Vikan


Vikan - 01.06.1989, Page 26

Vikan - 01.06.1989, Page 26
, þegar þeir Nonni og Manni gáfii eiginhandaráritanir. Stelpuskarinn elti þá hvert sem þeir fóru, og augnaráðið leynlr víst engu. Nonni og Manni gerðu allt vHflaust í l>ýskalandi Aðdáendaskarinn elti þá hvert fótmál Allt tilbúið og aðeins beðið eftir merk- inu . auk þess sem komið er fyrir áhorfenda- bekkjum sem rúma um 6000 manns. Þar fara fram sýningar mörgum sinnum á dag. Á fimmtudags-, föstudags- og laugardags- kvöld eru auk þess skrautlegar kvöldsýn- ingar sem sérstaklega er selt inn á. Á sýn- ingunni í ár var uppselt inn á þær flestar löngu fýrirfram. Á sýningum þessum gefst áhorfendum kostur á að sjá allt það besta í reiðmennsku hvaðanæva úr heiminum — eins og frá Spáni, íslandi, Bandaríkjun- um, Rússlandi, Þýskalandi, Brasilíu og Hollandi. Óhætt er að segja að þarna sé aðeins boðið upp á glæsilegar sýningar, sem seint líða áhorfendum úr minni. Sýningin á íslensku gæðingunum hefúr löngum vakið feiknalega athygli og nú sem oft áður, var þetta vinsælasta atriðið á Equitana. Að þessu sinni var sýningin skreytt með því að láta þá Nonna og Manna kom þar fram, en þeir gerðu garð- inn frægan í Þýskalandi í samnefhdum sjónvarpsþáttum um síðustu jól. Þeir komu einnig fram á sérstökum sýn- Frh. á bls. 28 TEXTI OG MYNDIR: HJALTI JÓN SVEINSSON Móttöklur þær sem þeir félag- arnir Garðar Thor Cortes og Einar Örn Einarsson fengu á „heimssýningu hestanna," Eq- uitana, á dögunum, minnti helst á þær sem Bítlarnir fengu á fýrstu árum frægðar sinnar. Það ætlaði allt vitlaust að verða, og að því kom að skilrúmið á milli sjónvarps- stjarnanna og aðdáendanna varð undan að láta. Equitana er haldin í Essen í Vestur- Þýskalandi á tveggja ára fresti, að þessu sinni dagana 8.-16. apríl. Þarna koma fram flest þau hestakyn heims sem ein- hvers mega sín, svo og eru sýndir og fal- boðnir nær allir hlutir sem á einn eða ann- an hátt lúta að hestamennsku og hesta- haldi. Sýningarsvæðið tekur yfir einar 14 stórar sýningarhallir og endist fólki ekki dagurinn til að sjá nema örlítið brot af öllu sem stillt er upp. Einni höllinni er ávallt breytt í reiðhöll t 26 VIKAN 11. TBL. 1989

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.