Vikan - 23.08.1990, Blaðsíða 36
TEXTI: GUÐRÚN G, BERGMANN
VIKAN HÆÐIR VIÐ DAVID CARSON, BANDARÍSKAN RITHÖFUND
OG SHAMAN, UM LÍFINDÍÁNA, MEDICINE CARDS,
GHOST SHIRT DANSINN OG FLEIRA
Hann er alls ekki indíánaleg-
ur, ekki ef við ákveðum að
allir indíánar séu með sítt
svart hár og fléttur. Blandan
af írska blóðinu, sem er í
honum, kemur berlega í gegn. Hann
hefur rauðleita freknótta húð, hárið er
farið að grána en yfir skeggi hans er
rauðlitur blær. En þegar farið er að
ræða við hann kemur indíánaupprun-
inn í gegn. Hann er fæddur í Okla-
homa City í Oklahoma. Á sínum tíma
var það fylki talið verðlaust að mestu
og því álitið í lagi að gefa indíánunum
það. Þar var hinum ýmsu ættflokkum,
sem höfðu verið reknir frá löndum
sínum, safnað saman og sjálfur á
hann land um tvær mílur frá þeim stað
þar sem Táraleið (Trail of Tears)
Choctaw-indíánanna, ættflokks hans,
endaði í Oklahoma. Okiahoma var
eins og stór fanganýlenda indíána og
mamma hans, sem hét Swan, fæddist
meðan indíánar sem þar bjuggu höfðu
ennþá sérstakt skráningarnúmer, líkt
og fanganúmer. Maðurinn, sem þessi
lýsing á við, heitir David Carson,
bandarískur rithöfundur og shaman
sem var hér á ferðinni í byrjun ágúst til
að vinna á Snæfellsásmótinu og halda
námskeið í shamanisma. VIKAN átti
við hann viðtal daginn áður en hann
kvaddi ísland.
INDÍÁNAR ERU HERMENN
Hvernig var að alast upp í Oklahoma og til-
heyra að hluta þeim hvítu og að hluta indíán-
unum?
„Það var erfitt vegna þess að þessir menn-
ingarhættir eru svo gerólíkir. Hvorugur hafði
og hefur varla ennþá skilning á hinum. Það má
segja að ég hafi alist upp í tveimur aðskildum
raunveruleikum. í uppvextinum lærði ég af
báðum en það komu líka tímar þar sem mér
fannst ég utangátta hjá báðum. Grunnhug-
myndin í hefðum indíána er að karlmaðurinn
er alltaf veiðimaður. Hann fer út og veiðir eða
berst til að sjá fjölskyldunni farborða. Sem
strákur fór ég út og veiddi snáka og hengdi þá
síðan á girðinguna heima til að sýna hversu
mikill karlmaður ég var.
Það er slæmt „medicine" að drepa dýrin
þegar maður þarf ekki á þeim að halda til
matar. Þegar ég varð eldri fékk ég veiki í
lungun, sem ég kalla snákaveiki. Ég fór því í
hugleiðslu upp í efri heima í Andahúsið og bað
afa snák, stóran mikinn snák, um að fyrirgefa
mér að hafa drepið börnin hans. Eftir það hvarf
snákaveikin. Ekki alls fyrir löngu lenti ég síðan
í návígi við skröltorm sem var nývaknaður af
vetrardvalanum. Það var eins og ég hefði leit-
að hann uppi því ég var á göngu með vinum
mínum en vék allt í einu út af gangstígnum og
fór aðra leið en þeir. Ég var ekki lengra en hálf-
an metra frá skröltorminum. Það lak eitur út
tönnum hans og hann var virkilega ógnvekj-
andi en ég var ekki hræddur við hann. Ég leit á
návígi okkar sem tákn um styrk, sem tákn frá
afa snák sem ég hafði sýnt virðingu með því
að biðjast fyrirgefningar á bernskubrekum
mínum.
Eftir hefðbundna skólagöngu lá beinast við
að ég gengi í herinn þegar ég hafði aldur til en
það eru einmitt margir indíánar sem gera það.
Ég gekk í landgöngulið flotans og man enn
hvað ég varð fyrir miklum vonbrigðum þegar
þjálfun okkar hófst á því að kenna okkur að
stoppa í sokka, strauja skyrtur, elda mat og
bursta skó. Ég sem vildi fara út og berjast. En
þetta var gert til að við gætum séð fyrir okkur
og virt búning okkar, hvar sem við værum
staddir.
Eftir að herþjónustu lauk vann ég hin ýmsu
störf en skrifaði alltaf með. Hin seinni ár hafa
skriftir verið aðalstarf mitt. Sennilega má rekja
sögumanninn í mértil írska upprunans en það
er líka talin list hjá indíánunum að segja sögur.
Menning okkar er öll í sögusögnum."
MEDICINE CARDS
Sú bók sem er ef til vill þekktust eftir þig hér á
landi, svo og í heimalandi þínu þar sem hún
hefur selst i milljónum eintaka, er Medicine
Cards. Hvernig varð sú bók til?
„Hjá indíánunum til forna voru ekki til nein
vísindi og því voru dýrin notuð sem tákn fyrir
ójafnvægi í líkamsstarfseminni. Þeim fylgdi
„góður andi“ ef þau unnu með einstaklingnum
og „slæmur andi“ ef einstaklingurinn varð
veikur. Til að lækna veikindin voru síðan
„medicine" menn og konur. Hvert og eitt þeirra
hafði vissa sérgrein og læknuðu frá þetta ein-
um og upp í þrjá til fjóra mismunandi sjúk-
dóma. Menn gátu til dæmis fengið veiki amer-
íska sléttuúlfsins (coyote) með því að snerta
dauðan líkama hans en það var einnig hægt
að fá „eldstæðisveiki" með því að byggja ekki
eldstæðið á réttan máta.
Það þótti til dæmis slæmt „medicine" að
nota of mikinn grænan við á eldinn, að byggja
upp eld með vanvirðingu eða að virða ekki
anda eldsins en með því að virða eldinn virð-
um við eldsorkuna sem er í okkur öllum. „Eld-
stæðisveikin" hefur tekið á sig nýtt form með
tækninni og er nú í raun útgeislunarveiki,
tengd röntgengeislum og annarri geislameng-
un í umhverfinu og kemur fram sem krabba-
mein. Hér áður fyrr voru hjá mörgum þjóðflokk-
um sérstakir aðilar sem pössuðu eldinn. Hann
hefur alltaf verið mikilvægur og það voru til
höfðingjar meðal indiánanna sem gátu sett
ímynd þess sem átti að gerast inn í eldinn og
hún kom fram.
36 VIKAN 17. TBL. 1990