Vikan


Vikan - 01.06.1989, Side 12

Vikan - 01.06.1989, Side 12
HEIL5A á móti olíum og feiti. Þetta er látið krauma þangað til það er orðið nógu þykkt til að nota í áburð. Þessi efhi eru síðan síuð. Því miður verða við það mikið af nothæfum efhum efitir í síunni, sem ekki er hægt að ná og því nýtast jurtirnar ekki sem skyldi. Þess vegna þarf mikið magn af jurtum í þennan tilbúning. Þær jurtir, sem fara í inntökulaganirnar eru mikið drýgri. Eru til grasameðul við öllum sjúk- dómum? Það held ég, að minnsta kosti við flestum. Það skiptir þó miklu máli að fólk reyni að beita fýrirbyggjandi aðgerðum, m.a. með grösum til að halda heilsu sem lengst, en ekki bara að leita lækninga þeg- ar eitthvað hefur farið úrskeiðis því miður. Tekur fólk oft á tíðum ekki við sér, fyrr en það er við það að missa heilsuna og fer þá að leita sér lækninga. Það þarf að vera vakandi fýrir því sem líkami þeirra þarfhast. Nú eru margir nýir sjúkdómar komnir Cram á sjónvarsviðið, eins og t.d. alnæmi. Hefur grasafræðin ráð gegn þeim? Þetta er alveg ágæt spurning. Við höfum því miður ekkert á takteinum gegn þess- um sjúkdómum beint, en það sem við get- um gert, er að byggja upp, þá hluta Iíkam- ans, sem eru heilir og hjálpa þeim til að vinna á móti því sem aflaga hefur farið og því sem er að brjóta hann niður. Þetta er því algerlega óplægður akur, en við bíðum spennt eftir því að reyna að hjálpa þessu fólki. Eru sumir sjúkdómar sem þú fæst við, algengari en aðrir? Fólk leitar mjög mikið til mín í sam- bandi við krabbamein, gigt og jafnvel kransæðastíflu. Þetta eru þeir sjúkdómar, sem mér finnst vera mest áberandi hjá mér í dag. Ofnæmi er einnig orðið mjög algengt og hefur fólk ofnæmi fyrir ólíkleg- ustu hlutum. Mér hefur sem betur fer oft tekist vel á því sviði, en í þeim tilfellum, þar sem fólk hefur bókstaflega ofhæmi fyr- ir öllu, er illt í efhi. Hefur fólk fengið bata við sjúkdóm- um eins og krabbameini? Fólk sem hefúr verið á lyfjum eða í geislum, hefur fengið grasameðul hjá mér til að byggja upp þrótt, standast meðferð- ina og þá jafhvel að vinna gegn meininu. Hef ég séð góðan árangur í því sambandi. Ég get einbeitt mér að blóðinu, til að byggja það upp og hjálpa því að standast ágang læknismeðferðarinnar, en hún er frumudrepandi, og hefur það markið að drepa sjúku ffumurnar, en hún drepur því miður oft þær heilbrigðu í leiðinni. Það er þessu fólki ásamt fleirum, sem við erum að reyna að hjálpa með okkar að- ferðum og gera því kleyft, að vinna gegn sínum sjúkdómum. Síðasta tilfellið, sem við höfðum af þess- um toga, var danskur maður sem býr í Danmörku. Eftir að hafa verið rannsakað- ur, var ekki talið ráðlegt að láta hann gang- ast undir uppskurð. Þar sem sjúklingurinn neitaði hefðbundinni meðferð gegn sjúk- dómnum, sem var krabbameinsæxli í lungum, hafði heilsugæslulæknirinn þar, ráðlagt honum að taka lyf úr íslenskum jurtum. Það gerði hann. Eftir að hann hafði not- að þau íslensku grasalyf, sem við sendum honum, kom í Ijós að æxlið hafði minnkað og afmarkast þannig að læknarnir treystu honum í aðgerð, til að fjarlægja æxlið. Það síðasta sem við fféttum af þessum sjúkl- ingi var að læknarnir voru yfir sig ánægðir, svo maður tali ekki um sjúklinginn, með þann árangur, sem náðst hafði. Við höfúm fengið góðar kveðjur ffá honum, æ síðan. Láta sumir sjúkdómar, frekar undan grösum en hefðbundnum lyfjum? Ég vil ekki fara út í neinn samanburð á því, en eitt veit ég að bati fæst í langflest- um tilfellum, við mjög mörgum sjúkdóm- um, séu grösin notuð. Það er mín reynsla í gegnum árin. ■ „Ef fólk er nógu ákveðið og tekur grasalyfin í einum kúr, — en ekki aðeins eina flösku og segir svo: „Þetta bar engan árangur“, - þá getur það vænst þess að ná bata.“ ■ „Grösin hjálpa vel við hverskonar sleni og slappleika, vegna alls þess fjölda fjörefna, sem þau innihalda.“ Ef fólk er nógu ákveðið og tekur grasa- lyfin í einum kúr - en ekki aðeins eina flösku og segir svo: „Þetta bar engan árangur" — þá getur það vænst þess að ná bata. Fólk þarf bara að vera staðfast, því ár- angurinn kemur oftast nær ekki samstund- is, þó það hafi komið fýrir. Það gildir fýrir grasameðulin eins og önnur lyf, t.d. penc- illinið, að það þýðir ekki að taka það í tvo daga og hætta svo. Hvað er það sem gerir grösin sér- stök fram yfir önnur lyf? Þegar maður notar jurtina alla, með öll- um hennar eiginleikum, þá eru mörg efni í henni, sem bæta hvert annað upp. Fyrir utan virku lækningarefnin eru vítamín og steinefhi ásamt mörgum öðrum efnum, sem hafa mjög mikinn græðandi mátt. Sem dæmi má nefna, að fólk hefúr oft komið til mín, þegar illa hefúr gengið að koma lífi þess í eðlilegt horf með venju- legum lyfjum og hafa þá jurtalyfin hjálpað til við að byggja það upp. Ég hef séð mörg dæmi þess. Grösin hjálpa einnig vel við hverskonar sleni og slappleika, vegna alls þess fjölda fjörefna, sem þau innihalda. Eru það aðeins alvarleglr sjúkdóm- ar sem þú faest við, eða getur fólk fengið eitthvað hjá þér við því sem hrjáir það dags daglega? Þegar eitthvað minna er að, hef ég oft hjálpað fólki til að skipuleggja hvað það eigi að gera. Stundum getur það jafnvel verið með aðstoð grasanna. Meirihluti þeirra, sem leita til mín eru með alvarlega sjúkdóma. Þegar um slík tilfelli er að ræða, þarf að taka hlutina alvarlegar og verður fólk þá að fylgja alveg ákveðnum reglum, taka grasameðulin daglega, jafnvel oft á dag. Það var t.d kona hjá mér sem var með mikinn bjúg og hafði verið að reyna lyf, þar sem bjúgurinn hafði eitthvað minnkað, en komið aftur. Eftir að hafa tek- ið inn grasameðul í frekar stuttan tíma hafði bjúgurinn runnið af henni, sem nam tíu kílóum. Mikið af grösum eru til við lifrar- og nýrnasjúkdómum. Ég get nefnt þér dæmi af sjálfri mér. Þegar ég var ung, varð ég mjög slæm í nýrunum, eiginlega fárveik, en það tók mig stuttan tíma að jafna mig, eftir að faðir minn hafði gefið mér lyf úr þeim jurtum, sem ætlaðar eru til að lækna nýrnasjúkdóma og hef ég aldrei kennt mér meins í nýrunum eftir það. Ég hef séð mikinn árangur af þeim inn- tökum sem ætlaðar eru fyrir innkirtlasjúk- dóma og minnist ég margra yndislegra dæma um það. Eru margir sem leita til þín? Já, það eru margir, en ég er nú að hætta. Börnin mín eru þó að reyna, að taka við þessu. Ég verð til staðar og hægt er að leita til mín ef á þarf að halda. Frá því að þau gátu hafa þau alltaf verið í þessu með mér. Getur þú nefnt mér dæmi um ein- hverja, sem hafa fengið lækningu á eftirminnilegan hátt með þinni hjálp? Já ég gæti það. Það eru dásamlegar minningar tengdar því og hafa gfefið mér kraft til að starfa við þetta. Margt af þessu fólki er nú mtnir bestu vinir og á ég því erfitt með að gefa þér dæmi. Ég man þó eftir einni konu, sem var mjög illa haldin í munni, sem var eitt sár. Hún hafði ekki getað borðað neitt í langan tíma og hafði verið á lyfjum við þessu. Þetta er sjúkdómur, sem mjög erfitt er að lækna. Hún fékk inntöku hjá mér og það merki- lega gerðist, að hún varð góð á stuttum tíma og þótti það mjög athyglisvert. Önnur kona kom eitt sinn til mín og hafði hún þjáðst lengi af mjög miklum kláða á brjóstkassa. Nú var kláðinn að færa sig upp eftir hálsinum og uppí andlitið og var hún mjög áhyggjufull út af því. Hún klóraði sér næstum viðstöðulaust og getur maður ímyndað sér, hvernig húðin varð af því. Strax eftir að hún var búin að gefa mér lýsingu á þessu og sýna mér staðina, kem- ur í huga minn hvað ég skuli láta hana hafa, bið hana að fara ekki strax í blúss- una og hinkra við, því ég ætli að fara niður og athuga hvort ég eigi ekki eitthvað smyrsl við þessu. Þar sem til eru mjög margar gerðir af smyrslum var ég ekki viss 12 VIKAN 11. TBL 1989

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.