Vikan


Vikan - 17.12.1942, Side 4

Vikan - 17.12.1942, Side 4
4 JÓLABLAÐ VTKUNNAR 1942 Fatnadarvörur Gott úrval. — Smekklegar vörur. Hálsbindi f jölda tegundir. Skrautlegt úrval. Skyrtur Peysur Belti. GEYSIR 7, FATADEILDIN Gúmmíkápur Rykfrakkar Regnkápur Jólabókín er komin ^JiÁscbfynih tun EjunaJi Frú Valgerður Benediktsson hefur lagt til efni í bókina, en Guðni magister Jónsson skrásett hana. En auk þeirra rita minningar um Einar Benediktsson þeir Árni Pálsson prófessor, Benedikt Sveinsson skjalavörður og Árni Jónsson frá Múla. En myndir og teikningar yfir köflum gerðu íslenzku listamennimir Jóhannes Sveinsson Kjarval, Ásgrímur Jónsson, Guðmundur Einarsson frá Miðdal, Gunnlaugur Blöndal, Eggert Guðmundsson og Jón Engilberts. Það má því með sanni segja, að hér hafi margir og góðir menn lagt hönd að verki. Benedikt Sveinsson segir meðal annars: „Ég hefi eng- um manni kynnzt, er hafi haft glæsilegri hugsjónir um hag Islands og framtíð þjóðarinnar en Einar Benediktsson. Fulltreystum því, að stórhugur hans þróist í þjóðaranda Islendinga í orði og verki á ókomnum öldum.“ Ámi Pálsson segir: „Einar Benediktsson þráði það ákaf- ar en nokkur annar maður, sem ég hefi þekkt, að ný öld rynni yfir Island. Nýir atvinnuvegir til sjávar og sveita, nýr skáldskapur, nýjar listir á öllum sviðum og ný kyn- slóð. En sú hin nýja kynslóð skyldi minnast þess vendilega, af hverjum rótum hún var runnin.“ Ámi Jónsson frá Múla segir: „Ef Einar Benediktsson hefði verið uppi á galdraöld, er vafasamt, að hann hefði þurft að kemba hæmmar. Það er fullt eins trúlegt, að einhverjir röggsamir forsvarsmenn þess aldafars hefðu hlaðið honum viðeigandi bálköst, áður en f jölkyngi hans magnaðist um of. Því vitanlega var Einar f jölkunnugur. Honum var ekki markaður bás. Hann kannaði djúp og kleif tinda. Hann hóf sig til flugs og skygndist um „drottnanna hásal“. Hann kafaði „eldsjóinn mikla“, undir storknu haf- borði moldar og grjóta“. Hann sáldraði milli fingra sér allt hið smæsta, allt hið stærsta, duft jarðar, jafnt og stjömur himinsins. Engin hugsun var svo djarfleg, að hann réðist ekki í að binda hana í orð.“ Frásögn frú Valgerðar er létt og tildurlaus og er ljómi yfir fyrstu árum þeirra hjóna: „Fundum okkar Einars Benediktssonar bar fyrst saman, þegartég var nýfermd, 14 ára gömul. Það var um sumarið um þingtímann. Einar var þá þingskrifari .... Á þeim átta mánuðum, sem við vorum trúlofuð, hittumst við oft og áttum tal samán um margt, eins og lög gera ráð fyrir .... En ein okkar bezta skemmtun var að fara á skautum á kvöldin á tjöminni.“ Þetta er bók, sem allir geta lesið sér til ánægju. — SKÓLASYSTUR heitir nýjasta bókin handa ungum stúlkum. Þetta er jólabókin. Bólccaverzlun ísafoldar og útibáíð Laugaveg 12.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.