Vikan


Vikan - 01.06.1989, Page 38

Vikan - 01.06.1989, Page 38
5MÁ5AC5A SALTÁSNJÓINN Smásaga eftir Ingeborg Hansen Snjór, ég skipa þér að bráðna! kall- aði Lena hátt eins og hún væri á leiksviði, meðan hún stráði mörg- um hnefafyllum af salti í kringum sig. Síðan stóð hún kyrr og hlustaði á snögga og illskulega smellina, þegar harð- ar snjóskorpurnar bráðnuðu undan saltinu og henni fannst hún vera galdranorn. Hún endurtók særingarnar þar til það var ekki meira salt eftir í pokanum. Svo kastaði hún honum í gömlu olíutunnuna, sem þau notuðu til að brenna í ruslið. Hún hristi höfuðið hlæjandi og sagði við sjálfa sig: — Ég verð að venja mig af því að hugsa upphátt, þegar ég er komin aftur innan um fólk, ella verð ég álitin eitthvað skrítin. Þarna sem hún stóð í bláum buxum og rauðköflóttri skyrtu, með Ijóst taglhárið flaksandi við hverja hreyfingu, líktist hún meira sextán eða sautján ára telpu en ráð- settir konu, sem hafði verið gift í bráðum heilt ár. Hún leit vonleysislega í kringum sig. — Snjór og aftur snjór! andvarpaði hún. Eini öruggi staðurinn í allri þessari hvítu auðn var litli bjálkakoflnn, þar sem hún og Ken höfðu búið í langan, en indælan vetur. Það væri víst hægt að kalla þennan veiðikofa, sem þau höfðu verið svo heppin að fá lán- aðan hjá einum af vinum Ken, útvörð siðmenningarinnar hér í Norður-Alberta. Um hundrað metrum norðar var svæðið eintóm fen og mýrar, sem aðeins var hægt að fara um þegar jörð var beinfrosin. Þess vegna voru þau nú á förum héðan, því að vorið nálgaðist, og þá mundi jörðin, sem nú sýndist svo örugg, verða að hættulegu dýi. Ken var verkstjóri fýrir hópi manna, sem boruðu eftir olíu um fimm mílur héð- an ffá úti í mýrinni, og í enda næstu viku átti að flytja allar vélarnar burt og mennirnir mundu fxra sig úr stað. Hann var ekki heima núna, því hann hafði farið inn til næstu borgar til að semja við eitt af þeim fyrirtækjum, sem höfðu sérhæft sig í flutningi slíkra stórra véla, og hann var ekki væntanlegur heim aftur fýrr en næsta dag. Hún var áhyggjufúll yfir að þurfa að vera ein í kofanum í nótt. Ekki vegna þess að þar væri neitt til að vera hrædd við, því þarna var ekki nokkur lifandi sála í margra mílna fjarlægð, að undanteknum mönnun- um sem unnu við boranirnar, en þeir höfðu, eftir því sem hún best vissi allir far- ið inn í borgina til að halda brottförina há- tíðlega. — Hræðsla við einveruna, eða hvað sem var nú hægt að kalla það, skilgreindi hún tilfinningu sína og þegar hún þvoði upp eftir kvöldmatinn, reyndi hún að gera eins mikinn hávaða og hún gat, til að rjúfa þögnina — þetta yfirgnæfandi tóm, sem hvíldi á taugum hennar. Strax klukkan níu um kvöldið ákvað hún að fara að hátta, því hún var þreytt eftir vinnuna, en þá heyrði hún í bíl fýrir utan. Það gat ekki verið Ken, nema hann hefði orðið fyrir óhappi með bílinn og orðið að snúa við. Hún opnaði hrædd hurðina í hálfa gátt til að sjá hver þetta væri. — Þetta er bara ég, sagði Rusty glottandi og ýtti hurðinni upp og ruddist inn. — Hvað í ósköpunum vilt þú? spurði Lena hvasst. Rusty var eini maðurinn í vinnuflokknum, sem henni líkaði ekki við, og þó síst, þegar hann var drukkinn eins og núna. — Þetta eru ekki sérlega vingjarnlegar móttökur, sagði hann móðgaður. — Ég kom til að þú hefðir einhvern félagsskap. Þú hlýtur að vera einmana, fyrst Ken er ekki heima. — Það er auðvitað mjög vingjarnlegt af þér, sagði Lena heldur alúðlegri, því hún var hrædd um að reita hann til reiði. — En ég er önnum kafin við að pakka niður, svo það er betra að þú komir ffekar á morgun. Hvernig stendur annars á því, að þú ert ekki með hinum mönnunum? — Þeir eru allir farnir í rúmið, dauða- drukknir. Þetta eru svoddan ræflar. Nei, þá er annað að sjá mig! Gæti nokkur séð, að ég hefði smakkað vín? Hann slagaði að borðinu og kastaði sér niður á stól. Það brast í stólnum, því hann var stór og þungur. Það var ekki hægt að kalla hann laglegan, vangar hans voru þaktir rauðum skeggstubbum og illskan skein út úr litlum augunum. Lena andvarp- aði vonleysislega, það yrði ekki auðvelt að koma honum út með góðu. Kannski væri skynsamlegast að búa til sterkt kaffi og sjá hvort ekki rynni af honum. Þegar hún ætl- aði ffamhjá honum greip hann í handlegg hennar og togaði hana niður á hné sér. — Þú ert svo falleg stúlka, Lena, kysstu mig. Dauðhrædd sló Lena hann utan undir og reif sig lausa. — Nú, þú ert svona óhemja, urraði hann. — En ég skal temja þig. Nóttin er nógu löng. Skjálfandi setti Lena kaffikönnuna á gas- eldavélina, sem líka var notuð sem ofn. — I gamla daga notuðu konurnar alltaf skörungana til að verjast Indíánunum, sem ásóttu þær, þegar þær voru einar heima, hugsaði hún. — En hvað er hægt að gera við svona gaseldavél? Ég gæti kannski sprengt hana í loft upp og Rusty og kofann með. En því miður mundi ég fylgja með og þá sæi ég Ken aldrei framar. í bili er ekki um annað að gera en reyna að teygja tím- ann og hafa ofan af fyrir honum með því að tala við hann, þá sér hann kannski að sér. Sá möguleiki er líka fyrir hendi, að þeir sakni hans í vinnubúðunum og gruni hvað hann ætli sér. Þá mundu þeir áreið- anlega koma mér til hjálpar, því þeir eru allir mjög vinveittir Ken og vita, að hann er ekki heima. Hún reyndi að vera hughraust og halda áfram að tala við Rusty, meðan hún gaf honum stóran bolla af lútsterku kaffi, sem hún vonaði að mundi gera hann allsgáðan. Hann hafði kastað af sér leðurjakkanum og sat nú þarna í þykkri peysu, með mörgum brunagötum. Ken hafði sagt henni, að mennirnir kveiktu eld í stóru bensínfati, þegar kalt væri, og settu blikkskerm í kringum það til hlífðar, og skiptust svo á að standa við hann til að verma sig. Stund- um ffeistuðust þeir til að koma of nærri heitum eldinum og þá kom oft fýrir að það kviknaði í fötum þeirra. Rusty gaut á hana augunum. — Allan vet- urinn hef ég beðið eftir tækifæri og nú sleppi ég þér sannarlega ekki. Skilurðu það? Þú getur öskrað og gargað eins og þú vilt, það heyrir enginn til þín. — Hvað heldurðu að Ken muni gera, þegar hann kemur aftur? Hefurðu hugsað um það? spurði Lena með kaldri fýrirlitn- ingu. — Áður en hann er kominn heim, er ég kominn hálfa leið til Texas. Þú heldur þó ekki, að ég sé svo heimskur að fara affur í vinnubúðirnar? Ég get vel misst þessi viku- laun, ég hef næga peninga. Það er eins gott fyrir þig að taka þessu rólega og við skul- um reyna að hafa það svolítið skemmti- legt. Það er óþarfi fýrir þig að vera að setja þig á háan hest. Margar afgreiðslustúlkur inni í borginni vildu fegnar vera í þínum sporum núna og mundu ekki vera með neinn jarðarfararsvip. En það ert þú, sem ég hef haff augastað á allan tímann og nú næ ég þér! Allar mögulegar ráðagerðir brutust um í Lenu grunaði ekki, að þetta salt sem hún stráði yfir frosnar tröppurnar ætti eftir að bjarga henni frá hræðilegum atburði seinna um kvöldið. 36 VIKAN ll.TBL. 1989

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.