hátt að hún sé eins og gjósandi eldfjall — hrá orka sem leyst hefúr úr læðingi en fólk viti ekki hvað það eigi að gera við. Hann tengir drykkju„siði“ íslendinga þessu og bætir við að hann hafi upplifað hér á landi að sjá drukkna konu í fyrsta sinn. Mike drekkur ekki og hann hefúr tekið eftir því að fólk er öðruvísi viðmóts á kvöldin en á daginn. Kvöldviðmótið er miklu alúðlegra en um leið og birtir af degi fer fasið allt að verða kuldalegra. Honum finnast mannleg samskipti erfið hér á landi að ekki sé minnst á verðlagið sem honum finnst „crazy“. Þó segir hann að ísland sé „sálarþjóð" - hér sé mikið um tilfinningafólk og jafhvel þó sumu þeirra líði illa og sé mjög lokað sé ótrúlegt lista- fólk hér og ótrúleg fegurð. Mike hefúr orðið var við mikla fordóma fólks í garð Suður-Afríku. Hann ólst upp í Jóhannesarborg hjá skoskri ömmu sinni og gekk þar í ríkisrekinn skóla fýrir hvít börn eingöngu. Hann hafði svarta fóstru sem kenndi honum mikið af sögu svarta mannsins — dulfræði hans, munnmæli og söngva. Mike finnst fáránlegt að stjórnmálafólk hins vestræna heims skuli vera að ráðskast með málefni Afríku án þess að reyna að setja sig inn I hugsanagang svarta mannsins. „Eitthvað þarf að gera og það fljótlega, fyrir svarta manninn en stjórnmálafólk Vesturlanda situr bara í sínum konunglegu stúkum á víð og dreif um Evrópu og Bandaríkin og gaggar um Afríku. Hvernig væri að það stæði upp af stólunum og færi þangað og gerði eitthvað jákvætt? Því ekki að fara og ræða málin? Því ekki að líta á hvað er að gerast?" Flokkur Nelsons Mandela hefúr ekki 6 VIKAN 11.TBL.1989

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.