Vikan


Vikan - 23.08.1990, Síða 54

Vikan - 23.08.1990, Síða 54
Frh. af bls. 53 Die Hard II er ein sumarmyndunum [ Bandaríkjunum í ár og ein dýrasta kvikmynd sem gerð hefur verið. Kostnaður við framleiðslu Die Hard II nam um 70 milljónum dollara. Ég ætla að fræða ykkur svo- lítið um Die Harder en svo er hún kölluð, myndin með Bruce Willis í aðalhlutverki. Bruce Willis fékk 7,5 milljónir dollara fyrir hlutverk sitt en leikstjórinn fékk þó aðeins 1,5 milljónir dollara fyrir sitt starf. Fram- ímynd og lit. Hljómplatan með lögum myndarinnar er ein af þeim söluhæstu í sumar er mér sagt og kemur það mér ekki á óvart. Hvort von er á Pretty Woman II hef ég ekki hugmynd um,“ segir Alfreð og hlær, „en framleiðendur hafa örugglega grætt vænar fúlgur á þessu ævintýri svo þeir ættu að hafa efni á framhalds- mynd.“ Það merkilega við þetta öskubuskuævintýri er líklega það eitt að allir vilja sjá mynd- ina til að finna fyrir prinsinum eða prinsessunni í sér. Ein- hvern veginn hlýtur það að vera góð bíómynd sem fær fjöldann til að gleyma sér eina kvöldstund og lifa sig inn í drauminn. Ef hins vegar allir kynnu þá list áð búa til vinsæl- ar bíómyndir væri líklega öðruvísi umhorfs í kvikmynd- aiðnaðinum. Þá er allt eins víst að leiðinlegar bíómyndir yrðu vinsælar. KOSINADURINN VID DIE HARDII UM 420 MILUONIR ÍSL. KRONA leiðendur myndarinnar, Joel Silver og Lawrence Gordon, eru einhverjir vinsælustu fram- leiðendurnir núna. Þeir fram- leiddu Lethal Weapon I og II, Commando og Predator. Allt eru þetta metaðsóknarmyndir um allan heim. Við tökur á Die Harder komu upp vandamál. Þegar snjóa átti snjóaði ekki svo flytja þurfti allan mannskapinn þvert yfir Bandaríkin svo tökur gætu hafist á þessu einstaka atriði. I myndinni eru síðan notaðar 90 sekúndur af þessum tökum. Tæknibrellurnar voru þó erfið- asta verkefnið þar sem heilu flugvélarnar áttu að springa í loft upp. Það tók Induistrial Lights and Magic hálft ár að fullgera líkön af flugvélunum sem springa áttu. Þegar Die Harder var frumsýnd, þann 4. júlí síðast- liðinn, setti hún aðsóknarmet. Með aðalhlutverk fara: Bruce Willis (Die Hard, In Country, Blind Date) Bonnie Bedila (Die Hard) Lelk8tjóri: Renny Harlin (Born American, Ford Fair- laine, Die Hard II) Framleiðendur: Joel Silver og Lawrence Gordon 124 mín. I sýningu Cinnam- ascope, Dolby Stereó, Sr. 20th Century Fox 1990. Aldrei hafði nokkur mynd feng- ið jafnmarga til þess að fara í bfó á sjálfan afmælisdag Bandaríkjanna. Hún halaði inn 87,8 milljónir dollara á aðeins einum mánuði í Bandaríkjun- um einum. Ekki hefur hún að- eins fengið góða aðsókn heldur rífandi góða dóma, til dæmis sagði einn gagnrýnandinn hjá NBC sjónvarpsstööinni: „Besta mynd ársins, Bruce Willis er meiri háttar." Bruce Willfs og Bonnie Bedila f hinni nýju mynd sem kvikmynda- gagnrýnandi NBC segir að sé besta mynd ársins. Fyrri myndin var ein sú best sótta hér á landi í fyrrahaust. „RAUÐKLÍDDA KONAN“ í NÝRRI KVIKMYND Þeir sem sáu kvikmynd- ina A Woman in Red, þar sem Gene Wilder leikur sómakæran eiginmann sem lætur glepjast af kyntöfr- um rauðklæddrar konu með þeim afleiðingum að hann á um fátt að ræða annað en sjálfsmorð, muna eflaust eftir rauð- klæddu kon- unni sem lék á móti honum. Hún heitir annars Kelly Le Brock og er gift leikaranum Steven Seagal. Nýlega léku þau hjónin saman í kvikmyndinni Hard to Kill (Ódrepandi) þar sem hann leikur leynilögreglumann sem verður fyrir skoti eftir að hafa rannsakað flókið morðmál. Hún leikur hjúkrunarkonu sem hjálpar honum að vakna til lífs- ins af sjö ára löngum dásvefni. Annars var Kelly áður vinkona söngvarans Rods Stewart. Hún á nú tveggja ára dóttur með manni sínum og í haust eiga þau von á barni í viðbót. Bruce Willis sló í gegn í sjónvarpsmyndaflokknum Moon-lightning, slðan sló hann í gegn ( Die Hard og hlaut heimsfrægð fyrir, þá lék hann í myndinni In Country sem hlaut litla aðsókn. Bruce er giftur leikkonunni Demi Moore sem hefur leikið í St. Elmos Fire og About Last Night, þá á móti Rob Lowe. Bruce og Demi eiga eitt barn saman. Renny Harlin er leikstjóri Die Hard II. Renny erfinnskur og hefur leikstýrt nokkrum millimyndum, til dæmis Born American. Við tökur á þeirri vesælu mynd var bíllinn hans heimilið og maturinn hans dósasúpa en hann gafst ekki upp og fékk síðan tækifæri til að leikstýra Nightmare on Elm Street 4, vinsælustu myndinni í myndaflokknum um Freddy Kruger. Eftir það fékk hann samning um nokkrar myndir fyrir 20th Century Fox kvik- myndafyrirtækið. Þar á meðal eru Adventurus of Ford Fair- laine, nýfrumsýnd í Bandaríkj- unum, og Die Hard II. Hann er nú með Die Hard II búinn að sanna að hann er frábær leik- stjóri og er kallaður hinn finnski Spielberg. Hann er núna að undirbúa tökur á myndum sem heita Gale Force og Aleins III. Það er engin spurning hver er mynd myndanna í sumar í Bandaríkjunum þetta árið en eftir að vita hvort hún verður vinsælasta myndin hérlendis. Síðasta haust var Die Hard ein mest sótta myndin hér á landi og komu 37 þúsund manns að sjá hana. □ k. • -i1

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.