Vikan


Vikan - 17.12.1942, Síða 15

Vikan - 17.12.1942, Síða 15
JÓLABLAÐ VIKUNNAR 1942 15 FYRSTA bréfið var eitt af stór-undrun- um í tilveru Katrínar. Sízt af öllu hafði henni dottið það í hug, að hún myndi nokkurn tíma heyra frá Jerry framar. Allt hafði verið klappað og klárt, úti og búið þeirra á milli. Hún hikaði jafnvel við að opna umslagið. En á það voru prentaðar ýmis konar hertitla-skammstafanir, auk þess sem það var auðkennt sem „liðsfor- ingja-póstur“ frá Frakklandi, svo að lík- lega var ekki sæmandi að forsmá bréfið. Hún hafði ekkert um það heyrt, að hann væri í hernum. Undanfarin ár hafði hann látið sjá um, að hag hennar væri borgið, á mjög varfæmislegan hátt, og þannig, að hún vissi ekkert um hans gerðir. „Kæra Kata“ — þannig byrjaði bréfið. Hann var þó að minnsta kosti svo hugul- samur að kalla hana ekki „Vops“, sem fyrrum hafði verið gælunafn hans á henni. Þegar hún var loks búin að þrauthugsa það, hvað hún hefði orðið reið, ef hann hefði ávarpað hana þannig, var hún að verða hálf leið yfir því, að hann skyldi ekki hafa gert það. „Kæra Kata! Ég hefi verið að tína til hverja einustu manneskju, sem ég hefi nokkum tíma þekkt, og niðurstaðan er sú, að þú ert eina manneskjan, sem mig langar að tala við. Auðvitað ræður þú því sjálf, ef þú vilt ekki hlusta. Ég myndi sannarlega ekki lá þér það. Hins vegar þarfnast ég þín eiginlega til þess að vera eins konar jarðleiðsla fyrir skraf mitt. Lokaðu fyrir strauminn, kelli mín, ef þér sýnist svo, en opnaðu öðm hvom. Ég veit, að þú ert þama, þó að þú segir aldrei orð. Það er hálf öfugsnúið, að vera hér fyrir handan, í Frakklandi, rétt hjá skotgröf- unum, og komast svo að þeirri niðurstöðu, að í allri tilvem manns er ekki nema ein einasta manneskja, sem maður gefur nokk- um skapaðan hlut um. Það er ekki svo að skilja, að ég láti mér til hugar koma, að ég verði drepinn. Eg er nokkum veg- inn viss um, að ég verð ekki drepinn. Við erum það allir. En hvað um það, við emm eins og komnir að niðurlagi mikilfenglegs æfintýris, og það er svo margt, sem við botnum ekkert í, og hættum síðan að gefa nokkurn gaum. Það var einmitt þetta, sem olli því, að ég komast að þeirri niðurstöðu, hve mikil þú hefir verið í minni tilveru. Það er eins og þú sért einráð í öllum hugsunum mín- um. Ef eitthvað kemur fyrir skoplegt, þá vil ég helzt rjúka til að skrifa þér um það, af því að þá minnist ég þess, að fyrr- um varst þú vön að hafa gaman af öllu því sama og ég. Og ef einhver smá-harm- leikur gerist hjá okkur í herdeildinni, þá er eins og mér finnist sem það myndi ekki fá eins á mig, ef þú vissir af því. Og sumir piltarnir búa sannarlega yfir hörmum. Ég sé um ritskoðun í minni her- deild, og verð að lesa öll þeirra bréf, áður en þau eru látin fara, svo að ég veit allt um hagi þeirra. Þetta er talsvert líkt því, að afhýða baunir í tunnutali. Ég gerði það einu sinni þegar ég var strákur, og ég hefi aldrei séð önnur eins kynstur af bauna- belgjum á æfinni. Flest bréfin eru álíka svipuð hvert öðru og baunabelgir. Og það veit sá sem allt veit, að þau verða að vera það, ef þau eiga að vera samkvæmt fyrirmælum hemaðaryfirvaJdanna, sem Ein hugðnæmasta ástarsagan frá fyrri heims- styrjöldinni - en ótímabundin, eins og ástin sjáli Í$EL>l 'fxa.iA.lc j2. oddams eftirlit hafa með bréfasendingum vestur um haf. Þeir segja „Ég elska þig“ á ýms- an hátt, en þeir segja það yfirleitt á mjög ófullnægjandi hátt. Ég hygg, að það sé bréfaskoðunin, sem limlestir ímyndunarafl þeirra. Það er spauglaust að skrifa alla þá heimsku, sem manni dettur í hug, þegar maður veit, að einhver ókunnugur á eftir að lesa það og rannsaka með stækkunar- gleri og kemiskum efnum, til þess að reyna að finna, hvað maður meinar í raun og veru. Að vísu láta ekki allir limlesta fyrir sér hugmyndaflugið. Við eigum þó nokkra f jöl- hæfa iygalaupa í okkar herdeild. Þeir tala um óvinflugvélamar eins og þær væru mý- flugur, og. ókunnugir mættu ætla, að við fengjum sprengjur til morgunverðar dag- lega, í staðinn fyrir „grapefruit“. En mér skilst, að þeir skrifi annars á allt annan veg, þegar raunverulega stendur svo á, að þeir eru í eldinum. Þá orðlengja þeir ekk- ert um það, heldur skrifa undur blátt áfram, að gott sé blessað veðrið í dag og spyrja, hvernig litla baminu líði heima. En nú kem ég að aðalástæðunni til þess, að ég fór að skrifa þér. Ég veit, að þú hefir verið að brjóta heilann um það, alltaf síðan þú opnaðir bréfið. Það er út af bréfi, sem ég hafði handa á milli í dag, frá manni, sem skrifar „út frá hjartanu“. Ég ætla að taka bessaleyfi fáeinar setningar og senda þér. Bréfið byrjar á stuttu orði og laggóðu: „Elskuleg!" — og þetta er einhver fegursta kveðjan, sem hægt er að velja, þegar bréf er ritað af einhverjum, sem elskar. Kaflinn, sem mig langar sér- staklega að lofa þér að sjá, var svohljóð- andi: „Það er ekki aðeins, að í húsum geti orðið óvært fyrir ásóknum óværra anda framliðinna manna, sem þar hafa búið. Heldur og vill það einnig til, að kær heimili verða sem áleitnar afturgöngur í hugum manna. Með þessu á ég ekki við, að við þjá- umst af heimþrá. Það er aðeins að við sjáum í huganum, að hverju við eigum að hverfa, þegar við komum heim aftur. Ég efast um það, að nokkur maður, sem verið hefir hérna, myndi vera í rónni heima hjá sér, meðan vígstöðvar Ame- ríku eru hér. En mörgum oltkar kemur oft í hug ýmislegt, sem gerðist heima. Nú er vor í Frakklandi, og ég var farinn að halda, að það ætlaði að gleyma að koma. Mér finnst það vera svo ólík- legt, að nokkurs staðar geti verið vor, þar sem þú ert ekki. Það er meira að segja farið að selja fjólur héma, svo bláar, að mann tekur í hjartað, og þær biðja um að kaupa sig og senda þér. Enginn hefir látið sér detta í hug að segja þeim, að þú ert í þúsunda mílna fjarlægð, og þær skilja ekkert í því, hvers vegna ég geng fram hjá þeim.“ Þarna sérðu! Ekki gæti ég látið nokkra manneskju sjá þetta, nema þig. Mér hefði aldrei getað til hugar komið, að þessi mað- ur ætti slíka viðkvæmni til í sínum búk, ef það hefði ekki verið skylda mín að gægj- ast yfir öxlina á honum, ef svo má segja, á meðan hann var að hella sál sinni úr sjálfblekungnum. Ekki er það þó alltaf ástahjal, sem hann skrifar konunni sinni, — nefndi ég það, að bréfið var til Mrs. John Scarborough, Halés Ferry, N. Y„ og að hann heitir John Scarborough, liðþjálfi, og á eflaust heima á sama stað? Stundum eru bréfin hans með allt öðrum svip. Hér er kafli, sem ég hripaði upp úr eldra bréfi: „Kona mín og kunningi! „Hvað átt þú við með því, í síðasta bréfi, þegar þú segir, að kötturinn okk- ar, hann Surtur Smith, hafi horfið að heiman? Ég þori að hengja mig upp á það, að hann hefir gengið í herinn. Hann virtist aldrei fá nóg af áflogum heima fyrir. En ég á von á því, að svartir kettlingar verði ekki eins tígulegir í ná- grenni okkar nú í vor og þeir voni í fyrra. En það er hugsanlegt, að Surtur sé kominn heim núna. Hann var af- bragðs köttur og ég kenndi honum að vera tryggur, þegar hann var unglingur. Þú manst sjálfsagt eftir því, að ég lagði ríkt á við hann um það, áður en ég fór að heiman, að láta það ekki koma fyrir, að mýsnar áreittu þig. Rétt í þessu var einhver að blístra úti fyrir, og það lét í eyrum alveg eins og þegar þú varst að kalla á mig með blístri, í lífinu, sem ég lifði á undan þessu lífi, — lífinu, sem lokið var fyrir sex mánuðum. Þetta var svo líkt, að ég var rétt að því kominn, að stökkva upp af fletinu mínu, að skilyrðislausri skip- un hjartans, þegar skynsemin — sem mér aiinars mislíkaði við í þetta sinn — sagði mér, að þetta væri hending ein. En mér fannst þú vera svo nálægt mér sem snöggvast, að ég rétti út hendurn- ar til að snerta þig. Hana nú! Nú er blásið! Þetta er ókurteisi, en ég verð að skilja við þig, til þess að gegna störfum. Bóndi þinn.“ Jerry hafði ekki einu sinni skrifað nafn- ið sitt undir bréfið. Katrín var furðu fljót að komast að þeirri niðurstöðu, að hann hefði ekki komið því fyrir sig, hvemig hann ætti að enda sitt bréf, og hefði síðan látið kveðju hins mannsins duga fyrir bæði bréfin. Hún andvarpaði og lét bréfið saman- brotið í kjöltu sér. Það hafði vakið upp minningar, sem voru bæði sárar og skemmtilegar. Hann hafði veitt henni un- aðslegustu stundirnar, sem hún hafði lifað, og einnig hinar ömurlegustu. Ef hann hefði aðeins verið ofurlítið líkari þessum manni, sem ritað hafði þessa bréfkafla. Katrín kenndi allt í einu öfundar á þess- ari konu, sem orsök var í heimþrá Johns Scarborough. Það var ekki langt til Halés Ferry. Snöggvast sótti að henni freisting

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.