Vikan


Vikan - 23.08.1990, Blaðsíða 12

Vikan - 23.08.1990, Blaðsíða 12
ÆTLAÐI AÐ VERÐA LÆKNIR EN BRÁ SÉR TIL AUSTURRÍKIS Hún er, eins og áöur sagöi, 25 ára Reykvíking- ur. Lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut frá Menntaskólanum viö Sund áriö 1985. „Ég ætlaði á þessum árum að fara í læknis- fræði en ákvað að taka mér hlé af beinu námsbrautinni árið eftir stúdentspróf og hélt til Vínar í Austurríki. Þaðan er faðir minn ættaður en hann fluttist með foreldrum sínum barn að aldri hingað upp til íslands. f Vín var ég meðal annars við þýskunám í háskólanum. Þegar ég sneri aftur heim frá Austurríki ákvað ég að hætta við læknisfræðina. Helst kom viðskipta- eða lögfræði til greina og sú fyrrnefnda varð ofan á. Ég var á markaðssviði," heldur Anna María áfram. „Ég starfaði á auglýsingastofu með náminu og kynntist þar ýmsu sem vakti áhuga minn á markaðsfræðinni. Auk þess finnst mér markaðsfræði mun áhugaverðari heldur en til dæmis fjármálin. Á markaðssviðinu er verið að fjalla um og fást við hegðun fólks - hegðun neytenda.1' Undir lok námsins í viðskiptadeild Háskól- ans fór Anna María að huga að því hvaö hún ætti að taka fyrir sem efni í kandidatsritgerð- inni. „í byrjun þeirra vangaveltna var ég helst að hugsa um að kanna horfun á sjónvarpsauglýs- ingar,“ sagir Anna María. Þá ætlaði ég að leita til Ríkissjónvarpsins um frumgögn til að byggja rannsóknir mínar á. Þessi hugmynd komst þó aldrei lengra því við nánari umhugsun vildi ég gjarnan nýta mér við ritgerðarsmíðina það sem ég kynntist í náminu í markaðsrannsókn- um. Að lokum leiddi þetta síðan til þess að ég sneri mér að persónulýsingum en um þær er fjallað í markaðsfræðinni." ÓNEFNDUR RITSTJÓRI VILDI EKKERT UM LESENDUR SÍNA VITA „Til þess að ég gæti snúið mér að þessu yfir- leitt þurfti ég að komast í samband við tímarit, fá aðgang að áskrifendalista þess og ná góðu sambandi við stjórnendur. Ekki gekk þetta al- veg þrautalaust," sagði Anna Maria. „Til dæmis að taka lét ritstjóri ónefnds tíma- rits koma þeim skilaboðum til mín að hann hefði engan áhuga á að standa neitt aö könn- un þar sem ætti að finna út eitthvað um les- endur eða áskrifendur blaðsins. Þessi við- komandi ritstjóri sagðiist ekki hafa neinn áhuga á að vita neitt um lesendur blaðs síns, síst skoðanir þeirra á málum. Síðan var ég svo heppin að leita til for- ráðamanna VIKUNNAR. Þeir tóku mér mjög vel og höfðu strax mikinn áhuga á verkefninu. Ég fékk aðgang að áskrifendalista blaðsins og þar með gat ég hafist handa," sagði Anna Mar- ía. Ritgerðin er byggð á könnun sem fram- kvæmd var með því að ræöa við tiltekinn hóp af áskrifendum VIKUNNAR. Anna María fékk aðstoð við það eins og eðlilegt og venjulegt er í slíkum tilvikum. KÖNNUNINNI STJÓRNAÐ AF FÆÐINGARDEILDINNI OG MAMMA, TENGDAMAMMA, SYSTIR OG MÁGKONUR HLUPU UNDIR BAGGA Hins vegar var ekki venjulegt að stjórnandi MARKAÐSKÖNNUN ÖNNU MARÍU URBANCIC Á VIKUNNI: Kom mest á óvarthve fólk tók spumingum okkar vel Hverjir eru þeir sem lesa VIKUNA? Hvaö lesa þeir í blaðinu og hvað annað hefur þetta fólk fyrir stafni? - Framanritað er allt áhugaverðar spurningar og í stuttu máli getum við sagt að reynt sé að svara þeim í ritgerð sem Anna María Urbancic viðskiptafræðingur samdi jafnhliða lokaprófum sínum frá við- skiptadeild Háskóla íslands síðastliðið vor. Ritgerð Önnu Maríu fjallar um svokallaðar persónulýsingar, „psychographics" sem eru sálfræðileg einkenni þess hóps sem verið er að athuga hverju sinni. Leitast er við að kanna viðhorf fólks og breytingar á þeim. KANNANIR Á PERSÓNULÝSINGUM NÝJUNGAR HÉR Á LANDI Kannanir á persónulýsingum eru nýjungar i markaðsfræði hér á landi. Hingað til hafa kannanir á markaði hér einkum fjallað um svo- nefnd lýðfræðileg atriði eins og búsetu viðkom- andi fólks, kyn, aldur, húsnæði, menntun eftir prófgráðum, tekjur, starf og fjölskyldusamsetn- ingu. Kveikjan að þessu vali Önnu Maríu Urbanc- ic á verkefni til að fjalla um í kandidatsritgerð sinni var eins og hún segir sjálf í ritgerðinni: „Kveikjuna má rekja til áhuga míns á mark- aðsrannsóknum og þeirrar miklu aukningar sem orðiö hefur á því sviði á síðustu árum. Er- lendis eru persónuleikabreytur jafnmikilvægur þáttur við neytendarannsóknir og lýðfræðileg- ar breytur og vakti það því áhuga minn að skoða þessar breytur nánar. Þar sem lítið hef- ur verið ritað um þessi mál hérlendis er uþplýs- ingaöflun um stöðu þeirra á íslandi í dag nær eingöngu munnlegar heimildir. GERÐI MARKAÐSRANNSÓKN Á ÁSKRIFENDUM VIKUNNAR Stór hluti ritgerðarinnar er markaðsrannsókn sem gerð var á áskrifendum tímaritsins VIK- UNNAR. Tilgangurinn var að sýna fram á hvernig hægt sé að nýta sér þá vitneskju sem persónuleikabreytur veita auk þess sem rann- sóknin gæti leitt betur í Ijós hvað átt er við með persónuleikarannsóknum. Á seinni árum hafa stjórnendur í æ rlkari mæli nýtt sér þær upplýsingar sem markaðs- rannsókn gefur til kynna. Næsta skref er því að kanna hvers konar persónuleika hinir ýmsu hópar neytenda hafa að geyma. Með þeirri vitneskju geta bæði auglýsendur og fjölmiðlar staðsett mun nákvæmar sinn endanlega mark- hóþ en áður hefur þekkst," segir Anna María Urbancic í inngangi ritgerðar sinnar. AÐ GERA GÓÐA VIKU BETRI OG AUGLÝSENDUR OG LESENDUR ÁNÆGÐARI Með sanni má segja að með því að notfæra sér persónuleikakannanir á þann hátt sem Anna María gerir sé hægt að ná betur megin- markmiði allra góðra ritstjórna, sem sé að búa til betra blað fyrir lesendur og jafnframt sjá til þess að þeir sem í blaðinu auglýsa fái sem mest fyrir sitt framlag og lesendur hafi líka sem mest gagn af auglýsingunum sem þar birtast. Forráðamenn VIKUNNAR sáu þetta í hendi sér eftir að Anna María hafði kynnt þeim mál sín. En hún leitaði til þeirra og óskaði eftir aðstoð. Aðgangur að áskrifendalista tímarits var grundvallaratriði við gerð könnunar eins og þeirrar sem Anna Maria ætlaði út í. Ritstjórn VIKUNNAR ákvað að veita henni alla þá að- stoð sem hún óskaði en jafnframt gefa henni líka alfarið frjálsar hendur með notkun gagna, úrvinnslu þeirra og túlkun á niðurstöðum. Viku- 12 VIKAN 17. TBL. 1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.