Vikan


Vikan - 23.08.1990, Blaðsíða 42

Vikan - 23.08.1990, Blaðsíða 42
EFTIR NATHANIEL HAWTHORNE Einhverju sinni bauð hinn mjög svo sérstaki maður Heidegger gamli læknir fjórum virðulegum vinum sín- um til fundar í bókaherberginu sínu. Þetta voru þrír hvítskeggjaðir herra- menn: Medbourne, Colonel Killigrew og Gasc- oigne og hvíthærð eldri kona, ekkjan Wyc- herly. Þau voru öll gamlar daprar manneskjur sem höfðu verið ólánsamar í lífinu og þeirra mesta ólán var að vera ekki löngu komin í gröf- ina. Á yngri árum var Medbourne vel stæður kaupsýslumaður en tapaði öllu sínu á heimskulegu braski og var nú litlu betur settur en beiningamaður. Colonel Killigrew eyddi bestu árunum, heilsunni og auði sínum í leit að siðspilltum unaði er leiddi af sér ýmsa sjúk- dóma, svo sem liðagigtina og ýmsar þjáningar á sál og líkama. Gascoigne hafði verið al- ræmdur stjórnmálamaður með slæmt orð á sér en var nú fallinn í gleymsku og dá. Hvað ekkj- una Wycherly varðar segja munnmæli okkur að hún hafi verið mjög falleg á sínum tíma; en nú hefur hún búið lengi í mikilli einangrun sök- um ákveðinna hneykslissagna er fyllt höfðu heldra fólk bæjarins fordómum í hennar garö. Aðstæðnanna vegna er vert að nefna að hver og einn þessara þriggja öldruðu heiðurs- manna, Medbourne, Colonel Killigrew og Gascoigne, var áður fyrr elskhugi ekkjunnar Wycherly. Einhverju sinni voru þeir að því komnir að skera hver annan á háls hennar vegna. Áður en lengra er haldið langar mig einungis að minnast lítillega á að Heidegger læknir og gestirnir hans fjórir voru stundum álitnir dálítiö skrítnir, sem ekki er óalgengt þegar gamalt fólk á í hlut þar sem áhyggjur þess stafa annaðhvort af nútíma vandamálum ellegar hörmulegu minni. „Kæru gömlu vinir," sagði Heidegger læknir um leið og hann benti þeim á aö setjast. „Mig langar að biöja ykkur að aðstoða mig við eina af þessum litlu tilraunum sem ég skemmti sjálf- um mér við hér í bókaherberginu mínu.“ Væru allar sögusagnir sannar hlyti bókaher- bergi Heideggers læknis að hafa verið mjög forvitnilegt. Það var illa upplýst gamaldags her- bergi, skreytt kóngulóarvefum og þakiö fornu ryki. Meðfram veggjunum stóðu nokkrir bóka- skápar úr eik, í neðri hillunum voru raðir af risavöxnum doðröntum og þykkum skræðum í svörtu skinnbandi, ofar voru tólfblöðungar með bókfellskápu. Ofan á miðbókaskápnum var brjóstmynd úr bronsi af Hippokratesi. í sam- ræmi við þekkingu sína var Heidegger læknir vanur að ráðfæra sig við hana í öllum erfiðum málum rannsókna sinna. f myrkasta horni her- bergisins stóð hár og mjór eikarskápur, dyrnar voru í hálfa gátt svo við blasti dularfull beina- grind. Milli tveggja bókaskápa hékk hár og rykugur spegill í bliknuðum gylltum ramma. Á meðal margra yndislegra sagna tengdum þessum spegli er fræg sögnin um að sálir allra látinna sjúklinga læknisins væru í honum og störðu beint í andlit hans hvenær sem hann leit í þá átt. Veggurinn öndvert í herberginu var skreyttur með mynd í fullri stærð, af ungri konu, klæddri í upplitað, stórfenglegt silki, sat- ín og glitofið efni. Ásjóna hennar var jafnupplit- uð og klæðnaðurinn. Fyrir meira en hálfri öld var Heidegger læknir aö því kominn að kvæn- ast þessari ungu konu en vegna einhvers smávægilegs kvilla gleypti hún eitt lyfja elsk- hugans og lést kvöldið fyrir brúðkaupið. Enn er eftir aö minnast á það forvitnilegasta í bókaherberginu, stóran og klunnalegan doðr- ant í svörtu skinnbandi með efnismikla silfur- spennu. Það voru engir stafir á kilinum og eng- inn gat nefnt titil bókarinnar. En hún var talin vera galdrabók. Einhverju sinni þegar herberg- isþernan hafði lyft henni til þess eins að þrífa rykið skrölti beinagrindin í skápnum, myndin af ungu konunni steig öðrum fæti á gólfið og nokkur hryllileg andlit gægðust fram úr spegl- ingum; meðan ósvífið höfuð Hippokratesar lyfti brúnum og sagði: „Láttu vera!“ Svona var bókaherbergi Heideggers læknis. Sumarkvöldið, sem sagan okkar gerðist, stóð lítið hringlaga borð, svart eins og hrafntinna, í miöju herberginu. Á því var tilskorinn glervasi, fallega hannaður og vel unninn. Milli þungra, rósóttra, upplitaðra damaskgluggatjalda komu sólargeislar og féllu á vasann svo að mild birta endurkastaðist á náfölar ásjónur gamlingjanna fimm sem sátu við borðið. Á borðinu stóðu einnig fjögur kampavínsglös. „Kæru gömlu vinir," endurtók Heidegger læknir. „Get ég treyst á aðstoð ykkar við fram- kvæmd geysilega áhugaverðrar tilraunar?“ Heidegger læknir var mjög furðulegur gam- all herramaður. Sérviska hans hafði orðið kjarni þúsunda stórfurðulegra sagna. Sumar þessara sagna eru svo ótrúlegar að sannsögli mín væri dregin í efa ef ég segi þær og ef eitthvert brot yfirstandandi sögu gefur lesand- anum ástæðu til að halda að um uppspuna sé að ræða yrði ég án efa sakaður um að bera út gróusögur. Þegar gestirnir fjórir heyrðu lækninn tala um væntanlega tilraun sína væntu þeir einskis merkilegra en morðs á mús í loftpumpu, skoðunar kóngulóarvefs í smásjá eða ein- hverrar svipaörar vitleysu sem hann var vanur að angra vini sína sífellt með. Án þess að bíða eftir svari skjögraði Heidegger læknir þvert yfir herbergið og kom til baka með stóra og klunnalega doörantinn er bundinn var í svart skinnband og var almennt talinn galdrabók. Eftir að hafa losað silfurspennuna opnaði hann bókina og dró rós út frá síðunum með svörtu stöfunum. Eða það sem eitt sinn var rós, grænu laufin og skarlatrauöu krónublöðin höfðu tekið á sig brúnleita slikju og blómið forna virtist ætla að molna í hendi læknisins. „Þessi rós,“ sagði Heidegger læknirog and- 42 VIKAN 17. TBL. 1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.