Vikan


Vikan - 01.06.1989, Page 24

Vikan - 01.06.1989, Page 24
Pierre Cardin á veitingastaðnum heimsfræga, Maxim’s, sem hann keypti fyrir fáeinum árum. Frh. af bls. 22 Edmond Rostand upp á hversu vel heíur tekist upp með Cyrano de Bergerac. Misklíð kemur upp innan fjölskyld- unnar árið 1898 og næstum án þess að nokkur veiti því mikla eítirtekt þá uppgötva hjónin Pierre og Marie Curie radíum. Fyrstu 455 ökuskírteinin eru gefin út af iögreglunni í París árið 1899 og á Variétés er leikritið „La Dame de chez Maxim’s" leikið við feikilegar vinsæidir. Cornuche og Chau- veau taka að sér að gera breyt- ingar á staðnum og koma hon- um í það útlit sem hann er í nú. Kostnaðurinn var 295.897 gullfrankar og fyrir það verð fékkst hinn frægi núðlustíli, mahoní og speglar í útflúruð- um römmum. Heimssýningin mikla I París 1900 Árið 1900 varð Maxim’s heimsfrægur. Heimssýningin í París dró til sín ofgnótt af suð- ur-amerískum milljónerum. Á fyrsta ári nýrrar aldar var Maxim’s talin perla Parísar, la Belle Epoque. Menn eins og Edward VII, sem þá var Prins- inn af Wales, Óskar konungur Svíþjóðar, Leopold Belgíukon- ungur eyddu þar ógrynni fjár í slagtogi við fegurstu og vinsæi- ustu konur Parísar. Eiginkonur Parísar líta á Maxim’s sem hlið helvítis, enda blandast þar náið saman við kampavíns- fljóðið: gáfúr, pólitík, slúður og fjörugar veislur, og undir hljóma ljúfir fiðlutónar. Konurnar losna við lífstykkiii Hvað er það sem dregur? Sérstakur lífsstíll, sem stund- um blandaðist því að fá sér gott að borða. Á nýárskvöld 1906 var boðið upp á 12-rétta matseðil fýrir 50 ffanka. Á næsta ári logar allt í óeirðum að nýju. Veitingaþjónar fara í verkfall vegna þess að þeir mega ekki lengur vera með yfirskegg í vinnunni. En í hinni fjörugu París er frétt ársins eig- endaskiptin á Maxim’s; Bret- arnir taka yfir, en það eina sem þeir breyta er nafnið, sem nú er: Maxim’s Limited. Paul Poir- et, einn af fastagestum Maxim’s, leysir konurnar und- an oki lífstykkisins þegar hann breytir kventískunni árið 1909. 1910: Gestirnir breytast Tímarnir eru að breytast og árið 1910 koma gestirnir á Maxim’s hvaðanæva úr þjóð- félaginu. Hefðarmenn, menn úr iðnaðinum og íþróttamenn sitja þar hlið við hlið, enda stundum allt í senn; Bugatti, Voisin, Citroén og Renault. Með nýjum gestum koma nýir siðir; argentínski tangóinn tröllríður öllu á Rue Royale, en þetta ár missir Maxim’s sinn frægasta og litríkasta vin; Edward konungur VII deyr 7. apríl og George V verður kon- ungur. Árið 1914 lýsir Þýska- land yfir stríði á hendur Frakk- landi. Á árunum 1915—1918 verð- ur Maxim’s flugbar stríðshetj- anna, hvernig var líka hægt að neita mönnum sem gátu dáið næsta dag um inngöngu? Fyrri gestir eru horfnir og hafa drukknað eins og sá þjóð- félagshópur sem þeir voru hluti af. í stað daðurdrósanna fögru sem héldu til á Maxim’s eru nú komnar gieðikonur. Stríðið hefur tekið hræðilegan toll: 8.700.000 menn hafa dáið. Stutta tískan heldur innreið sína: Maxim’s I niðurníðslu Jazz heldur innreið sína og árið 1920 komast stuttir kjólar með belti á mjöðmunum í tísku, við þá eru notaðir kólf- laga hattar og hárgreiðslan er stutt og stráksleg. „Dömurnar" eru horfhar ffá Maxim’s og með þeim skrautlegt útlit fyrri tíma. Maxim’s er í niðurníðslu; niðurníðslu sem stendur yfir í 10 ár. Árið 1930 eru bresku eigendumir orðnir afar óró- legir, enda staðurinn nánast alltaf hálftómur. Annar þeirra reynir að selja, en enginn býð- ur í staðinn. Loks árið 1931 kaupir Octave Vaudable Maxim’s og það besta sem hann kemur með með sér er frábær vínkjallari sem hann átti, sem þó nægir ekki til að ná staðnum upp úr öldudaln- um því þetta ár er tapið 300.000 ffankar. Albert og föstudags- kvöld í kjól og hvítt Árið 1934 hefur Vaudabie fengið nóg og býður Maxim’s til sölu fýrir 1 milljón franka, en það gengur ekki. Aftur á móti kemur einn frægasti veit- ingamaður Parísar, Albert, til liðs við Maxim’s og hann lætur senda kort frá Maxim’s til allra Parísarbúa þar sem hann segist tilbúinn að taka á móti þeim ffá hádegi til dögunar. Mánuði síðar er fullt útúr dymm á Maxim’s. Maxim’s hefúr verið bjargað. Ári síðar er Maxim’s orðinn sá staður sem maður verður að hafa látið sjá sig á. Albert kom á „Föstudagskvöld í kjól og hvítt“ og losaði sig um leið við gömiu kúnnana. Klúbbur fyrir breska yfirforingja Albert stjórnaði Maxim’s eins og einræðisherra — og hann valdi inn. „Ég vissi að ég hafði náð toppnum," sagði frægur lögfræðingur, „þegar Albert kallaði á mig með nafni.“ Seinni heimsstyrjöldin hefst 3. september 1939 og það átti eftir að verða mesta ævintýri Maxim’s að staðurinn var í raun ensk eign með aðal- skrifetofu í London. Litið var á staðinn sem eign óvinanna á hernámsámnum og hann iát- inn í hendurnar á þýskumn- um. Við frelsunina var Max- im’s breytt í klúbb fyrir yfir- foringja breska hersins. Á með- an á stríðinu stóð hafði Louis Vaudable, sonur Octave, kom- ið 30.000 vínflöskum undan og faiið í Burgundy, þannig að þegar stríðinu lauk og Maxim’s var opnað gestum að nýju árið 1946, þá hófet starfsemin eins og ekkert hefði í skorist — troðfúllt var fýrsta daginn. Maxim’s kominn til að vera um ókomna framtíð Affur þurfti Albert að takast á við það að „hreinsa tii“ í hópi viðskiptavinanna. Stúlkurnar sem sóttu staðinn höfðu breyst afar mikið og árið 1948 bylti Christian Dior tískunni. Tíminn líður og breytist en Maxim’s heldur áfram að vera vegna þess að goðsögn er ódauðleg. Staður hinna forríku og ffægu. Hvað er Maxim’s? Er staðurinn leikhús, eða sokkinn kafbátur á hafsbotni? Sumir segja að Maxim’s sé og verði alltaf eins konar undarlegur felustaður, eins konar hof þar sem Parísarbúar dýrka fágun og glæsileika, sem núverandi eigandi, hinn þekkti Pierre Cardin, sér um að ekki falli á. (Byggt á samantekt Jean Mauduit." Ilmvötn sem eiga sér sögulegan bakgrunn Ilmvatnið Maxim’s de Paris er skapað í anda veit- ingastaðarins og þeirra kvenna sem þar hafa ætíð verið; fag- urra, þokkafullra kvenna. Flaskan minnir á innrétting- arnar á Maxim’s, sérstaklega á stóra spegilinn í borðsalnum. Kona sem notar Maxim’s er kona sem fellur í kramið á veit- ingastaðnum - eins og hún hafi alltaf átt þar heima... En hvað með herra Max- im’s? Þeir voru margir hverjir enn eftirminnilegri en konurn- ar og auðvitað verður að vera til ilmur fýrir herra Maxim’s: Maxim’s pour Homme eða Maxim’s fýrir herra. Rætur hans liggja í goðsögninni en um leið ber hann með sér nýja tíma sem höfða til allra ungra manna (á hvað aldri sem er) sem eru til í ýmislegt og ætla sér að komast langt. Þannig hafa Maxim’s mennirnir ætíð verið og þeir sækjast eftir Maxim’s konum... □ 24 VIKAN ll.TBL. 1989

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.