Vikan


Vikan - 17.12.1942, Side 16

Vikan - 17.12.1942, Side 16
16 JÖLABLAÐ VIKUNNAR 1942 til að athuga nánar hinn endann á þræðin- um, sem lagður hafði verið í hendur henni svona óvænt. Það væri nógu gaman að vita, hvernig hún væri, þessi Mrs. Scar- borough. En svo fannst henni þetta vera heimskuleg hugmynd. Hana varðaði ekk- ert um þetta. Hún myndi gleyma þessu öllu strax. En það var hægra að segja en gera. Þetta bréf frá manninum, sem eiginlega hafði aldrei verið fullkomlega „gróðursett- ur“ í tilveru hennar, eða umhugsunin um það ýfði upp jaðrana á samvizku hennar dögum saman. Hún varð að lesa það hvað eftir annað, til þess að reyna að henda reiður á, hvers vegna það væri svona áleit- ið við huga hennar. Og innan þriggja vikna kom annað bréf. Það byrjaði á „Kæra Kata“ alveg eins og fyrra bréfið, en þar hafði sýnilega fyrst verið skrifað: „Vops“, og síðan vandlega skafið út. Hún vissi það, því að hún var næstum því tíu mínútur að skafa upp skrámurnar á pappírnum, til þess að kom- ast fyrir hið sanna. „Við höfum flutt okkur lítið eitt nær víglínunum, og við skjótum talsvert á degi hverjum, eins og í æfinga skyni, en allt er þetta eitthvað svo óraunverulegt, og að sumu leyti ólíkt því, sem vænta mætti í styrjöld. Það er sannleikur, sem ég sagði í fyrra bréfinu: því nær, sem piltarnir koma víglínunum, því minna tala þeir um hemaðinn. Ég hefi eiginlega ekkert sérstakt að segja þér úr bréfum Johns Scarborough. Þau em svo flókin, að það þyrfti helzt að „umskrifa" þau. Hann elskar þessa konu svo ákaflega heitt, að hver einasti maður, nema ég, myndi efast um, að hún væri konan hans. Bezt gæti ég trúað því, að hann hefði farið með hana eins og hund- inn sinn, þegar hann var heima hjá henni, en hér í herbúðunum hefir hann sannar- lega tekið sinnaskiftum. „Elskuleg! Hefir þú gaman af að heyra það, að litla úrið, sem þú gafst mér, þegar ég var að fara til Frakklands, hefir hvorki flýtt sér né seinkað um sekúndu, síðan þú spenntir það um úlnliðinn á mér ? Ég er persónulega dálítið óánægður við það út af þessu. Ef ég væri úrið, myndi ég reyna að flýta mér með klukkustund- imar, sem við þurfum að vera fjarri þér. Ég fékk með góðum skilum bréfið frá þér, með ilmandi vasaklútnum. Og auð- vitað fann ég votta fyrir ilminum og kannaðist við hann. Ég tók raunar aldrei sérstaklega eftir þessum ilmi, á meðan ég átti þess kost, að vera hjá þér, en þegar ég fann hann leggja af vasaklútnum, þá skildist mér, að það er einmitt þessa ilms, sem ég hefi saknað alla tíð. Þetta er hálfgert glæfrabragð hjá þér, að senda mér þennan ilm, sem hefir vakið hjá mér leynda viðkvæmni. Veiztu það ekki, að til eru lög, sem kveða á um hegningu fyrir að tæla her- menn í U. S. A.-hemum (Uncle Sam’s Army) til þess að gerast liðhlaupar? Ég veit ekki, hverja refsingu þeir myndu úthluta þér, en ég veit, hvað ég geri, þegar ég næ til þín. En, meðal annarra orða, þessi tegund af ilmvatni er einmitt framleidd hér, í því héraði Frakklands, þar sem ég er nú. Ég sá smáglös af því í búðarglugga um daginn, og spurðist fyrir um það í búðinni á minni limlestu frönsku. Mér var einmitt sagt, að það væri framleitt hér. Fleur Elise heitir það, — er það ekki? Þú segir, að þú sért hress. Guði sé lof fyrir það! Reyndu að vera alltaf hress. Þeir eru að byrja að blása í lúðr- ana, til merkis um að ég á að fara að biðja kvöldbænirnar mínar — fyrir þér. Góða nótt! John.“ Þegar ég var búinn að „ritskoða“ þetta bréf, gerði ég mér ferð í litlu ilmvatnabúð- ina í þorpinu, sem er hér rétt hjá herbúð- unum, og keypti ofurlítið glas af Fleur Elise. Þetta er frábærilegt ilmvatn og ég er viss um, að það er einmitt eftir þínum smekk. Ég lét drjúpa einn dropa af þessu töfralyfi á þessa pappírsörk, svo að þú gætir um það dæmt líka, þú, með þitt sér- fræðings nef, hvort hún muni ekki vera heillandi að einhverju leyti, þessi frú Scar- borough. Ég held, að hvorugt þeirra hjón- anna myndu taka til þess, þó að þau kæm- ust.að því, að við höfum staðið á hleri og heyrt um þessa smámuni. Ef ég má, ætla ég að skrifa þér oftar, ef mér tekst að finna upp eitthvert afsak- anlegt tilefni, — eða jafnvel þó það yrði ekki fyrir hendi, ef mér finnst ég þurfa þess nauðsynlega. Jerry.“ Að sjálfsögðu svaraði Katrín ekki þessu bréfi. En hún var á báðum áttum, þó nokkra stund, þegar þriðja bréfið kom, réttum tveim mánuðum síðar. „Vops“ — og engin afsökun. „Vops! Við eigum að leggja í’ann á morgun. Einhvers konar skyndikalli hefir verið beint til léttvopnuðu herdeildanna — það erum við — og okkur er sagt að flytja okkur, fyrr en við bjuggumst við. Ég gæti hugsað, að þetta þýði mikla sókn. Við höf- um verið það nærri eldinum, að við höfum heyrt í byssunum all-lengi, en í kvöld eru drunurnar ef til vill lítið eitt fólskulegri og persónulegri en verið hefir. Feikn bréfa hafa farið um hendur bréfa- skoðunarinnar undanfarið, síðan við feng- um að vita, að við áttum að hreyfa okkur eitthvað, en eini maðurinn, sen^ skrifaði um þetta þannig, að nokkuð mætti af því ráða um það, sem fyrir dyrum stendur, var John Scarborough. Það er sýnilegt, að honum segist þunglega hugur um það, að ekki sé allt í lagi með örlagastjörnur sínar. Hann sagði það ekki, en ég þóttist finna úndirstrauminn í bréfi hans til kon- unnar. Hann var að kveðja. En bréfið var aldrei sent. Hann kom til mín áður en póst- urinn var sendur, og bað um, að bréf sitt yrði eyðilagt. „Því þá það, liðþjálfi ?“ spurði ég. „Ég er hálf hræddur við að láta henni berast þetta bréf. Það er von á barni heima, mjög bráðlega, og ég er hræddur um, að ég hafi ef til vill sagt eitthvað, sem hún kynni að hafa áhyggjur af. Ég vil ekki einu sinni, að hún sé látin vita um það, ef ég skyldi verða eftir, einhvers staðar í mýrinni. Ekki fyrst um sinn að minnsta kosti.“ Mér þykir leitt að geta ekki sent þér útdrátt úr þessu bréfi, vegna þess, að þar lýsir hann því skýrt og greinilega yfir, að hann elski konuna. Og sannarlega ætti hún að fá þetta bréf, — og þó hefir John á réttu að standa. Ef eitthvað skyldi koma fyrir — en um það erum við ekki að hugsa. Ég þarf að fara í eftirlits og undirbúnings- för í nótt, til framvarðastöðvanna, þar sem okkur er ætlað að vera næst. Ef til vill get ég skrifað þér eitthvað markvert næst, — ef þú leyfir mér það. Og ég vona að þú gerir það. Jerry.“ Það var einkennilegt, að fá þessa kveðju frá honum, skrifaða fyrir þrem vikum, þar sem hann segist eiga að fara að vinna eitthvert merkilegt starf þá um nóttina. Það myndi nú vera orðið heyrum kunnugt, hvað hafði gerzt þessa nótt. Herdeild hans var nú búin að vera í víglínunni í þrjár vikur, og hafði sennilega tekið þátt í sókn þeirri, sem blöðin höfðu getið um með feit- letruðum fyrirsögnum. Og hugsanlegt væri það, að einmitt á meðan hún væri að lesa þessar línur frá honum, væri hann sjálfur í helvíti ægilegs sprengjuregns. Eða, hann væri ef til vill — en, eins og hann hafði sagt, þeir voru ekki vanir að tala um slíka hluti. Þetta. kom henni ekkert við, hvort sem var, eða hún varð að láta sem sér kæmi það ekki við. Það lá við, að út af vildi bregða stund- um,'með að láta sér ekki koma þetta við, þegar vikan leið svo og sú næsta, að ekkert kom bréfið. Hugurinn var alltaf að hvarfla til vígstöðvanna, þarna, langar leiðir í burtu, þar sem hjörtu svo margra ame- rískra kvenna voru að reyna að skjóta sér fyrir og skýla ástvinum. Katrín hefði ekki viljað við það kannast fyrir nokkurri manneskju, að hún var að verða miður sín af áhyggjum og óværð út af þessu, og eftirvæntingu, þegar næsta bréfið kom, 37 dögum síðar en hið þriðja. Það var alls ekki hans rithönd á umslaginu og ekki á bréfinu heldur, en það var ritað á áprent- að bréfsefni einhvers herspítala, og stað- sett einhverjum skammstöfunum og númeri póstafgreiðslu. En það var frá honum, því að kveðjan var: „Vops, elsku- leg!“ og hún bætti við, með sjálfri sér: „og þetta er einhver fegursta kveðjan, sem hægt er að velja,“ og fór svo að lesa bréfið: „Láttu þér ekki verða hverft við, að ég læt skrifa þetta bréf fyrir mig. Ég er ■ særður lítillega og get ekki notað hægri handlegginn; svo að ég bað eina hjúkrun- arkonuna, að skrifa þetta fyrir mig. Ann- ars ætlaði ég að bíða, þangað til ég gæti skrifað sjálfur, en mér datt í hug, að þér kynni að leika hugur á að heyra um af- drif Johns Scarborough. Fljótt sagt: hann varð fyrir gaseitrun. Og tilfellið var alvar- legt, því að John hefir haft óbærilegar kvalir, og augun ónýt, að minnsta kosti um sinn. Það var hending ein, að okkur var holað niður báðum í sama sjúkrahúsið. Ég tel það heppilega tilviljun vegna þess, að annars myndi hann sennilega aldrei hafa árætt að fara heim til konunnar sinn- ar, sem ég vona, að elski hann eins hjartan- lega og hann elskar hana. Nú verður hún að elska hann mikið, og sú ást verður að byggjast á minningum um hann eins og hann var, því að hann verður aldrei sam- ur maður aftur. Ég vissi ekkert um það, að hann lá hér, þangað til einn daginn er sjúkravörður kom inn í stofuna okkar og spurði, hvort hér væri nokkur liðsforingi úr —herdeildinni. Ég gaf mig fram, en maðurinn sagði: „Hér er maður úr yðar herdeild, sem við erum í vandræðum með, og hjúkrunarkon- unni datt í hug, að ef til vill gæti einhver foringi hans orðið að liði. Liðþjálfi, Scar- borough að nafni, — gaseitrun.“ Það var ekki hægt að koma nokkru tauti við John, þegar ég kom til hans, svo að ég snéri mér til hjúkrunarkonunnar, sem á verði var. Málum virtist vera þannig komið, að maðurinn væri búinn að skrúfa sig inn í því nær ólæknandi hugarvíls- ástand út af því, að 'hann hafði engar fregnir haft af konu sinni í eina tvo mán- uði. Ég sagði hjúkrunarkonunni frá því, að maðurinn hefði verið að búast við barns- Framhald á bls. 52.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.