Vikan - 23.08.1990, Blaðsíða 46
TEXTI OG MYNDIR; RAGNAR LÁR
KOMIÐ VIÐ HJÁ
SIGLINGAKLÚBBNUM
SIGURFARA Á
SELTJARNARNESI
Þeir sem leið eiga um
Suðurströnd á Seltjarn-
arnesi taka eftir nokkr-
um hafnarframkvæmdum sem
þar hafa staðið yfir að undan-
förnu. Á sjávarkambinum húka
nokkrir skúrar og standa bátar
hjá. Fram i sjóinn liggur mynd-
arlegur grjótgarður og skýlir
fyrir austanáttinni. Einn af
skúrunum er í eigu björgunar-
sveitarinnar Alberts á Seltjarn-
arnesi og geymir sveitin tæki
A
Jón Teitur kemur á
fullri ferð að hafnar-
garðinum...
bátnum...
A
... og réttir hann við
að nýju.
og tól í skúrnum. Einn skúrinn
er hins vegar í eigu Seltjarn-
arnesbæjar og hefur tóm-
stundaráð bæjarins aöstöðu í
þeim híbýlum. Enn er þarna
skúr sem sjósleðamenn hafa
umráða yfir og leigja þeir út
þessi nýtilkomnu tómstunda-
tæki. Úti á voginum má líta
þessa sleða sem þeysast um
hafflötinn með fretum og
skellum. Þar gefur einnig að
líta litla báta undir seglum og
enn eru þar bátar sem knúðir
eru með árum. Það er sem
sagt mikið um að vera þarna á
voginum og við hann og eru
flestir sem tækjunum stjórna
ungir að árum.
UNGUR LEIÐBEINANDI
Þegar okkur ber að garði
stendur yfir fyrirlestur í húsa-
kynnum tómstundaráðsins.
Við veitum því strax athygli að
fyrirlesarinn er kornungur og
skýrir fyrir enn yngri nemend-
um galdur siglinganna. Máli
sínu til skýringar teiknar hann
bát með hvítri krít á græna
töflu og dregur síðan örvar
sem eiga að tákna vindáttina.
Þá spyr hann einn nemandann
hvernig hann ætli að sigla í
stefnu á bauju sem hann
teiknar einnig á töfluna. Kenn-
arinn lætur ekki nægja að bera
upp spurninguna heldur segir
hann nemandanum að koma
Leiðbeinandinn
Ólafur Finnbogason
kennir ungum
nemendum galdur-
inn að sigla móti
vindi.
V
Þeir Ólafur Finnbogason og Jón
Teitur Sigmundsson eru leiðbein-
endur hjá Siglingaklúbbnum
Sigurfara á Seltjarnarnesi.
upp að töflunni og teikna þá
leið sem hann mundi sigla til
að komast fyrir baujuna. Nem-
andinn gengur að töflunni og
teiknar leiðina sem hann
mundi velja. Kennarinn er ekki
ánægður með útkomuna,
þurrkar út strikin sem nemand-
inn hefur gert og teiknar síðan
þá leið sem best væri að fara.
Þannig gengur þetta fyrir sig
um stund. Kennarinn býr til
nýjar aðstæður á töfluna og
skýrir út með strikum hvernig
best væri að leysa hinar ýmsu
aðstæður hvað siglinguna
varðar.
TÍU DAGA NÁMSKEIÐ
Okkur leikur forvitni á að vita
nánari deili á kennaranum og
þeirri starfsemi sem fram fer
þarna við Suðurströnd. Við
náum tali af honum að
kennslustund lokinni og spyrj-
um hann að nafni. Hann
kveðst heita Ólafur Finnboga-
son og hafa byrjað í siglingum
þegar hann var tíu ára. Það
séu nú um níu ár síðan Sigl-
ingaklúbburinn Sigurfari var
stofnaður en það sé tóm-
stundaráð Seltjarnarnesbæjar
sem sjái um rekstur klúbbsins.
Ólafur segir klúbbinn hafa til
umráða litla seglbáta og ára-
báta. Ólafur segir seglbátana
vera af tegundunum Topper,
Laser og Optimist. Hvert
námskeið standi í tíu daga og
sé þátttaka mjög góö. Ölafur
segir að siglingakeppnir séu
haldnar með vissu millibili og
fari þær flestar fram í Naut-
hólsvík. Námið er bæði verk-
legt og bóklegt, segir Ólafur.
Hann segir ennfremur að
áhugi þátttakenda sé mjög
mikill og félagsandinn sé með
afbrigöum góður.
HVAÐ UNGUR NEMUR
„UNGUR“ TEMUR
Að gefnum þessum upplýsing-
um gengur Ólafur með okkur
niöur að naustinu. Þar eru bát-
ar af ýmsum stærðum og
gerðum eins og áður er getið.
Þar er fjöldi barna og unglinga
og eru margir í flotbúningum
og allir í björgunarvestum.
Ólafur segir nemendur venjast
því fljótt að blotna og þyki
flestum hið mesta sport að
koma rennandi blautir heim.
Niðri við naustið er félagi
Ólafs, Jón Teitur Sigmunds-
son, en þeir tveir annast nám-
skeiðin. Við fáum þá félagana
til að stilla sér upp fyrir mynda-
Frh. á bls. 61
46 VIKAN 17. TBL. 1990