Vikan


Vikan - 23.08.1990, Blaðsíða 16

Vikan - 23.08.1990, Blaðsíða 16
Frh. af bls. 14 Tónlistarskólinn í Reykjavík, tónmennta- og tónfræðideiid Tölvuskóli Verslunarskóla íslands Háskólinn á Akureyri Ljósmæðraskóli fslands Samvinnuháskólinn, rekstrarfræðideild Sérskólar, sem lánaö er til náms í, eru eftir- farandi: Fiskvinnsluskólinn, fisktæknanám Fósturskóli fslands Iðnskólar, framhaldsdeildir íþróttakennaraskóli íslands Myndlista- og handíðaskólinn Leiklistarskóli fslands Stýrimannaskólar Tónlistarskólar, á 7. námsstigi og ofar Tækniskóli fslands, raungreinadeild, rekstrardeild og iðnfræðibrautir Tannsmíðaskóli (slands Vélskólar Þroskaþjálfaskóli fslands. Tekið er fram að nám í fjölbrautaskólum og öðrum skólum, sem útskrifa stúdenta, sé að jafnaði ekki lánshæft, samkvæmt þessum flokki. Þá er komið að því sem Lánasjóðurinn kallar ANNAÐ SÉRNÁM: Námsmaður þarf að hafa náð 20 ára aldri á almanaksárinu sem lánið er veitt. Ef námið er liður f stúdentsnámi er það að jafnaði ekki lánshæft. Dæmi um nám sem lánað hefur verið út á samkæmt þessari reglu: Bændaskólar, bændadeildir Lyfjatækniskóli íslands Fiskvinnsluskólinn, fiskiðnnám Meistaraskóli iðnaðarins Garðyrkjuskóli ríkisins Skrifstofu- og einkaritaraskólinn Hótel- og veitingaskóli fslands Tækniskóli íslands, tvær fyrstu annir Iðnskólar, allt nema almennt nám og fornám Samvinnuháskólinn, undirbúningsdeild Kirkjubæjarskóli, fiskeldi NÁM í ÚTLÖNDUM HÁSKÓLANÁM: Lánað er til framhaldsnáms við skóla og stofnanir sem gera sambærilegar kröfur til nemenda og gerðar eru í háskóla- námi hér á landi. SÉRNÁM: Heimilt er að veita lán til sérnáms erlendis ef ekki er hægt að stunda hliðstætt nám hér á landi. Þetta nám verður þó að upp- fylla kröfur Lánasjóðsins um eöli, uppbygg- ingu, námslengd og starfsréttindi og að vera nægilega veigamikið nám til að lán sé veitt út á það. MÁLANÁM TIL UNDIRBÚNINGS NÁMI: Lánasjóðurinn veitir einnig lán til eins misseris málanáms, til undirbúnings annars náms er- lendis. Þetta gildir um nám í öörum tungum en ensku og Norðurlandamálunum að undanskil- inni finnsku. SKÓLAGJÖLD: Sérstakar reglur gilda um lán vegna skólagjalda. Þær hljóða svona: Lán vegna skólagjalda er aðeins veitt vegna há- skólanáms og sérnáms erlendis sem ekki verður stundað á íslandi. Einnig er veitt lán vegna skólagjalda við viðurkennda skóla á ís- landi ef skólagjöld eru 15.000 krónur eða hærri. Hámarkslán vegna skólagjalda í fyrri- hlutanámi (BA, BSc) eru 5000 dollarar eða jafngildi í annarri mynt. í framhaldsnámi (grad- uate námi) er lánað fyrir skólagjöldum að fullu enda sýni námsmaður fram á nauðsyn þess að greiða þau. ATHUGA MÁLIÐ FYRST: Varðandi lán til náms bæði erlendis og hér á landi er rétt að undirstrika nauösyn þess að fólk kynni sér allar reglur og annað hjá Lánasjóðnum áður en það ákveður að leggja út í nám. NÁMSTÍMI Til þess að námsmaður, sem nýtur lána frá Lánasjóðnum, geti haldið áfram að fá lán það- an þarf hann að uppfylla kröfur viðkomandi skóla um námsafköst og námstíma og lág- markseinkunnir. Fulltrúar Lánasjóðsins fylgjast með námsafköstum nemenda ár hvert. Tillit er tekið til veikinda, barnsburðar og fleira. Lánasjóðurinn veitir lán til allt að sjö ára samanlagt ef öðrum skilyrðum um námið er fullnægt. Til að fá lán til lengra náms þarf við- komandi námsmaður að gera sérstaka grein fyrir námi sínu. TEKJUR NÁMSMANNA Námsmaður, sem lán fær hjá Lánasjóðnum, hefur heimild til að vinna þann tíma sem hann telst í leyfi frá námi. Ef tekjur verða hins vegar umfram reiknaðan framfærslukostnað lækka þessar tekjur námslánið sem nemur 75% af umframtekjunum. Lánasjóðurinn er með ein- faldar og skýrar reglur um það hvað telst til tekna námsmanna. Einnig eru reglur um hvernig fulltrúar Lána- sjóðsins geti haft eftirlit með því að námsmenn gefi réttar upplýsingar um tekjur sínar. Hver sá sem tekur lán hjá Lánasjóðnum gefur jafnframt heimild til þess að fulltrúar sjóðsins skoði skattskýrsiu hans og raunar eiga allir að senda afrit af skattskýrslu sinni til sjóðsins árlega. □ HVAÐFÆST SVOMIKIÐ LÁNAÐ? Verðtryggt en vaxta- laust og greiðist upp ó allt að 40 órum en þó erafgangurinn.ef einhver er, afskrifaður Oll lán Lánasjóðs íslenskra námsmanna eru miðuð við á- kveðinn grunnkostnað sem til dœmis má kalla framfœrslu- kostnað. Nú má auðvitað öll- um vera Ijóst að það er ekki nokkur leið að komast að neinni poftþéttri niðurstöðu um hvað framfœrslukostnaður fólks er hár eða á að vera hár. Um það hljóta skoðanirnar að vera jafnskiptar og mennirnir eru margir. Það er því stjórn Lánasjóðsins sem ákveður þá upphœð sem telja skal framfœrslukostnað. Síðan eru kostnaðartölur auðvitað mismun- andi eftir þeim löndum sem nám er stundað í. Þessar tölur eru líka endurskoðaðar með SPARISJOÐUR REYKJAVIKUR OG NAGRENNIS GERIR NÁMSMÖNNUM TILBOÐ: Allf að elnnar milljóna lán við lok námsins VILJUM STYÐJA VIÐ BAKIÐ Á NÁMSMÖNNUM ÞEGAR ÞEIR ÞURFA MEST Á AÐ HALDA, SEGIR JÓNÍNA KRISTJÁNSDÓTTIR FORSTÖÐUMAÐUR VERÐBRÉFAMARKAÐAR SPRON Það er Lánasjóður íslenskra námsmanna, sem útdeilir fjármagninu sem námsmenn nota síðan sér og sínum tii framfærslu. Þetta eru stórar upphæðir, svo skiptir millj- örðum og auðvitað vilja bankar og spari- sjóðir fá námsmenn til að varðveita fjár- muni sína í viðkomandi lanastofnunum. Tveir aðilar úr þessum hópi bjóða náms- mönnum upp á sérstaka þjónustu og ýmis sérkjör gegn því að námsián viðkomandi fari í gegnum sömu lánastofnun. Þetta eru Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis og Landsbanki íslands. VIKAN ræddi við Jónínu Kristjánsdóttur, forstöðumann verðbréfamarkaðar Sparisjóðs- ins, en SPRON gerði nýverið samkomulag við Bandalag íslenskra sérskólanema. Sam- kvæmt því njóta félagar í bandalaginu (venju- lega skammstafað BÍSN) sérkjara og fyrir- 16 VIKAN 17. TBL. 1990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.