Vikan


Vikan - 23.08.1990, Blaðsíða 54

Vikan - 23.08.1990, Blaðsíða 54
Frh. af bls. 53 Die Hard II er ein sumarmyndunum [ Bandaríkjunum í ár og ein dýrasta kvikmynd sem gerð hefur verið. Kostnaður við framleiðslu Die Hard II nam um 70 milljónum dollara. Ég ætla að fræða ykkur svo- lítið um Die Harder en svo er hún kölluð, myndin með Bruce Willis í aðalhlutverki. Bruce Willis fékk 7,5 milljónir dollara fyrir hlutverk sitt en leikstjórinn fékk þó aðeins 1,5 milljónir dollara fyrir sitt starf. Fram- ímynd og lit. Hljómplatan með lögum myndarinnar er ein af þeim söluhæstu í sumar er mér sagt og kemur það mér ekki á óvart. Hvort von er á Pretty Woman II hef ég ekki hugmynd um,“ segir Alfreð og hlær, „en framleiðendur hafa örugglega grætt vænar fúlgur á þessu ævintýri svo þeir ættu að hafa efni á framhalds- mynd.“ Það merkilega við þetta öskubuskuævintýri er líklega það eitt að allir vilja sjá mynd- ina til að finna fyrir prinsinum eða prinsessunni í sér. Ein- hvern veginn hlýtur það að vera góð bíómynd sem fær fjöldann til að gleyma sér eina kvöldstund og lifa sig inn í drauminn. Ef hins vegar allir kynnu þá list áð búa til vinsæl- ar bíómyndir væri líklega öðruvísi umhorfs í kvikmynd- aiðnaðinum. Þá er allt eins víst að leiðinlegar bíómyndir yrðu vinsælar. KOSINADURINN VID DIE HARDII UM 420 MILUONIR ÍSL. KRONA leiðendur myndarinnar, Joel Silver og Lawrence Gordon, eru einhverjir vinsælustu fram- leiðendurnir núna. Þeir fram- leiddu Lethal Weapon I og II, Commando og Predator. Allt eru þetta metaðsóknarmyndir um allan heim. Við tökur á Die Harder komu upp vandamál. Þegar snjóa átti snjóaði ekki svo flytja þurfti allan mannskapinn þvert yfir Bandaríkin svo tökur gætu hafist á þessu einstaka atriði. I myndinni eru síðan notaðar 90 sekúndur af þessum tökum. Tæknibrellurnar voru þó erfið- asta verkefnið þar sem heilu flugvélarnar áttu að springa í loft upp. Það tók Induistrial Lights and Magic hálft ár að fullgera líkön af flugvélunum sem springa áttu. Þegar Die Harder var frumsýnd, þann 4. júlí síðast- liðinn, setti hún aðsóknarmet. Með aðalhlutverk fara: Bruce Willis (Die Hard, In Country, Blind Date) Bonnie Bedila (Die Hard) Lelk8tjóri: Renny Harlin (Born American, Ford Fair- laine, Die Hard II) Framleiðendur: Joel Silver og Lawrence Gordon 124 mín. I sýningu Cinnam- ascope, Dolby Stereó, Sr. 20th Century Fox 1990. Aldrei hafði nokkur mynd feng- ið jafnmarga til þess að fara í bfó á sjálfan afmælisdag Bandaríkjanna. Hún halaði inn 87,8 milljónir dollara á aðeins einum mánuði í Bandaríkjun- um einum. Ekki hefur hún að- eins fengið góða aðsókn heldur rífandi góða dóma, til dæmis sagði einn gagnrýnandinn hjá NBC sjónvarpsstööinni: „Besta mynd ársins, Bruce Willis er meiri háttar." Bruce Willfs og Bonnie Bedila f hinni nýju mynd sem kvikmynda- gagnrýnandi NBC segir að sé besta mynd ársins. Fyrri myndin var ein sú best sótta hér á landi í fyrrahaust. „RAUÐKLÍDDA KONAN“ í NÝRRI KVIKMYND Þeir sem sáu kvikmynd- ina A Woman in Red, þar sem Gene Wilder leikur sómakæran eiginmann sem lætur glepjast af kyntöfr- um rauðklæddrar konu með þeim afleiðingum að hann á um fátt að ræða annað en sjálfsmorð, muna eflaust eftir rauð- klæddu kon- unni sem lék á móti honum. Hún heitir annars Kelly Le Brock og er gift leikaranum Steven Seagal. Nýlega léku þau hjónin saman í kvikmyndinni Hard to Kill (Ódrepandi) þar sem hann leikur leynilögreglumann sem verður fyrir skoti eftir að hafa rannsakað flókið morðmál. Hún leikur hjúkrunarkonu sem hjálpar honum að vakna til lífs- ins af sjö ára löngum dásvefni. Annars var Kelly áður vinkona söngvarans Rods Stewart. Hún á nú tveggja ára dóttur með manni sínum og í haust eiga þau von á barni í viðbót. Bruce Willis sló í gegn í sjónvarpsmyndaflokknum Moon-lightning, slðan sló hann í gegn ( Die Hard og hlaut heimsfrægð fyrir, þá lék hann í myndinni In Country sem hlaut litla aðsókn. Bruce er giftur leikkonunni Demi Moore sem hefur leikið í St. Elmos Fire og About Last Night, þá á móti Rob Lowe. Bruce og Demi eiga eitt barn saman. Renny Harlin er leikstjóri Die Hard II. Renny erfinnskur og hefur leikstýrt nokkrum millimyndum, til dæmis Born American. Við tökur á þeirri vesælu mynd var bíllinn hans heimilið og maturinn hans dósasúpa en hann gafst ekki upp og fékk síðan tækifæri til að leikstýra Nightmare on Elm Street 4, vinsælustu myndinni í myndaflokknum um Freddy Kruger. Eftir það fékk hann samning um nokkrar myndir fyrir 20th Century Fox kvik- myndafyrirtækið. Þar á meðal eru Adventurus of Ford Fair- laine, nýfrumsýnd í Bandaríkj- unum, og Die Hard II. Hann er nú með Die Hard II búinn að sanna að hann er frábær leik- stjóri og er kallaður hinn finnski Spielberg. Hann er núna að undirbúa tökur á myndum sem heita Gale Force og Aleins III. Það er engin spurning hver er mynd myndanna í sumar í Bandaríkjunum þetta árið en eftir að vita hvort hún verður vinsælasta myndin hérlendis. Síðasta haust var Die Hard ein mest sótta myndin hér á landi og komu 37 þúsund manns að sjá hana. □ k. • -i1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.