Vikan


Vikan - 01.06.1989, Qupperneq 17

Vikan - 01.06.1989, Qupperneq 17
VIÐTAL íkina og myndlistina í starfi. Ég hélt til Englands og tók próf í leiktjaldamálun í University of London, með listmálun sem aukafag. Þetta var góður tími og svo skemmtilega vildi til að ég var þrisvar beð- inn um að spila og syngja lög eftir mig í BBC. Þetta var dagskrá BBC sem útvarpað var í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi og heyrðist einnig hér heima.“ Eftir heimkomuna fékk hann vinnu í Þjóðleikhúsinu þar sem hann vann í eitt ár en hætti og flutti til Svíþjóðar. Þar starfaði hann hjá óperunni í Stokkhólmi við Ieik- tjaldamálun í rúmt ár. Fjölmargar málverkasýningar En nótnaborð léreftsins varð leiktjalda- málningunni yfirsterkari. Með pensil í hönd sitjandi eða standandi við málverka- trönur hefur Sigfús málað út um allt land. Hann hefúr tekið þátt í mörgum samsýn- ingum og sjálfur haldið margar einkasýn- ingar. „Ég hef fengist við alls kyns myndlist. Málað andlitsmyndir, mannlíf, móður jörð, hús og heilu þorpin. Ég hef haft mjög gam- an af að mála gömul hús. Þau hafa heillað mig, það er mikil sál í þeim. Með myndlist- inni hef ég séð höfúðborgina og kaupstað- ina úti á landsbyggðinni í allt öðru ljósi en ella.“ í gegnum tíðina hefúr hann unnið með mörgum listamönnum, eins og Tómasi Guðmundssyni skáldi, Guðmundi Guð- jónssyni söngvara, leikurunum Alffeð Andréssyni, Jóni Aðils, Brynjólfl Jóhannes- syni, Emelíu Jónasdóttur, Áróru Halldórs- dóttur, Nínu Sveinsdóttur, SoflSu Karls- dóttur og Höskuldi Skagfjörð, svo nokkrir séu nefndir. Og nú síðast hefur hann unn- ið með þeim Elínu Sigurvinsdóttur og Friðbirni G. Jónssyni söngvurum. Trylltasti hlátur sem ég hef heyrt „Með leikurunum fór ég mikið út á land til að spila og skemmta. Þetta voru ánægju- legar og góðar ferðir. Og stundum gat ver- ið glæffalegt að troða upp í þessum litlu húsum úti á landi. Eitt sinn var ég með Alfreð Andréssyni og Jóni Aðils. Flokkur- inn nefhdist Útvarp AA. Jón sat við borðið, ég spilaði og Alffeð söng. Það var troðfúllt hús og eina lýsingin var ffá olíulömpum. Nema hvað Alfreð fór aftur á bak í einu atriðinu og rak höfuðið harkalega á olíu- lampa þannig að olían lak niður og það kviknaði í. Okkur tókst að slökkva eldinn. En viðbrögð áhorfenda voru svo skjót að einn af fremsta bekk stökk strax upp á sviðið og kastaði olíulampanum út um gluggann. Á eftir braust út hlátursgusa. í henni var feginleiki því þetta var einhver trylltasti hlátur sem ég hef nokkru sinni orðið vitni að.“ Gullflugan er meistaraverk Sigfús segir að sér þyki óskaplega vænt um þá viðurkenningu sem hann fékk frá Sigfus virðir fyrir sér útsýnið yfir fsafjörð og gerir sig líklegan til að fara að mála það sem fyrir augu ber. Sigfus varð íslandsmeistari í knattspymu í þriðja flokki með Val á sínum yngri árum. Hér sjást meistaramir. Sigfus er lengst til vinstri í ffemstu röð. aðstandendum keppninnar um Landslagið á dögunum. „Mér þótti ákaflega vænt um þessa viðurkenningu ekki síst þegar ég sá þessa litlu flugu úr gulli sitjandi á fjöður. Þetta er dásamlega vel gert af Sigurði Steinþórs- syni gullsmið og fallegri smíði hef ég vart séð. Þetta er húsfluga og í augunum á henni eru demantar, allir kantaðir og ná- kvæmnin er svo mikil að það sést í æðarn- ar í vængjunum. Þetta er meistarasmíð þar sem einlægni og natni skín úr vinnu- brögðunum. Ég get ekki annað en tekið djúpt í árinni í lýsingu minni, slíkur kjör- gripur er þessi litla fluga." Hljómplata fyrir sjötugt Þrátt fýrir að Sigfús hafi samið hátt á annað hundrað dægur- og sönglaga, gefið út margar hljómplötur á ferlinum og hald- ið ótal málverkasýningar, eigi rúmt ár í LJÓSM.: MAGNÚS REYNIR JÓNSSON Skrautfjöðrin. „Fallegri smíði hef ég vart séð,“ segir Sigfus. sjötugt, er fjarri því að hann sé sestur í helgan stein. Hann tekur daginn snemma með því að synda í Sundhöll Reykjavíkur, málverkasýning er í bígerð og enn semur hann Iög. „Ég á nóg til af lögum og verð illa svik- inn komi ekki plata fýrir sjötugt." ll.TBL. 1989 VIKAN 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.