Vikan


Vikan - 01.06.1989, Page 40

Vikan - 01.06.1989, Page 40
TRUMAL Jafnrétti er hinn raunverulegi boðskapur kirkjunnar Auður Eir Vilhjalmsdóttir er fyrsta konan sem lauk guð- fræðiprófi og tók prestsvígslu á íslandi. Síðastliðinn ára- tug hefur hún verið prestur í Þykkvabæ auk þess sem hún hefur víða komið fram á kvennasamkomum og flutt erindi um kvennaguðfræði. í þessu viðtali Vikunnar gerir Auður skilmerkilega grein fyrir helstu hugmyndum, sem búa að baki þessu hugtaki. TEXTI: ÞÓREY EINARSDÓTTIR LJÓSM.: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON’ Samfara kvennabaráttu undanfar inna áratuga hefur farið ffam gagn ger endurskoðun á ýmsum fræði- greinum hvað varðar þátt kvenna innan fræðanna og að hve miklu leyti þau uppfylla þarflr þeirra og kröfur. Kvenna fræðin þykja oft býsna nýstárleg og bylt- ingarkennd og eru þar af ieiðandi bæði við kvæm mál og umdeild. Fyrir margar konur boða þau hins vegar nýjan skilning sem snertir streng í brjósti þeirra og þær taka opnum örmum. Auður Eir Vilhjálmsdóttir er fýrsta kon an sem lauk guðfræðiprófi og tók prest vígslu á íslandi. Hún var um langa hríð eina konan í þessari stöðu, en fýrir nokkr- um árum fór konum í guðfræðideild að fjölga og hafa síðan allmargar tekið vígslu og þjóna víða um land. Auður Eir hefúr verið prestur í Þykkvabæ síðastliðin 10 ár. Hún féllst fúslega á að gefa okkur innsýn í mál sem er henni mjög hug- leikið: kvennaguðfærði. Auður hefúr undanfarið komið víða ffam á kvennasam- komum og flutt erindi um þessi ffæði. Einnig hafa nokkrir biblíuleshringir verið settir á laggirnar til þess að kanna hlut kvenna í Biblíunni og hvernig guðfræðin snýr við konum. Áhuginn er því greinilega mikill og vaxandi. Málið er þó margbrotið og umdeilt og ekki hægt að gera því ítarleg skil í stuttu spjalli, en Auður gerir skil- merkilega grein fyrir helstu hugmyndum sem búa að baki þessu hugtaki. Eitt það fýrsta sem ég tek effir í stofunni hjá Auði er bók sem nefnist The Woman’s Bible eða Kvennabiblían. Auð- ur upplýsir að þessi bók sé samantekt kafla úr Biblíunni sem fjalla um konur ásamt biblíuskýringum. Bókin kom fýrst út í New York á árunum 1895 og '98. Ritstjóri bókarinnar var kona að nafni Elizabeth Cady Stanton, mikill kvenskörungur og margra barna móðir og henni til fulltingis voru ýmsar sérmenntaðar konur. Kveikjan að útkomu Kvennabiblíunnar var sú að þegar nefndir ffæðimanna voru settar á laggirnar um 1870 til að endurskoða Biblíuþýðinguna frá 1611 fékk engin kona þar sæti. „Þetta var gífúrlega merkileg bók, langt á undan sinni samtíð og skaði að hún féll affur í þögn. Skýringarnar voru mikið ný- næmi. Þarna hefúr hin nýja skýring kvenna á Biblíunni verið að vakna. Þær skýra þetta allt öðruvísi heldur en kennt var um hóg- værð og undirgefni kvenna, en þær voru einmitt að gera þetta til þess að sýna að Biblían segði alls ekki það. Þessu var vitan- lega mjög misjafhlega tekið. Sumar menntakonur sem hún leitaði til neituðu vegna þess að þær vildu ekki hætta heiðri sínum. Allt þetta er í rauninni skiljanlegt, þetta gæti líka gerst á okkar tímum. Kven- réttindahreyfingin þvoði hendur sínar af þessu líka, sem sýnir ef til vill að sú bylgja sem þá reis í Ameríku var orðin nokkuð föst Frh. á bls. 40 38 VIKAN 11. TBL. 1989

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.