Vikan


Vikan - 17.12.1942, Side 14

Vikan - 17.12.1942, Side 14
14 JÓLABLAÐ VIICUNNAR 1942 Greinar-stúfurinn, sem hér fer á eftir, er kafli úr ritgerð, er birtist í ameriska tíma- ritinu „The Christian Advocate", en höf- undurinn er merkur rithöfundur og kennari við guðfræðideild háskólans í Boston. Áður hafði hann gegnt prestsstöfum um 38 ára skeið og þjónað ýmsum helztu söfnuðum Meþódista í San Francisco og Kansas-borg. Af ritum hans, þeim sem kunnust eru, auk guðfræðirita, má nefna: „Henry Ford, The Man and his Motives" og „How to get most out of liife“. VIÐ sátum, nokkrir kunningjar, og vorum að skrafa saman að loknum miðdegisverði. Vegna þess að þakk- arhátíðirnar* stóðu fyrir dyrum, þó að menn þættust ekki hafa neinar fregnir af auðsældinni, hné talið að því, hvað við ætt- um eiginlega að þakka fyrir. Prestur nokk- ur, sem þarna var viðstaddur, spurði: „Hvað gæti ég sagt í prédikun um þetta, sem væri sannfærandi ?“ Með þessu var stíflan opnuð. Einn okk- ar sagði: „Jæja, ég er, að mínu leyti, þakk- látur kennslukonu einni, frú Wendt að nafni, sem lagði það á sig, fyrir 30 árum síðan, að kynna mér Tennyson.“ Það kom þá á daginn, að þessi kennslukona hafði * Þakkargjörða-dagur er einn af heíztu há- tíðisdögum Bandaríkjamanna (hann er og hald- inn hátíðlegur i Kanada). Þessi dagur var fyrst haldinn hátíðlegur snemma á 17. öld og var til- efnið þá óvenjulegt góðæri og friðarsamningar, sem hinir svonefndu Pílagrímar sömdu við Indí- ána. — Að þessu sinni var þakkargjörðardagur- inn haldinn hátíðlegur hinn 26. nóvember. — I sambandi við þetta er nóvembermánaður oft nefndur þakkargjörða-mánuður. verið í Betlehem, þá myndir þú ekki hafa skipt þér meira um hann en hinir gerðu. Nú, þegar það er opinbert, hver hann er, nú viltu þjóna honum. Kæmi hann nú og legðist í jötu og léti segja þér, að það væri hann, sem þú veizt svo mikið um, þá mynd- irðu sjálfsagt eitthvað gera til heiðurs hon- um, en fyrst hefðirðu ekki gert það. Hefði einhver sagt ;ríka manninum í guðsspjall- inu, hversu mikill hinn fátæki Lazarus átti að verða síðar, þá hefði hann vissu- lega ekki látið hann liggja líknarlausan. Væri náungi þinn þannig sá maður, sem hann kann að verða, þá myndirðu án efa þjóna honum. En nú------blæs þú því öllu út í veður og vind og þekkir ekki Drott- inn þinn í náunga þínum, og gerir ekki heldur til hans eins og Drottinn gerði til þín. Bið því Guð, að hann fyrir anda sinn láti þig reyna þá náð, sem opinberuð er í Frelsaranum og smakka þann mikla fögn- uð, sem boðaður er öllum mönnum í dag. Þá mun hjarta þitt fyllast af kærleika til Guðs og innilegum kærleika til náunga þíns.“ Eftir WILLIAM L. STIDGER. vakið áhuga hans á bókmenntum, en það hafði síðan þroskað málsnilldarhæfileika hans. „Veit þessi frú Wendt um það, að hún á þennan þátt í því, hvernig þér hefir famast í lífinu?“ spurði einhver. ,,Ég er hræddur um, að svo sé ekki. Ég hefi aldrei gert mér það ómak, að segja henni frá því.“ „Hvers vegna skrifar þú henni þá ekki? Vissulega myndi það gleðja hana, ef hún er lífs, og þú myndir einnig verða ánægð- ari sjálfur, eftir á. Við emm allt of fáir, sem iðkum þakklátssemi.“ Þetta tal beit mig, vegna þess, að frú Wendt hafði verið kennari minn, og ég var sá, sem ekki hafði skrifað. Ávítur vinar míns gerðu mér ljóst, að ég hafði þegið dýrmæta leiðbeiningu, en hafði ekki gert mér það ómak, að þakka fyrir. 1 þeirri von, að frú Wendt væri enn lífs, ritaði ég henni fáeinar línur, sem ég nefndi, með ^jálfum mér, þakkarbréf. Bréf mitt var sent úr einni borginni í aðra. Loks kom það henni í hendur, og svona er bréfið, sem ég fékk aftur, ritað skjálfandi hendi gamallar konu: „Kæri Villi mmn!“ Þetta ávarp út af fyrir sig nægði til að hlýja mér um hjartarætur — fimmtugum manni, feitum og sköllóttum. Ég hélt áfram lestrinum: „Ég get ekki með orðum lýst, hve mikils virði mér var að fá bréfið þitt. Ég er nú á áttræðisaldri og ein míns liðs, í lítilli herbergiskytru, matreiði handa mér sjálf, einmana, eins og síð- asta laufblaðið, sem orðið hefir eftir á hausti. Ef til vill hefir þú gaman af að heyra, að ég var kennslukona í 50 ár, og að bréfið þitt er fyrsti og eini viðurkenn- ingarvotturinn, sem mér hefir verið í té látinn. Það kom einn kaldan og heið- skíran haustmorgun, og það gladdi mig meira en nokkuð annað, sem til mín hefir verið talað árum saman.“ Ég játa það, að ég grét yfir þessu bréfi. Fyrsta þakkarbréfið mitt hafði gefizt svo vel, að ég skrifaði upp skrá yfir nöfn þeirra manna, sem að einhverju leyti höfðu haft góð og varanleg áhrif á líf mitt, og setti mér fyrir, að skrifa að minnsta kosti einum þeirra á degi hverjum í nóvember- mánuði. Ég sendi 50 bréf. Svör fékk ég um hæl við þeim öllum, að tveim undanskild- um. Þau bréf voru- endursend með áritun um að viðtakendur væru látnir. En jafn- vel þessum bréfum fylgdu þakklætiskveðj- ur frá ættingjum Mutaðeigenda,. — þeir þökkuðu fyrir hugulsemina. Eitt þessarra bréfa, var sérstaklega hugðnæmt. Það var frá William McDowell biskupi, en kona hans hafði einu sinni hjúkrað mér af slíkri móðurlegri ástúð, a8 mér verður það ætíð minnisstætt — en ég hafði aldrei þakkað henni fyrir það. Þetta kom mér nú í hug, og þar eð ég vissi, að konan var látin, ritaði ég þakkarbréf mitt biskupinum, manni hennar, og sagði hon- um frá endurminningum mínum um þetta atriði. Frá honum fékk ég svohljóðandi bréf: „Villi minn góður! Bréfið þitt var svo indælt, svo raun- verulegt, að þegar ég var að lesa það, hrundu mér tár af augum, þakklætis- tár. Og áður en ég vissi, hvað ég var að gera, stóð ég upp úr stólnum, kallaði upp nafnið hennar og ætlaði að fara að sýna henni bréfið — hafði þá gleymt því, að hún var horfin. Þú getur aldrei gert þér í hugarlund, hve vel þetta bréf þitt hefir hlýjað sál minni. Mér finnst ég hafa notið hlýjunnar af því allan daginn.“ I tíu ár hefi ég haldið þessari venju, að rita þakkarbréf og nú á ég hið dásamleg- asta safn svarbréfa, sem nokkur maður getur átt í eigu sinni, — rösk 500 bréf. Það er ekki mikið ómak að rita þakkar- bréf. Fáeinar línur nægja. En endurgjald- ið er svo dásamlegt, að það verður ekki metið fyrr en í eilífðinni. Og þegar ég er eitthvað hugdeigur, lít ég í þessi bréf af handahófi, mér til sálarhressingar. Hóg- værar ávítur vinar míns urðu til þess, að ég lærði lítið eitt um þakklátsemi. 'JóÉamks Eftir GRÍM THOMSEN. Upp er oss runnin úr eilífðarbrunni sannleikans sól, sólstöður bjartar birta í hjarta, boða oss jól. Lifna við ljósið liljur og rósir í sinni og sál, í hjartanu friður, forsælukliður og fagnaðarmál. Kristur er borinn, kærleika vorið komið í heim; köld hjörtu glæðir, kærleikann bræðir klakann úr þeim. Sólheima börnum - sindrar af stjörnum hinn suðlægi kross; lífsins hann lýsi og leiðina vísi innra hjá oss.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.