Vikan


Vikan - 01.06.1989, Page 44

Vikan - 01.06.1989, Page 44
Hvað er Hminn? ÆVAR R. KVARAN ■Þótt undarlegt megi virðast, þó var það hvorki heimspekingur né vísindamaður sem best tókst að skilgreina tímann, drauma, framtíðarskyggni eða spádómsgáfu. Rithöfundurinn C. J. Witrow skrif- aði bók, sem bar sama titil og þessi grein. í henni segir höf- undur írá því, hvernig heimspekingur nokkur við Cambridge-háskólann notar dauða drottningarinnar bresku árið 1714 til þess að sýna dæmi um það, hvernig ffamtíðin sé í núinu. Heimspekingurinn kemst svo að orði: Á síðasta andartaki tímans, ef tíminn hefúr þá nokkurt síðasta andartak - verður ennþá dauði drottning- arinnar. Og það breytist ekki neitt, nema að einu leyti. Petta var eitt sinn atburður langt inni í framtíðinni. Og með hverju andartaki varð það atburður í nálægri ffamtíð. Að lokum var það atburður í nú- tíðinni. Síðan tilheyrði atburðurinn fortíð- inni og heldur alltaf áfram að tilheyra for- tíðinni." Hér er tímanum líkt við hluta af filmu, þar sem myndirnar birta okkur framhaldið eftir því sem á líður. Andstæð skoðun heldur því fram, að menn geti haft áhrif á ffamtíð sína með því að fara að aðvörunum um það sem koma skal. Þessi skoðun felur það í sér, að maður- inn sé ekki bara peð, sem hægt sé að fiera eftir vild og svo að lokum fórna á taflborði ffamtíðarinnar. Þessi afstaða kemur glögglega fram í skáldsögu eftir bandaríska rithöfundinn Jack Kerouac, sem út kom um 1960. Höf- undurinn leggur einni persónu sinni þessi orð í munn: „Mannkynið mun komast að raun um það einn góðan veðurdag, að við erum í raun og sannleika í sambandi við hina látnu, og við annan heim, og okkur væri nú þegar innan handar að segja fyrir um hvað gerist á næstu hundrað árum, ef við beittum bara til þess nægilegri hugar- orku, og þá gætum við jafhframt gert ýms- ar ráðstafanir til þess að forðast hvers kon- ar slys og hættur." Verkfræðingur með dulræna gáfu Þótt undarlegt megi virðast, þá var það hvorki heimspekingur né vísindamaður, sem best tókst að skilgreina tímann, drauma, framtíðarskyggni eða spádóms- gáfú. Það var breskur flugvélaverkfræðing- Frh. á bls. 44 DULFRÆÐI 42 VIKAN ll.TBL. 1989

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.