Vikan - 23.08.1990, Blaðsíða 9
Guðrún María og Birgir eru nú á leið til frekara náms í
Bandaríkjunum.
en sú þekking sem ég hlaut
þar glatast ekki heldur býr
maöur alltaf yfir henni. Ég
haföi held ég ekki miklar
væntingar þegar ég kom í
Flensborg. Ég var aðeins eldri
heldur en þeir sem meö mér
voru og ég tók ekki mikinn þátt
í neinu þar, mætti bara í mína
tíma og búiö. Þegar ég var á
Selfossi fór ég í kórinn eftir
langan barning við sjálfan mig
því ég var viss um að mér yröi
hent öfugum út af kóræfingu
vegna þess hve falskur ég
væri. Það reyndist nú ekki rétt
hjá mér og þetta er eitt það
skemmtiiegasta sem ég man
eftir og þetta gaf mér mjög
mikið. Maður kynnist mun fleiri
en ella og Það skapast góður
andi milli nemendanna."
- Við erum komin út í fé-
lagslífið, Maja. Tókst þú mik-
inn þátt í því?
„Mig langaði alltaf í kórinn
eins og Bigga en því miður lét
ég aldrei verða af því. Ég var
viss um að mér yrði hafnað og
ég vildi ekki láta reyna á það
sem var vitleysa hjá mér. Ég
var hins vegar mikið í leiklist
því mér fannst ég verða að
vera í einhverju og ég fékk
mikið út úr því. Ég gæti meira
að segja alveg hugsað mér að
fara út í leiklistarnám. Hins
vegar má félagslífið ekki taka
of stóran skerf þvi þá fer það
að bitna á náminu en það er
nauðsynlegt að vera með.“
- Er eitthvað sem þið sjáið
núna sem þið hefðuð vilja gera
öðruvísi?
„Já, að ég hefði tekið námið
alvarlegar en ég gerði. Þetta
eru mjög skemmtileg ár og
mikið að gerast hjá manni og
því hættir manni til að láta
námið sitja á hakanum. Svo sé
ég eftir að hafa ekki byrjað (
kórnum fyrr því það gaf mér
svo ótrúlega mikið þegar ég
loksins hafði mig í það.“
- Fannst ykkur erfitt fjár-
hagslega að vera í skóla?
Maja: „Ég bjó í foreldrahús-
um og fékk frítt fæði og hús-
næði þannig að ég var frekar
vel sett. Ég vann svo fyrir mín-
um vasapeningum með
skólanum.“
Biggi: „Ég fékk líka frítt
húsnæði og fæði en vann með
skólanum til að eiga vasapen-
inga. Ég er á því að krakkar
eigi ekki að vinna of mikið með
skólanum ef þeir eiga mögu-
leika á því. Það hlýtur að bitna
á náminu. Ég held að krakkar
vinni nefnilega ekki allir vegna
þess að þeir geti þetta ekki
öðruvisi heldur vegna þess að
kröfurnar eru orðnar geggjað-
ar. Það verður að eiga nóg af
nýjum og flottum fötum og
flottan bfl og svo framvegis.
Það er nú ekki hlæjandi að því
en það var stundum skondið
að sjá nemendurna koma
keyrandi á flottu bílunum sín-
um og svo skröltu kennararnir
í hlað á ryðguðum druslum."
- Hvað er á döfinni hjá ykkur
núna, eftir að þið eruð bæði
búin að Ijúka stúdentsprófi?
Biggi: „Við erum á leið til
Bandaríkjanna þar sem ég
ætla að læra flugvirkjun. Maja
er ekki búin að ákveða hvað
hún ætlar aö læra en hún ætl-
ar að byrja á þvi að komast al-
mennilega inn í málið. Fyrir þá
sem ætla sér að fara í fram-
haldsnám erlendis er gott að
hafa það í huga að þetta tekur
óhemju tíma. Ég er búinn að
standa i þessu síðan í febrúar
þannig að það er minnst hálft
ár sem þarf. Það er ekki hægt
að pakka bara niður í tösku og
halda af stað. En þetta er sem
betur fer komið á hreint núna
og við erum á leiðinni út.“
þegar i framhaldsnám er
komið. Ég er í hagfræði núna
og var á hagfræðibraut sem
hefur nýst mér mjög vel í minu
háskólanámi," segir Siggi.
Heiða tekur í sama streng og
bætir við:
„Það er að mínu mati erfiö-
ara að fara í læknisfræði með
stúdentspróf úr Verslunar-
skólanum en til dæmis af nátt-
úrufræðibraut. Slík braut er
ekki í Versló. Ef fólk stefnir
hins vegar á viðskiptafræði,
hagfræði eða eitthvað i þeim
dúr finnst mér liggja beinast
við að fara í Versló."
- Hvað er ykkur minnis-
stæðast frá þessum tíma?
„Að hafa kynnst Heiðu,"
segir Siggi og þarf ekki að
hugsa sig tvisvar um. „Við
kynntumst í skólanum en byrj-
uðum ekki að vera saman fyrr
en ég var búinn. Það er mjög
algengt að fólk kynnist í
menntaskóla og byrji að vera
saman.“
- Heiða, hvað segir þú?
„Jú, auðvitað stendur það
upp úr að hafa kynnst Sigga
en fyrir utan það er félagslífið
mér minnisstæðast. Það var
alveg ótrúlega gaman að
standa í því að undirbúa nem-
endamótin og fleira."
- Hvernig gekk ykkur að
„lifa“ meðan þið voruð í
skólanum?
Siggi: „Við bjuggum bæði
heima hjá foreldrum okkar en
unnum líka með skólanum til
að eiga vasapeninga. Krakkar
nú til dags vinna mikið með
skólanum og oft gengur þetta
út í öfgar því vinnan tekur það
mikinn tíma frá náminu. Ég
held að krakkar vinni meira
núna vegna þess að
efnahagskapphlaupið er svo
mikið og lífsstandardinn er
orðinn svo hár.“
Heiða tekur við: „Það er oft
talað um að í Versló séu
krakkar sem þurfa ekki aö
hafa fyrir neinu en ég held að
það sé ekki rétt. Þetta er oft
harðduglegt fólk sem vinnur
fyrir því sem það á. Það eru
kannski fleiri „uppar“ i Versló
en annars staðar en ég viður-
kenni ekki að það séu bara
„uppar" þar. í mínum bekk
voru krakkar sem komu utan
af landi og þurftu að leigja. Ég
held að það hafi oft verið mjög
erfitt hjá þeim og ég gæti trúað
því að þau hafi þurft mikla
hjálp."
- Þið sögðuð bæði hér í
upphafi að ætlunin væri ekki
að staðnæmast við stúdents-
próf. Hvernig hefur sú tilætlan
tekist?
„Vel,“ segir Siggi. „Ég fór
strax eftir stúdentspróf til New
York í framhaldsnám í hag-
fræði við Columbia University
og það gengur mjög vel. Ég
stefni að því að klára masters-
nám í nánustu framtíð."
- Hvað um þig, Heiða?
„Jú, ég kláraði Verslunar-
skólann árið 1989 og fór utan
um síðustu áramót og beint í
enskunám. í haust fer ég síð-
an í markaðsfræði við Par-
sonsháskóla og stefni að því
að taka mastersmám í við-
skiptum. Við erum bæði mjög
bjartsýn á þetta allt saman og
ég held að við eigum Verslun-
arskólanum mjög margt að
þakka. Námið þar hefur nýst
okkur mjög vel í því sem við
erum að gera.“
17. TBL. 1990 VIKAN 9