Vikan


Vikan - 01.06.1989, Blaðsíða 29

Vikan - 01.06.1989, Blaðsíða 29
MONMI 0(5 MANNI Allt ætlaði beinlínis um koll að keyra þegar þeir Nonni og Manni birtust í höll- inni. Hestamaðurinn góðkunni, Reynir Aðal- steinsson var strákunum betri en enginn meðan á sýningunni stóð. Hér sjást þeir þrír bíða þess að komast inn á sviðið. Var ekki hægt að merkja neinn taugatitring hjá strákunum. Þrátt fyrir atganginn. Og það var einmitt eftir þessa sýningu sem aðdáendahópurinn varð svo atgangs- harður, að veggir brotnuðu og draga varð strákana út úr þvögunni. Þegar hér var komið sögu, voru stimpingamar við vegginn að hefjast. Þeir Garðar Thor og Einar Örn riðu salla- rólegir nokkra hringi og veifuðu brosandi til áhorfenda. Þeir buðu sannarlega af sér góðan þokka og voru hógværðin upp- máluð. Áður en strákarnir riðu út af vellin- um tilkynnti þulurinn að þeir myndu gefa þeim er áhuga hefðu áritaðar myndir í ís- lenska sýningarbásnum skömmu seinna. Að sýningu lokinni urðu strákarnir að forða sér á harðahlaupum undan aðdáend- unum sem höfðu beðið eftir þeim. Það kom þeim nú sem endranær vel að hafa feður sína með, því enginn gerir sér grein fyrir í hvaða raunum þessir ungu menn stóðu þessa dagana. Það vakti athygli blaðamanns hvað samband þeirra við feð- ur sína virtist náið og elskulegt. Allt ætlaði undan að láta Að vanda komu þeir Garðar Thor og Einar Örn sér fýrir á sama stað í íslensku sýningardeildinni. Þunnur veggur sem náði fólki í mittishæð skildi þá ffá áhorf- endum. Áður en þeir voru sestir, var manngrúinn sem beið eftir að fá eigin- handaráritanir, orðinn geigvænlega stór. Að sjálfcögðu voru unglingsstúlkur í mikl- um meirihluta en margir fúllorðnir voru þarna líka. Þvagan stækkaði óðum og at- gangurinn varð loks svo mikiil, að veggur- inn og næstu skilrúm, sem héldu básnum saman, létu undan og brotnuðu, - þó höfðu nokkrir fílefldir karlmenn reynt eft- ir bestu getu að halda við þau. Strákunum var í snatri forðað undan mannfjöldanum og komið fyrir inni í öðrum bás þar sem þeir voru betur varðir á allar hliðar. Þetta var á laugardegi, næstsíðasta degi sýningarinnar. Þá voru piltarnir búnir að skrifa á rúmar 3000 myndir hvor. Blaða- maður hitti þá um kvöldið og voru þeir þá jafh rólegir og yflrvegaðir og ella. Þeir virt- ust vera nokkuð þreyttir og neituðu því ekki að þeir væru farnir að lýjast og yrðu fegnir að komast heim næsta dag. Feður þeirra tóku undir það og sögðu að synir þeirra væru sannarlega búnir að standa í ströngu og nú væri mál til komið að hvers- dagsleikinn tæki við á ný, — skólinn og heimilið. Smáauglýsingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.