Vikan - 17.12.1942, Blaðsíða 8
8
JÓLABLAÐ VIKUNNAR 1942
— t. d: skóaraiðn og klæðskera, svo og
körfugerð.“
Pilturinn hristi höfuðið og brosti við.
,,Æ-nei, yðar háæruverðugheit,“ sagði
hann. „Það tekur svo langan tíma, að læra
iðnir, að ég myndi verða að fábjána á með-
an. Það myndi ekki svara kostnaði. Ég
myndi verða yður til þyngsla.“
,,Ég myndi sennilega vera dómbærari en
þú um það,“ svaraði biskup all-önuglega.
Hann var að hugsa um ummæli drengsins
um hvíta ostinn. Pábreytt myndi vera fæð-
ið þar, sem hvítur ostur var slíkt sælgæti.
„Við skulum nú vera hreinskilnir," varð
honum að orði. „Segðu mér, hvað þú vilt
verða.“
„Beiningamaður!“ sagði drengurinn og
brá fyrir kátínuleiftri í dökkum augunum.
„Beiningamaður?“ endurtók biskup
undrandi.
„Því ekki það?“ varð drengnum að orði,
eins og þetta væri ákaflega blátt áfram.
„Faðir minn betlaði í tíu ár á dómkirkju-
tröppunum. Það var áður en yðar háæru-
verðugheit komuð hingað, en hann var
fyrirmyndar beiningamaður og meistari í
sínu fagi. Að vísu varð hann að þola sí-
felldar ofsóknir af hinu háttvirta sambandi
beiningamanna í Remó, þar eð hann var
aðkomumaður. Það varð orsök þess, að
við misstum aleigu okkar. Því að þegar
föður mínum var tekið að förlast, fleygðu
þeir honum í kaldan poll og ætluðu að
drekkja honum. En hann fékk slæmt kvef
og dó af því. En þegar hann var upp á
sitt-ið-bezta, gat hann betlað á við hverja
tvo þeirra. Ef að þér viljið, get ég sýnt
yður hið dásamlega yfirliðs-númer hans,
þegar hann ranghvolfdi í sér augunum
og ---------“
„Ég myndi ekkert vilja síður sjá,“ sagði
biskup, forviða og vonsvikinn, því að hans
áliti var það ósamboðið manni á bezta
aldri, þó að örkumla væri, að geta ekki
látið sér detta eitthvað annað betra í hug,
en að gerast beiningamaður. „Og svo er
nú það,“ hélt hann áfram, „að ef þeir hafa
ofsótt föður þinn, myndu þeir eflaust of-
sækja þig líka.“
„Mig?“ gall pilturinn við, og hló. „Nei,
ó-nei! Þegar þeim skilst, hvað í húfi er,
myndu þeir ekki þora að snerta mig, —
ekki einu sinni hann Guiseppe krókur. Ég
myndi vera beiningamaður yðar velæru-
verðugheita — beiningamaður biskups-
ins!“ Og á svip hans mátti sjá það, að
hann var öruggur og ákaflega ánægður
með þessar framtíðarhorfur.
Biskupinn starði á hann langa stund,
alveg orðlaus. „Þetta er það, sem fyrir þér
vakir?“ sagði hann svo, og röddin var
þyrkingsleg.
„Þetta er það, sem fyrir mér vakir,“
endurtók pilturinn og kinkaði kolli.
„Látum svo vera,“ mælti biskup og fór
frá honum. En þegar ökumaðurinn kom til
hans daginn eftir, til þess að fá sínar fyrir-
skipanir, átti biskup fullt í fangi með að
sitja á sér að hella ekki yfir hann skömm-
um.
Það var f jarri því, að biskup væri hlynt-
ur beiningamönnum. Og ef ekki hefði það
verið vegna fornrar hefðar og kristilegs
umburðarlyndis, þá hefði hann verið bú-
inn að flæma alla beiningamenn í burtu frá
dómkirkjudyrunum. En honum var ekki
hægt um vik í þessu. Hann vissi, að það
myndi mælast illa fyrir. Samt sem áður
var það venja hans, að þegar ekki varð
hjá því komist, að hann yrði að fara þar
um, sem beiningamennirnir voru, lagði
hann svo fyrir ölmusu-ráðsmann sinn, að
hann útdeildi hæfilegri upphæð smápen-
inga meðal þeirra, en sjálfur gerði hann
sér far um, að koma ekki nálægt þeim,
svo að hann fyndi ekki af þeim ódauninn.
Honum var viðurstyggð að heyra kvein-
stafi þeirra, harmatölurnar um eymd og
volæði, sem margir hverjir gerðu sér upp,
og að sjá skítugu garmana, sem þeir voru í.
Nú leit út fyrir, að hann myndi hafa
sinn eigin beiningamann. Hann myndi hafa
tekið þetta sem hæfilega refsingu á dramb-
látan mann. En sjálfur fannst honum hann
vera fjarri því að vera dramblátur. Og
hann leit ekki á slysið öðru vísi en slys.
Ef hann hefði viljandi látið hestana troða
piltinn undir fótum — en hann hafði ekki
gert það. Hann var vinsæll maður, at-
kvæðamaður, einarður, — upprennandi
stjarna í kirkjunni. En hann varð að sitja
með þennan beiningamann, hvort sem hon-
um líkaði betur eða verr. Hann varð að
þola það, að sjá hann á hverjum degi við
kirkjudyrnar, þennan s i n n beininga-
mann, — lifandi ,,lexía“ um hóglífi og
hugsunarleysi. Þetta var að vísu smávægi-
legt, en það skemmdi fyrir honum miðdeg-
isverðinn og undan því var að koma sár
blettur á sálina.
En af því að hann var sá maður, sem
hann var, setti hann upp grímu. Hann ætl-
aði að tala um þetta hispurslaust, svo að
öllum yrði um það kunnugt — það myndi
að minnsta kosti geta afstýrt því, að hann
yrði að athlægi. Hann talaði um það við
einkaritara sinn, og einkaritarinn félst á,
að þetta væri ákaflega virðuleg og kristi-
leg hugmynd hjá hans háæruverðugheit-
um, en biskupnum datt í hug, hvort mað-
urinn væri að hlæja að sér innvortis. Hann
talaði um þetta við aðra menn. Og auð-
vitað var honum hælt fyrir ráðsnilld. 1
hvert skipti, sem hann minntist á það, var
hnífi snúið í opnu sári í hjarta hans. En
JJóía/æígl.
Óma kirkjuklukkur,
komin eru jólin.
Helg-i fyllir hugi,
hjörtu, kærleikssólin.
Inn í afdal-í jalla
út til syðstu voga
kyrrt í húmi kvöldsins
kerti fögur loga.
Allir verða vinir —
— verða börn að nýju.
Vekur sál úr viðjum
viðkvæmni og hlýju.
I.jóma lúin andlit,
ljóssins hátíð fagna.
Dægurþras og deilur
’dvina út og þagna.
Ylur sá er innra
oss með vaknað hefur,
er að ofan sendur,
Alvaldur hanan gefur.
— Um aldir Ijómar ljósið,
ljósið, töfra-bjarta,
jólagjöf frá guði,
— gjöf til syndugs hjarta.
INGÓLFUR KRISTJÁNSSON
frá Hausthúsum.
þ a ð aftraði honum ekki frá því að tala
um það, né heldur að ganga eftir því, að
vel væri séð um Luigi í alla staði.
Þó var það svo, að hann kveið fyrir
þeim degi, er Luigi tæki sér aðsetur á
dómkirkjutröppunum. Hann gerði raunar
hvort tveggja, að kvíða fyrir því og þreyja
það, í senn. Því að þá var það loks skeð.
Síðan myndi það verða eins og hver önn-
ur venja, og smám saman myndi Luigi
hverfa í fjölda hinna kveinandi beininga-
manna, sem þyrptust að kirkjutröppunum.
En þetta reyndist nú ekki alveg svona ein-
falt.
Hann dáðist að því — og kenndi þó
jafnframt andstyggðar —, hversu vand-
lega Luigi bjó sig undir þetta ,,lífsstarf“
sitt. Hann heyrði kveinstafi hans langar
leiðir, þegar hann var að „æfa sig“, í
starfsfólks-íbúðinni, — og svo: „tíu skúdí
handa Luigi!“ Hann sá kerruna og hækj-
urnar, sem Luigi hafði smíðað sér.
Stundum heyrði hann hlátursköll þjón-
ustufólksins, þegar beiningatnaðurinn var
að segja þeim frægðarsögur af föður sín-
um. Að öllu þessu var biskupi hin mesta
raun. En loks rann upp sá dagur, er Luigi
hafði ákveðið að flytja búferlum.
Biskup tók eftir því, sér til sárrar
gremju, að pilturinn hafði hvorki þvegið
sér né farið í sæmileg föt, — heldur var
hann óhreinn og í fatatötrum. Hann ætlaði
að ávíta piltinn fyrir þetta, en hætti við
það, því að það virtist vera raunalegur
sannleikur, að beiningamenn verða að láta
það sjást í .klæðaburði, hverjir þeir eru.
En biskupinum féll þetta ekki. Hann
spurði Luigi þurrlega, hvar hann ætlaði að
hafast við.
„Skrifari yðar háæruverðugheita hefir
útvegað mér hentuga vistarveru,“ svaraði
Luigi með ákafa. „Hún er á stofuhæðinni,
í ræningjabæli, rétt hjá ánni, og þar get
ég komið fyrir kerrunni minni — og hækj-
unum. Hann ætlar að flytja mig þangað
í kvöld. Á morgun verð ég svo á mínum
stað á kirkjutröppunum," og hann brosti
sigurbrosi til biskups. „Það verður mikill
dagur,“ bætti hann við.
„Svo er það,“ muldraði biskup, — hann
treysti sér ekki til að segja meira.
„En áður en ég fer,“ hélt Luigi áfram,
„verð ég að þakka yðar háæruverðugheit-
um fyrir góðsemi yðar og biðja yður að
blessa starf mitt. Það færi ekki nema vel
á því, að fá blessun yðar.“
Biskupi brá. „Ég myndi vilja blessa þig,
Luigi,“ sagði hann. „En þetta starf þitt!
Ég get ekki. lýst blessuh kirkjunnar yfir
starfi manns, sem lifir á betli, en gæti haft
ofan af fyrir sér á annan hátt.“
„Jæja, — þá verð ég að fara blessunar-
laus,“ sagði Luigi og virtist kæra sig koll-
óttan. „Þegar öllu er á botninn hvolft, haf-
ið þér þegar gert mikið fyrir mig. Bein-
ingamaður biskupsins! Þau reka upp stór
augu, hann frændi minn og hún frænka,
spái ég!“
„Þú þinn upp-blásni, sjálfselslii ónytj-
ungur og erki-þorpari og sonur óguðleik-
ans — það er dáfalleg tilhugsun, að vera
fóstri þinn,“ sagði biskupinn, en hann
sagði það ekki upphátt. Hann rétti þegj-
andi fram hendina, og Luigi kyssti hring-
inn með svo sakleysislegri lotningu, að
það lá við að biskup kæmist svo við af því,
að hann legði blessun sína yfir hann. En
hann lét standa við fyrri ákvörðun sína
og gekk frá Luigi þegjandi.
Biskupi varð ekki svefnsamt um nótt-
ina, en þegar hann blundaði, ásótti Luigi
hann í draumum. Hann dreymdi, að
vegna synda sinna yrði hann að bera Luigi
Framhald á bls. 55.