Vikan


Vikan - 23.08.1990, Blaðsíða 19

Vikan - 23.08.1990, Blaðsíða 19
okkar frá ferðinni og tilurð hennar. „Þessi ferð kemur upphaf- lega til í kringum heimsókn Tammy Wynette hingað," sagði Magnús. Þegar viö hitt- umst var greinilegt aö hann hafði komist í tæri við amer- íska menningu nýverið, í- klæddur kúrekastígvélum og með þungan, harðan kúreka- hatt. „Ég fór í amerísku menn- ingarstofnunina í mikið fínt partí sem haldið var fyrir Tammy. Þar kynntist ég strax strákunum í hljómsveitinni hennar og fór að ræða við þá. Þeir sýndu okkur íslensku tónlistarmönnunum mikinn áhuga og skutu að mér af hverju við komum ekki niðurtil Nashville að taka upp plötu. Svo sögðust þeir ennfremur ætla að vera mér innanhandar ef þess væri óskað.“ Magnús gerði f fyrrahaust plötu með Hallbirni sem var þá rétt að jafna sig eftir mikið bflslys. „Sú plata gekk vægast sagt mjög vel og var á topp tíu í fjóra mánuði og Hallbjörn náði aö varpa Rolling Stones úr fyrsta sætinu.“ í hófinu fyrir Tammy Wyn- ette var einnig Hallbjörn stadd- ur sem konungur íslenskrar kántrítónlistar. „Þarna á staðnum segi ég honum að hann ætti bara að láta slag standa og fara til Nashville og gera eina alvöru kántríplötu." Hallbjörn skrifar síðan Magnúsi bréf í vetur og segist vera ákveðinn í að slá til og hvort Magnús vilji kanna þetta mál fyrir sig. Eftir að hafa gefið út fimm kántríplötur langaði Hallbjörn að leyfa aðdáendum sínum að heyra plötu með undirleik toppmanna f faginu og ákvað því að fara þessa leið. Þegar Magnús svo fór að hringja út til að fá pantaðan upptökutíma og tónlistarmenn beindust fljótlega öll bönd að ákveðnu stúdíói og ákveðnum manni til að spila á pedal steel gítar og sjá um hluti fyrir þá félaga úr norðrinu. „Þessi maður tók mér svo vel að hann var boðinn og búinn að sjá um allt fyrir okkur, meðal annars að útvega aðra tónlist- armenn. Þetta stóð hann svo sannarlega við því ég held að við höfum fengið alla bestu spilara í Ameríku, hvern á sínu sviði, til þess að spila með okkur. Hann heitir Sonny Garrish, þessi gítarleikari og Frh. á næstu opnu ao við neld höfum fengið alla bestu spilara í Ameriku, hvern á sínu sviði, til þess að spila með okkur,“ segir Magnús Kjartansson um hljóðritun nœstu kántríplötu Hallbjörns. II H .,-5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.