Vikan


Vikan - 23.08.1990, Blaðsíða 40

Vikan - 23.08.1990, Blaðsíða 40
o co co O i '<C cz. L±J o az O J2L Bítlakonur hafa áhrif Olivia Harrison safnar liði til styrktar munaðarlausum börnum í Rúmeníu. Færri en vildu komust að á hljóm- plötunni Nobodys child en allur ágóði rennur til hjálpar- starfsins. Lítil mynd af rúmensku barni með alnæmi, sem birtist í bresku blaði, varð kveikjan að víðtæku styrktar- starfi. egar Bítlarnir voru á hátindi frægðarinnar og bítlaæðið gekk yfir með hávaða og látum var mikið í það spáð hvaða stúlkur yrðu þær Ijónheppnu aö giftast þessum síðhærðu strákum frá Liverpool. Þær voru sagðar margar um hituna og víst var þaö rétt aö þeir nutu kvenhylli. Hvar sem þeir fóru var skarinn á eftir þeim öskrandi af hrifn- ingu og æpandi af aðdáun. Kvennamál þeirra voru enda- laust tilefni blaöaskrifa, óþrjót- andi brunnur slúöurs í heims- pressunni og þeirfengu hvergi frið. John Lennon giftist Cyn- ithu, æskuástinni sinni, og átti með henni soninn Julian. Ringó giftist Waureen og gat með henni börn. George Harrison eignaðist Pattie Hearst tískusýningarstúlku og Paul McCartney gekk lengst af laus en átti kærustu um tíma, Jane Asher aö nafni. Þetta var þó bara byrjunin því þótt yfirborðiö væri slétt og fellt gekk á ýmsu á bítlaheimil- um. Það komu brestir í böndin og það fór ekki fram hjá heimsbyggðinni. Þegar öllu var á botninn hvolft voru Bítl- arnir breyskar manneskjur og konur þeirra líka og þótti mörgum skrítið. Lennon var sagöur fara illa með Cynithu, barði hana og hélt miskunnar- laust framhjá henni. Hann varð svo að öðrum manni þeg- ar kona nokkur, Yoko Ono að nafni, birtist í lífi hans líkt og himneskur austurlenskur Allar gamlar væringar gleymdar og grafnar og samstlllt átak til hjálpar bágstöddum á nú hug þeirra allan. Hér eru þær samankomnar Olivia Harrison, Yoko Ono og Barbara Starkey, kona Ringós. draumur. Ringó hvarf á vit skemmtana og gjálífis og sukk- aði sig út úr hjónabandinu. Af George Harrison fóru ekki margar sögur en Pattie flúði í faðm félaga hans, gítaristans Erics Clapton. Eftirsóttasti pip- arsveinn veraldar, Paul McCartney, fann loksins sína heittelskuðu, ríks manns dótt- ur frá New York, Lindu East- man, og hefur lifað hamingju- sömu lífi með henni síðan. Allt er þetta löngu liðið og hjónabandssögur Bítlanna til- heyra sögunni. Tæp tíu ár eru liðin síðan Lennon var myrtur, Ringó hættur að sukka og gift- ur Barböru Bach, Paul McCartney hefur tekist aö 5 tjörnuspá HRÚTURINN 21. mars - 19. apríl Hafðu taumhald á skaps- mununum, ekki mun af veita. Ein- hver sem hefur yfir þér að segja mun fara meira en litið í taugarn- ar á þér og ef þú þegir ekki á rétt- um tímum getur illa farið. NAUTIÐ 20. apríl - 20. maí Sá sem þú ætlar að hitta um daginn kemur líklega I leitirn- ar I þessari viku. Spurningin er bara hvort þú átt nokkuð að sinna svona ótryggum manneskjum. Valið er þitt. /M\ KRABBINN tO/ 22. júní - 22. júlí Allar meiri háttar fram- kvæmdir mega bíða um sinn, þú átt mörgu ólokið, sem þér finnst kannski lítils virði en þarf þó að Ijúka. Þú kynnist nýju fólki sem er skemmtilegt í umgengni. LJÓNIÐ 23. júlf - 23. ágúst Nú ættir þú að fara að geta leyft þér einhvern munað. Ekki það að auraráðin séu svo glæsileg en fara þó skánandi. Til- litsleysi gæti komið hart niður á öðrum, gættu þín. VOGIN 24. sept. - 23. okt. Það verður heldur gest- kvæmt hjá þér um helgina. Reyndu að láta ekki þreyta þig um of, það gæti haft langvarandi illar afleiðingar. Einkalífið blómstrar og unga fólkið hittir gamlar ástir á óvæntum stöðum. SPORÐDREKINN 24. okt. - 21. nóv. Nágrannar þínir gætu þurft að biðja þig mikils greiða. Reyndu að valda þeim ekki von- brigðum en það er hætt við að þú getir lítið gert. Hins vegar verður þér gerður greiði. STEINGEITIN 22. des. - 19. janúar Ást, ást ást! Steingeitur geta sannarlega fagnað þessari viku. Auðvitað þarf að sinna fieiru en samskiptum við hitt kynið en hætt við aö lítið verði úr verki. Mundu þó eftir símtali. VATNSBERINN 20. janúar -18. febrúar Ef þér finnst þú misrétti beitt(ur) er það að öllum líkindum rétt. Það er hins vegar lítið við því að gera. Þú getur hefnt þín síðar en vertu ekki of harður. tvIburarnir 21. maí - 21. júní Þú átt erfitt með að gera upp hug þinn f einhverju tilfinn- ingamáli. Það skaðar alla ef þú dregur það mikið lengur. En taktu ekki of afdrifaríkar ákvarðanir. Hressileg helgi. MEYJAN 24. ágúst - 23. sept. Þú ættir að hugsa meira um útlit þitt. Getur verið að þú haf- ir ofreynt þig að undanförnu? All- ar hollar iðjur, sund og útilíf gera gagn. Svo er svolítil rómantík í sveitunum. BOGMAÐURINN 22. nóv. - 21. des. Ferðalög gætu reynst vel nú um helgina en reyndu að halda þig utan alfaraleiða. Þeir sem hyggja á lengri ferðir ættu að hafa heppnina með sér en svolftil forsjálni sakar ekki. FISKARNIR 19. febrúar - 20. mars Þótt fiskarnir hafi ætlað sér að gera heilmikið þessa vik- una er hætt við að lítið standist. Það ætti varla að gera til því ann- að vinnst í staðinn. Eldri fiskar ættu að halda sig heima. 40 VIKAN 17. TBL1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.