Vikan - 01.06.1989, Qupperneq 60
í LOFTINU
beinar útsendingar þar sem fólk talaði
venjulega íslensku eins og hún er notuð
manna á milli. Þetta vakti mikla umræðu
um tunguna og íslenskt málfar og margt af
mínu dagskrárfólki mátti þola ósanngjarna
gagnrýni. Þarna komu fram menn og kon-
ur með menntun í hinum og þessum
fræðum, svo sem kennarar, blaðamenn,
leikarar og fleiri sem töluðu gott mál án
þess að færa það í hátíðarbúning. Margt af
þessu fólki hefúr síðan haldið áffam störf-
um á öðrum fjölmiðlum. En þessi umræða
og gagnrýni varð líka til góðs á margan
hátt og ég er hreykinn af að hafa átt þátt í
henni.“
Átti að kœfa einka-
stöðvarnar í fæðingu
Það var í byrjun maí árið 1983 sem
Þorgeir Ástvaldsson var ráðinn forstöðu-
maður Rásar 2 úr hópi 14 umsækjenda.
Það var svo klukkan tíu að morgni 1. des-
ember sama ár sem útsendingar hófúst.
Rásin hætti útsendingum klukkan 18 og
var svo ffaman af, en fljótlega byrjaði næt-
urútvarp um helgar. Með tilkomu Rásar-
innar hófust birtingar á leiknum auglýsing-
um sem var nýtt í útvarpi hérlendis.
Þorgeir segir að á áratugnum 1970—80
hafi átt sér stað mikil umsvif og hræringar
í útvarpsmálum erlendis meðan allt hafi
staðið í stað hér heima. Yngri kynslóðin
hér hafi verið búin að afskrifa Rikisútvarp-
ið og raddir um breytingar sífellt orðið
háværari. Búið var að samþykkja að af-
nema einkarétt Ríkisútvarpsins þegar Rás-
in byrjaði og það var eins og stungið hefði
verið á blöðru sem var komin að því að
springa.
Aðdragandinn að Rásinni var stuttur og
í hugum margra átti hún bara að vera
undirspil í amstri dagsins en hún varð að
háværu spili. Og það var ekki bara unga
fólkið sem hlustaði því ég fékk fjölmargar
óskir ffá miðaldra fólki um að spila dægur-
lög ffá fyrri árum. En staðreyndin er sú, að
Rásinni var hleypt af stað af ótta við kom-
andi einkastöðvar og helst átti að kæfa þær
í fæðingu. Það stríð tapaðist og þá fýrst og
ffemst vegna þess hvernig stjórnsýslu
Ríkisútvarpsins var háttað. Ég var bundinn
í báða skó og ekki frjáls að því að byggja
upp þá útvarpsstöð sem ég vildi,“ segir
Þorgeir.
- Bylgjan byrjaði og þið fenguð
samkeppni sem Bylgjan vann?
„Það var ekki hægt að fá því ffamgengt
að lengja útsendingartíma Rásarinnar og fá
aukið sjálfstæði við mótun dagskrárstefnu.
Bylgjan kom því inn í visst tómarúm sem
Rásinni tókst ekki að fýlla. Á Bylgjunni
blésu ff jálsir vindar og þar breyttu menn
og bættu að vild. Gerðu margt sem ég
hefði viljað gera. Efhistök voru frjálsari og
einnig útsendingartíminn. Þegar Bylgjan
kom opnuðust augu manna fyrir því að
rekstur útvarps í höndum annarra en ríkis-
ins gat verið jafngóður og gott betur. Út-
varp var ekki þessi dauðans alvara sem
einkenndi Ríkisútvarpið, heldur endur-
speglun samtímans."
- Þú hættir svo á Rásinni. Gafstu
upp?
,Já, ég hætti þar í mars 1986 og var þá
búinn að gefast upp á kerfinu sem Ríkis-
útvarpið var og er njörvað í. Þetta var ekki
sársaukaiaust. Útvarpið hafði peninga og
Rásin stóð undir sér, það hafði góðan
tæknibúnað og gott húsnæði. En það sem
ég hélt að væri hægt að gera í krafti alls
þessa reyndist ekki hægt vegna fýrirkomu-
lags stjórnsýslunnar hjá þessari stofnun.
Ég taldi að það væri hægt að gera mun bet-
ur við aðrar og einfaldari kringumstæður."
Ný Stjarna á lofti
Það var 1. mars 1986 sem fyrirtækið
Hljóðvarp hf. var stofnað og í byrjun
sumars sama ár hóf það rekstur nýrrar út-
varpsstöðvar sem fékk heitið Stjaman.
Stofúendur voru auk Þorgeirs þeir Gunn-
laugur Helgason og Jón Axel Ólafsson,
sem störfuðu áður á Rásinni, Ólafúr Lauf-
dal, sem óþarfi er að kynna og auglýsinga-
fýrirtækið Ljósir punktar. Og Þorgeir er
spurður hvort nú hafi átt að sigra íslenska
útvarpsheiminn.
„Nei, ekki segi ég það nú. En við vissum
að Bylgjan átti velgengni að fagna og töld-
um hana hafa gott af samkeppni sem ekki
var fýrir hendi frá Rásinni. Vorum sem sagt
þeirrar skoðunar að það væri pláss fýrir
nýja útvarpsstöð. Annars var ég mikið að
hugsa um að hætta á þessum vettvangi.
Var orðinn þreyttur á að vinna alltaf fýrir
opnum tjöldum. Svo stóðst ég auðvitað
ekki mátið og greip tækifærið þegar það
gafst. Á þessu byrjunarskeiði nýrra út-
varpsstöðva var raunar unnið meira af
kappi en forsjá og ýmsar tilraunir í gangi.
En ég ákvað að vera með og sjá þessu
óróleikatímabili ljúka og hvort hér væri
hægt að reka frjálst útvarp eða eingöngu
ríkisrekið. Stjarnan fór af stað til að vera
með og við trúðum því að þessi nýja stöð
næði að skjóta róturn."
— Var samkeppnin hörð við Bylgj-
una £rá upphafi?
,Já, já. Þetta var grimmileg samkeppni
frá byrjun og heitar áróðursaðgerðir í
gangi frá báðum hliðum. Bylgjan og Stjarn-
an bitust innbyrðis um hylli hlustenda, en
þetta varð aldrei að persónulegu stríði milli
manna. En við fórum kannski út í þessa
samkeppni við Bylgjuna með þau orð að
leiðarljósi að það væri ekki sjálfgefið að sá
bátur sem væri síðastur á miðin afiaði
minnst. Ég gerði mér grein fyrir að þetta
var mótunarskeið, en spurningin var sú
hvað tæki við þegar því lyki. Við gáfúm
sem sagt ekkert eftir í samkeppninni og
hlustendakannanir sýndu að hlustun
sveiflaðist nokkuð milli stöðvanna. Hjá
Ríkisútvarpinu varð hins vegar ekki hin
minnsta breyting á þessum tíma og ekki
gerð tilraun til að skilgreina hlutverk þess
í fjölmiðlun nútímans þótt Bylgjan og
Stjaman væru komnar og ný sjónvarps-
stöð, það er að segja Stöð 2. Auðvitað tóku
þessar stöðvar hlustun ffá RÚV og eina
svarið lengi vel var að berjast við einka-
stöðvarnar á auglýsingamarkaði en ekki
bæta dagskrána. Og þar við situr enn þann
dag í dag.“
RÚV vill þessar
stöðvar feigar
Þorgeir er nú kominn á slíkt skrið varð-
andi Ríkisútvarpið að ég legg Stjörnuna til
hliðar í bili og við ræðum um RÚV. Ætlast
Þorgeir kannski til að Ríkisútvarpið verði
bara nokkurs konar minjasafn og spili
„Blessuð sértu sveitin mín“ daginn út og
daginn inn?
„Nei, auðvitað ekki. Ég vil ekki missa
RÚV. Það getur vel verið að þetta hljómi
falskt, en það er engu að síður staðreynd,
að frá sjónarhóli neytandans hefði ég vilj-
að sjá Ríkisútvarpið sem stofnun ýta undir
að einkastöðvarnar gerðu það sem þær
eru færar um og styrkti ffekar þá þætti
dagskrár sem einkastöðvar gera ekki. RÚV
á ekki að keppa við einkastöðvarnar á
sama grunni eins og það hefúr gert á
kostnað annars konar dagskrárefnis sem
því ber að sinna samkvæmt útvarpslögum.
Ríkisútvarpið hefúr farið út á samkeppn-
isbraut sem ekki hæfir útvarpi í þjóðareign
og það heldur úti ákveðinni tegund auð-
menningar sem því er ekki sæmandi. Ríkis-
útvarpið vill einkastöðvarnar feigar og sá
vilji ræður ferðinni í þeim herbúðum."
— En er ekki eðlilegt að RÚV reyni
eftir mætti að afla tekna?
„Umfangs síns vegna þarf RÚV að ham-
ast á auglýsingamarkaði. Missir auglýsinga-
tekna rekur því útvarpið út í óeðlilega
samkeppni og það er þessi ótti við tekju-
missi, samfara drottnunargirni sem ræður
afstöðu þess til einkastöðvanna. Þetta er
hið óæskilega hlutverk sem RÚV hefúr
lent í og þessu þarf að breyta."
Óeðlileg samkeppni
Áffam er Rikisútvarpið á dagskrá og ég
spyr Þorgeir hvers vegna þeir á einka-
stöðvunum láti sér svo tíðrætt um þessi
mál. Hvort þeir séu ekki bara að fela eigin
vanmátt með því að kenna Ríkisútvarpinu
um allt sem miður fer hjá þeim sjáÚúm.
Hann tekur því víðsfjarri og segir:
„Við verðum að ræða þessi mál í sam-
hengi og líta á þau út frá breiðum grund-
velli. Annars vegar er um að ræða útvarp í
þjóðareign sem hefur starfað í meira en
hálfa öld og er með skylduafnotagjöld auk
auglýsingatekna. Hins vegar eru einka-
stöðvarnar sem hafa engan fastan tekju-
stofh og hafa aðeins starfað skamma hríð.
Hér verður að koma á ákveðinni verka-
skiptingu. Á Ríkisútvarpið að vera á fúllu á
auglýsingamarkaði sem hefúr sívaxandi
áhrif á dagskrárgerð þess? Á það að láta
einkaaðila kosta suma dagskrárliði eins og
það sækir stíft á um? Hvert á að vera hlut-
verk ríkisins í útvarpsrekstri í ffamtíðinni?
Það kostar hátt í tvo milljarða á ári að reka
RÚV en aðrir ljósvakamiðlar geta sinnt
hluta af verkefnum þess fýrir brot af þeirri
upphæð. Þetta er menningarpólitískt mál.
Við viljum gott Ríkisútvarp, en á það að
þurfa að taka þátt í slagnum um peninga á
hinum ffjálsa markaði? Leikurinn er ójafn í
58 VIKAN 11. TBL 1989