Vikan


Vikan - 23.08.1990, Blaðsíða 29

Vikan - 23.08.1990, Blaðsíða 29
TEXTI: ÓLAFUR GEIRSSON FYRSTU KYNNI BRYNDISAR GUÐMUNDSDÓTTUR OG ÁRNA SIGFÚSSONAR: RÓMANTÍKIN í HAMRAHLÍÐARKÓRNUM MIUNDIR Það var eitt fagurt haust- kvöld árið 1975. Við eldri félagar í Hamra- hlíðarkórnum höfðum boðið nýjum félögum á nokkurs kon- ar kynningarkvöld. Þar kynnt- um við fyrir þeim kórinn og kórstarfið og buðum bæði upp á kaffi og kökur.“ Það er Árni Sigfússon borgarfulltrúi sem hefur orðið. „Og þarna var meðal ann- arra komin þessi yndisfríða unga stúlka sem ég strax varð mjög hrifinn af,“ heldur Árni áfram. ÞARNA SÁ ÉG ÁRNA FYRST í JAKKAFÖTUM OG MEÐ BINDI „Já, þarna sá ég Árna líka í fyrsta skipti í jakkafötum og meö bindi," segir Bryndís Guðmundsdóttir, talmeina- fræðingur og eiginkona Árna Sigfússonar, en VIKAN ræðir að þessu sinni við þau um fyrstu kynni þeirra. „Síðan kom hann til okkar tveggja vinkvennanna sem vorum þarna báðar nýliðar í kórnum. Talaði eitthvað við okkur og var ósköp vingjarn- legur.“ EN VARÐ MJÖG FEIMINN VIÐ ÞESSA STÚLKU „En ég varð jafnframt mjög feiminn við þessa stúlku og það tók mig töluverðan tíma að koma mér að verki, ef svo má taka til orða," segir Árni. „Enda má svo sem segja að þetta hafi frá byrjun verið mál sem ég ætlaði að vinna og þess vegna bara kostur að hafa að því traustan undirbún- ing.“ „Það er rétt hjá Árna að það var líklega töluvert langur að- Bryndís og Árni eiga ekki nema þrjú af þelm fjórum börnum sem á myndinni sjást. Hins vegarkann að vera aö Bryndís verði búin að ala bónda sinum fjórða barnið þegar þetta tölublað Vikunnar kemur á blaðsölustaði... 28 VIKAN 17. TBL. 1990 dragandi að þessu hjá okkur. Svona meira vinskapur í byrjun. Sjálf var ég rétt að byrja í menntaskóla. Allt var nýtt fyrir manni og skoðanirnar á lífinu rétt að mótast. Árni var Þarna hins vegar á seinni hluta námsins og satt að segja var hann þarna fyrir mér „maður- inn“ í kórnum. Bæði var klæðnaðurinn sérstakur og svo líka hvernig hann var í framgöngu. Á mig virkaði hann bæði ákveðinn og staðfastur, ekki eins og dæmigerður villu- ráfandi menntskælingur," seg- ir Bryndís. einn af örfáum í JAKKAFÖTUM í MENNTASKÓLA hví má svona skjóta hér inn í, Yegna frásagna af jakkafata- klæðnaði Árna, að árið 1975 var hreint ekkert sjálfsagt að nemandi í menntaskóla gengi í hefðbundnum jakkafötum. Heldur þvert á móti. „Ég hef líklega verið í mjög fámennum hópi jakkafataklæddra menntaskólanema á þessum hma,“ segir Árni. „Þetta voru síðustu ár hippaklæðnaðar af ýmsu tagi og mér þótti vel við eiga að sýna ákveðna íhalds- semi í þessum efnum." Árni og Bryndís árið 1976 og nýlega farin að vera saman. „Varð mjög feiminn við þessa stúlku og það tók mig töluverðan tíma að koma mér að verkl,“ rifjar Árni upp í viðtalinu við Vikuna. „Árni virkaði á mig bæði ákveðinn og staðfastur, ekki eins og dæmigerður villuráfandi menntskælingur," segir Bryndís. Bryndís og Árni eru sam- mála um að á þeirra tíma í Hamrahlíðarkórnum hafi allt verið mjög rómantískt í kring- um kórinn og starf hans. Og ekki bara rómantískt heldur líka bæði ánægjulegt og gagn- legt að taka þátt í kórstarfinu undir stjórn Þorgerðar Ingólfs- dóttur. ■ Eítt kvöld í viku tekið frá fyrir ffölskyld- una. KÓRINN GAF FESTU í TILVERUNA „Kórinn flytur mjög vandaða tónlist og í það minnsta á okk- ar tíma var hann svona eins og vin í eyðimörk að ýmsu leyti. Þetta voru nokkrir róstu- tímar í Hamrahlíðarskólanum. Verið var að koma á nýju ein- inga- og annakerfi og það skapaði óvissu. Kórinn og kór- starfið var einn af föstu punkt- unum i tilverunni. Þar var maður aö vinna með sama fólkinu að sama markmiði all- an veturinn." Það má líka með sanni segja að vetrarstarfið í Hamra- hlíðarkórnum hafi borið góðan ávöxt á fleiri sviðum en söng- listinni. ALLT í EINU TVÖ EIN MEÐ GÍTAR „Það var síðan í einni af mörg- um söngferðum kórsins sem við Bryndís létum til skarar skríða í okkar málum,“ segir Árni Sigfússon. Hamrahlíðarkórinn var á miklu móti kóra víðs vegar að úr Evrópu. Það var haldið í borginni Leicester á Englandi. Þau Árni og Bryndis eru sam- mála um að tildrögin hjá þeim hafi verið bæði hugljúf og róm- antísk. Reyndar telur Árni að hann hafi fyrir þetta tiltekna ör- lagaríka kvöld í Leicesterborg á Englandi verið ákveðinn í að nú skyldi eitthvað gert í mál- inu. En hvað um það - við erum stödd í Leicester. Hamrahlíðarkórinn átti fríkvöld og eins og gerist hjá ungu fólki ákvað stærsti hluti hópsins að fara á diskótek. Nokkrir urðu þó eftir heima á hóteli, þar á meðal okkar fólk, Bryndís Guðmundsdóttir og Árni Sigfússon. Og hvernig sem það nú gerðist þá voru þau tvö allt í einu orðin ein með einn gítar. Þeirri samveru hefur ekki lokið enn því eins og Árni sagði þá var þetta upp- hafið að þessu öllu saman - þrem börnum og því fjórða á leiðinni. Sem reyndar gæti vel verið fætt þegar þetta tölublað VIKUNNAR kemur fyrir augu lesenda. FORMLEGUR BÚSKAPUR HÓFST í RISÍBÚÐ VIÐ ESKIHLÍÐ Ferðin til Leicester var farin sumarið 1976 og skömmu síð- ar fluttu Bryndís og Árni inn í kjallarann uppi í Breiðholti hjá foreldrum hans. Það var síðan Frh. á bls. 30 ZANCASTER PMP RAKALÍNA FYRIR UNGA HÚÐ íl 17. TBL. 1990 VIKAN 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.