Vikan


Vikan - 23.08.1990, Blaðsíða 13

Vikan - 23.08.1990, Blaðsíða 13
könnunarinnar og höfuðtúlkandi niðurstaðna væri um það bil að fara að eiga barn en þannig var þaö þegar könnunin var framkvæmd, í maí síðastliðnum eins og áður sagði. Þannig var nú staðan hjá Önnu Maríu. „En þá var líka gott að eiga góða að,“ sagði hún. „Sjálf var ég komin á fæðingardeildina en mamma, tengdamamma, systir mín og tvær mágkonur framkvæmdu könnunina. Sjálf sat ég uppi á fæðingardeild og stjórnaði. Þetta tókst allt ágætlega og auk þess fengum við vel þeginn viðbótartima því sonurinn fæddist fjórt- án dögum síðar en búist var við, eins og áður sagði. Svo má ekki gleyma því að eiginmaður- inn aðstoðaði mig við „tölvugraf íkina" og pabbi las prófarkir af sjálfri kandidatsritgerðinni." Ungt fólk í dag. Hvert stefnir það? Hvað vill það? Hefur Anna Maria Urbancic, 25 ára við- skiptafræðingur, húsmóðir og nýorðin móðir, einhverja skoðun á þessu? UNGT FÓLK NÚNA ER AÐ BREYTA UM STEFNU - UPPASTÍLUNN AÐ HVERFA „Já - ég hef það á tilfinningunni að ungt fólk hér á landi sé að breyta um stefnu," segir Anna María. „Auðvitað er alltaf erfitt að alhæfa en „uppa“andinn er held ég að minnka og hjá ungu fólki eru áhugamálin og viðhorfin til lífs- ins að verða meira „húmanisk", mannlegri en verið hefur í það minnsta um nokkurt skeið. Við erum til dæmis að hverfa frá aðdáuninni á merkjavörunum fínu og frægu en í staðinn er lögö áhersla á atriði eins og að tala rétt og gott íslenskt mál svo dæmi sé tekið. Varðandi nám held ég að greinar eins og sagnfræði og ís- lenskar bókmenntir eigi vaxandi gengi að fagna en ásókn og áhugi á greinum eins og viðskiptafræði, lögfræði, verkfræði og læknis- fræði sé að dala. Þessar síðastnefndu greinar hafa einmitt þótt áhugaverðar meðal annars vegna þess að afkomumöguleikar fólks með slíka menntun hafa þótt góðir. Kannski má segja þetta á þann hátt, að nú sé ungt fólk farið að hugsa meira um tilfinning- ar en áður.“ ÍSLENSKIR UNGLINGAR SJÁLF- STÆÐARI EN ÞEIR AUSTURRÍSKU Við spyrjum Önnu Maríu að lokum hvort henni • Helstu áhugamál lesenda eru íþróttir og útivera • Langflestir lesa þœr auglýsingar sem birtast í Vikunni • Fjölskyldan skipar stóran sess og mestur hluti frítímans er í faðmi hennar • Lesendur Vikunnar eru vel inni í tískuheiminum og mjög meðvitaðir um hollt fœði. menn töldu að ekki gæti nema gott eitt komið út úr könnun þessari og gagn yrði af henni bæði fyrir tímaritið, auglýsendur og lesendur þess. Anna María Urbancic sagði í viðtali við VIK- UNA að mest hefði komið á óvart hve fólk hefði verið jákvætt og fúst að svara alls konar spurn- ingum. í ritgerðinni, sem er mikið plagg, upp á einar 90 blaðsíður, dregur Anna María niðurstöður af könnun sinni saman og gefur okkur þar upp nokkra mynd af áskrifendum VIKUNNAR. FLESTIR ÁSKRIFENDUR VIKUNNAR ERU KONUR „Af áskrifendum VIKUNNAR eru um átta af hverjum tíu konur, rúmur helmingur er giftur eða í sambúð, um helmingur hefur lokið grunnskólaprófi og á sex af hverjum tíu heimila eru heildartekjur lægri en 150 þúsund krónurá mánuði. Aldur áskrifenda VIKUNNAR dreifist nokkuð en tæplega 60% þeirra eru yngri en 35 ára. FJÖLSKYLDAN SKIPAR STÓRAR SESS Sex af hverjum tíu lesendum vinna hálfa vinnu utan heimilis eða meira. Helstu áhugamál þessa hóps eru íþróttir, útivera og rúmlega helmingur áskrifenda VIKUNNAR stundar lík- amsrækt reglulega. Fjölskyldan og heimilið skipa stóran sess og mestum hluta frítímans er varið í faðmi fjölskyldunnar. Áskrifandinn tekur lítinn þátt í því sem er að gerast í listalífi borgarinnar og hann er yfirleitt ekki meðlimur í opinberum félagsskap. Hann ferðast mun meira innanlands en til útlanda. Áskrifandinn er mjög meðvitaður um verð því að við matar- innkaup leggur hann langmesta áherslu á hafi fundist mikill munur á ungu fólki í Austur- rfki og hér á landi en hún dvaldi þar eftir stúd- entspróf, eins og áður sagði. Austurrískir unglingar og ungt fólk þar býr við mun minna frjálsræði en íslenskir jafnaldr- ar þeirra,“ segir Anna María. „Vinna með skóla eða í leyfum frá námi þekkist þar ekki og meðal annars þess vegna er ungt fólk í Aust- urríki háðara foreldrum sínum en hér. Ég held að af þessu leiði að ungt fólk á íslandi sé þroskaðra en jafnaldrar þess úti, það er líka sjálfstæðara, ferðast meira á eigin vegum og kann frekar aö hugsa um sig sjálft. Hins vegar held ég að ungt fólk á Islandi hafi í það minnsta hugsað mun meira um veraldleg gæði en jafnaldrar þess í Austurríki og þá auð- vitað vegna meira sjálfstæöis í fjármálum. í Austurríki fannst mér ungt fólk frekar vera á huglægu og rólegu línunni, það las meira en íslenskir jafnaldrar þess, fór meira á söfn og svo framvegis. Það var eiginlega meira í þá áttina sem ég nefndi áðan að íslenskt ungt fólk væri að stefna," sagði Anna María Ur- bancic að lokum. verð. Áskrifandinn les mestallt lesefni blaðsins. Rúmlega sjö af hverjum tíu áskrifendum VIKUNNAR eyða langmestum hluta frítíma síns með fjölskyldu sinni en erfitt er að sjá hve miklum tíma eytt var í áhugamál vikulega. Áskrifandinn er nokkuð fastheldinn á útlit heimilis síns og um helmingur breytir aldrei til á heimilinu. NOKKUR HLUTI ER NÝJUNGAGJARN Hluti áskrifenda er tiltölulega nýjungagjarn eða um þriðjungur, sem prófar nýjungar í matar- gerð og þykir gaman að prófa nýjar vöruteg- undir. Langflestir lesa þær auglýsingar sem birtast í tímaritinu. Áskrifandinn virðist einnig fylgjast vel með því sem er að gerast í um- hverfinu, svo sem í bæjar- og borgarmálum, þó hefur hann lítinn áhuga á listum og menn- ingu, þar sem lítill hluti lesenda sækir sýningar og tónleika. VEL MEÐ Á TfSKUNÓTUNUM Tískan á þónokkuð upp á pallborðið hjá áskrif- andanum og fylgist hann vel með því sem er að gerast í tískuheiminum. Að lokum má segja að áskrifandinn sé mjög meðvitaður um holl- ustufæðu. Áskrifendur VIKUNNAR hafa mismunandi skoðanir á umfjöllun um málefni líðandi stund- ar en þeim líkar yfirleitt vel að lesa um þá sem standa sig vel á einhvern hátt. Áskrifandanum finnst yfirleitt vera nóg fjallað um menningar- viðburði en hann hefur gaman af að lesa um- fjöllun um nýjar vörur sem eru að koma á markaðinn. Hann telur að menntun skipti tölu- verðu máli til þess að komast áfram í lífinu. Hvað varðar VIKUNA finnst áskrifandanum nóg af auglýsingum en vill auka við lesefni um íþróttir, sögur og viðtöl. Misjafnar skoðanir eru á hvort auka eigi við eða minnka umfjöllun um dulræn efni. í heildina er áskrifandinn yfirleitt mjög ánægður með blaðið. 17. TBL. 1990 VIKAN 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.