Vikan - 08.12.1938, Síða 23
Nr. 4, 1938
VIKAN
23
Með því <að skipta við
Eimskip vinnið
þér þrennt:
1. Fáið vörurnar fluttar fyrir lægsta
verð með mesta öryggi.
2. Þegar þér ferðist fáið þér þægilega
klefa, ágætan mat og- góða aðhlyn-n-
ingu.
3. Styðjið um leið íslenzkt fyrirtæki
og íslenzkt atvinnulíf.
Skiptið eingöngu við Eimskip,
L'k
runin mislol<sf
enur[ovimabciela
m<?(5 (ovi að senola
kjolinn
Börn í sunnudagaskóla voru eitt sinn
spurð að því meðal annars, hvað það væri,
að bera ljúgvitni gegn náunga sínum.
Eitt barnið svaraði:
— Það er þegar enginn gerir neitt og
svo fer einhver að segja frá því.
*
— Er farangurinn minn kominn upp í
vagninn ?
— Já, frú.
— Og hefi ég ekkert skilið eftir?
— Ekki fimmeyring, frú.
EÍNALAUG REVK3AVIKUR
',0
Vikan
Maður nokkur, er hafði verið mjög
óhamingjusamur í hjónabandi, missti konu
sína og gifti sig strax aftur. Einn af
kunningjum hans sagði við það tækifæri:
— Það er sigur vonarinnar yfir reynsl-
unni.
*
Skólastjórinn: Flengdi ég þig ekki um
daginn ?
Drengurinn: Jú, herra.
Skólastjórinn: Og hvað segir ritningin
um þetta?
Drengurinn: Sælla er að gefa en þiggja.
#
Presturinn (i stólræðu): Og munið það,
kæru, kristnu vinir, að við siglum öll niður
fljót tímans og hljótum óhjákvæmilega
fyrr eða síðar að lenda á hinu mikla hafi
eilífðarinnar.
Eitt sinn var sveitaprestur að prédika
á föstudaginn langa. Prédikun hans var
svo innfjálg að allir fóru að gráta í kirkj-
unni að einum undanteknum.
Þegar sá var spurður, hvers vegna hann
gréti ekki eins og hinir, svaraði hann:
— Ég á heima í annari sókn.
Maður nokkur hafði orð á því að há-
degistíminn væri stöðugt að færast aftur.
— Og það endar með því, sagði hann,
að við borðum ekki hádegisverð fyrr en
á morgun.
.# v
— Þér ættuð heldur að biðja um sið-
prýði en peninga, sagði prúðbúinn maður
við betlara.
— Ég bað um það, sem ég hélt að þér
hefðuð meira af, svaraði betlarinn.
Prestur (er að spyrja börn): Hver eru
hin ytri, sýnilegu merki skírnarinnar.
— Barnið, var svarað.
*
Atorkusamur iðnaðarmáður hafði tekið
nýjan lærling. Fyrsta morguninn vakti
hann lærlinginn með því að segja að fjöl-
skyldan væri sezt að matborði.
— Þakka þér fyrir, svaraði lærlingur-
inn, — en ég er ekki vanur að borða á
nóttunni. Svo sneri hann sér til veggjar
og fékk sér blund.