Vikan


Vikan - 17.12.1942, Page 22

Vikan - 17.12.1942, Page 22
22 Við létum drenginn okkar vinna. Framhald af bls. 21. ógerlegt að sýna honum fram á verðmæti leikfanga hans. Þegar eitt var brotið, kom annað í þess stað. Svo var það dag nokkum, er hann hafði brotið mjög dýra flugvél, að ég ákvað, að nú væri kominn tími til þess að breyta algerlega um kennsluaðferð. Hann var ekki, eins og venjulega, skammaður fyrir hirðuleysi sitt. Það var ekki fyrr en nokkrum dögum seinna, er hann bað um nýja flugvél, að ég sagði honum, að ég héldi, að bezt væri, að við tækjum peninga úr litla baukn- um hans til þess að kaupa fyrir; að ég áliti það ekki rétt að biðja pabba um að eyða peningum í leikföng, sem alltaf væru eyðilögð. Ted féllst alveg á þetta. Það skipti hann engu máli, hvort það væri nokkrum aurum meira eða minna í bauknum hans. Svo tókum við eina krónu úr bauknum og með hana í litla vas- anum hans lögðum við af stað í fyrstu innkaupsferð okkar. Þetta var hreinasta æfintýri fyrir okkur bæði. Við gengum að búðarborðinu, þar sem flugvélar voru til sýnis. Augu hans ljómuðu af ánægju, er hann horfði á þessi viðundur. Er hann hafði dázt að fegurð þeirra allra, valdi hann loks eina. Hún var ákaf- lega falleg, með hvíta vængi og silfur- litan bol. Hann benti á hana. „Þessa, mamma", sagði hann. Ég brosti. „Hún er mjög falleg", sagði ég. „Þú hefir valið vel, en þessi flugvél kostar sex krónur, og þú átt ekki nema eina. Þú verður að velja þér aðra minni, vinur minn." Hann andvarpaði og sneri sér treglega að minni flugvélunum. Það tók okkur dálitinn tíma að hafna hverri á fætur annarri. En loks fann hann þá, sem hann gat keypt fyrir peninginn, er hann hélt á í rökum, litla lófanum sínum. Hann var hátíðlegur á svipinn, litli kúturinn, og hann þrýsti að sér leikfanginu sínu, er við héldum heimleiðis. Hann var enn alvarlegur, þegar hann settist á gólfið og tók utan af fyrstu innkaupunum sínum. Ekkert var frekar sagt um skemmdir. Við dáðumst öll að litlu flugvélinni hans. Það er óþarft að segja yður það, að nú, tíu árum seinna, er þessi flugvél enn til, alveg óskemmd. Það liðu nokkur ár, áður en við fórum að tala um það, að hann ynni sér sjálfur inn peninga. Við urðum að eyða dálitlum tima í að kenna honum það, að hann ætti ekki að þiggja peninga fyrir smágreiða, sem hann gerði nágrönnunum og heima. Það átti að vera greiði, sem hann gerði vegna vináttu og hjálpfýsi, því að öll yrðum við að sýna vináttu okkar með því að vera reiðubúin til þess að hjálpa. Þegar við vorum búin að fá hann til þess að skilja þetta, þá og ekki fyrr, gátum við snúið okkur að því að kenna hon- um það, að vinnu hans mætti snúa í arð, sem aftur fengi honum kaup- getu í hendur. Það varð að taka eitt skref í einu. Áður en hann var orðinn nógu stór til þess að vinna sér inn peninga utan heimilisins, voru honum gefnir smá-vasapeningar, fimm krónur á viku, sem hann átti að eyða til ým- issa innkaupa. Fyrir þá upphæð átti hann að kaupa sér kaffi í skólanum, blýanta og skrifpappir (sem hann hafði hingað til eytt ótrúlega mikl- um peningum í), og varð að geyma nóg til þess að iáta klippa hár sitt, í það minnsta á þriggja vikna fresti. Það voru vitanlega í fyrstu nokkrar vikur, þar sem tekjurnar hrukku ekki fyrir gjöldum. Fyrstu vikuna hlýtur hann að hafa keypt sér rjómaís í ábæti á hverjum degi. Ekkert var sagt, þar til minnzt var á að kaupa vasabók. Þá létum við í ljós undrun okkar yfir þvi, a'ð hann skyldi ekki geta keypt bókina fyrir vasapeninga sína. Hann benti á það, að þótt ekkert væri eftir af vasa- peningum til þess að kaupa bókina, þá væri hún samt nauðsynleg. Hvað átti að gera við þvi? Þetta mál var rætt frá báðum hliðum. Við sögðum honum, að tekj- ur okkar væru líka nokkurs konar vasapeningar, og að við hefðum eng- an, sem við gætum tekið lán hjá, ef við ættum ekki fyrir skuldum okkar. Ef við eyddum of miklu einn mánuð- inn, þá yrðum við að spara á ein- hverju sviði næsta mánuð til þess að bæta fyrir það. Hann fékk því fyrir- framborgun af vasapeningum næstu viku, og honum var falið að lag- færa þetta eftir beztu getu. Mig grunar, þótt hann hafi aldrei nefnt það, að hann hafi sennilega sleppt að kaupa sér kaffi einn dag. Þegar hann var tólf ára, byrjaði hann að vinna fyrir alvöru. 1 'sumar- leyfi sínu sló hann grasbletti. Það var heitt, og þetta var þreytandi vinna, en hann fékk þrjár krónur fyrir að vinna til hádegis. Og auk þess fóru vöðvar hans að stælast. Það voru engar hiömlur lagðar á það, hvernig hann eyddi þessum peningum sínum. Ef hann langaði skyndilega í eitthvað, þá var það honum sjálfum verst, ef hann var búinn að eyða peningunum sinum. Ef hann leitaði ráða okkar, þá ráðg- uðumst við fúslega við hann og ráð- lögðum honum að leggja til hliðar vissan hluta af tekjum sínum, sem hann gæti svo notað, ef nauðsyn krefði. Ef hann kaus að ráðgast ekki við okkur, þá mátti hann ráða því sjálfur. Við ásökuðum hann aldrei fyrir það. Þetta voru hans peningar, hans vinna, hans sigur eða óvarkárni. Við vorum í félagi í sveitinni. Ég lék golf. Ég kenndi honum að hjálpa mér, lét hann bera lítið í fyrstu. Ég borgaði honum sama og ég borgaði drengjunum, sem áður höfðu borið fyrir mig áhöldin. Er hann hafði lært þetta nógu vel hjá mér, vann hann fyrir aðra meðlimi félagsins um helgar yfir veturinn. Hann hafði nóg að gera, því margir léku golf þarna. Er hann var þrettán ára var hann orðinn mjög duglegur við þetta og vann sér inn um tólf krónur á viku. Fólkið var hugsunarsamt við hann, lét hann ekki bera of þunga poka, svo hann yrði ekki of þreyttur, því hann óx nú fljótt. Ég var ánægð með þessa vinnu hans. Hann var úti í góðu lofti allar helgar og hann þjálfaðist og styrkt- ist. Á kvöldin sofnaði hann snemma og svaf heilnæmum svefni og hugs- aði ekkert um kvikmyndir eða dans- leiki. Ég vorkenndi honum stundum, er hann fór á hjóli sínu af stað til golf- vallarins og ég vissi, að einhver félaga hans hafði komið til hans og beðið hann að koma að synda eða fiska með félögum þeirra. En ég hafði sett mér það takmark, að kenna drengnum mínum það, að þegar hann hefði tekið að sér ein- hverja vinnu, þá yrði hann að rækja hana samvizkusamlega. Verzlunar- maður getur ekki ýtt til hliðar vinnu sinni hvenær sem er, til þess að fara að synda eða fiska. Allt á sínum stað óg tíma -— það varð að lærast, jafn- vel þótt það kostaði uppreisn unglingsins. Því það var ekki alltaf, sem þetta gekk möglunarlaust. Sonur minn er eins og venjulegur strákur. Hann er latur eins og strákum er títt á upp- vaxtarárunum. Stundum heyri ég: „Heyrðu, mamma, Freddie þarf ekki að vinna. Pabbi hans gefur honum þrjátíu krónur á viku," eða: „Ég skil ekki, hvers vegna ég þarf að vinna, þegar allir hinir strákarnir eru að leika sér.“ Já, slíkt tal hefir heyrzt. Og þar sem ég er engin fyrirmyndarmóðir, þá hefi ég ekki alltaf rökrætt þolinmóð um hlutina. Ég hefi sagt ákveðin: „Ég vil ekki heyra meir um þetta. Farðu nú af stað áður en þú missir vinnuna." Og ég hefi hlotið að launum gremju- legt augnatillit og nöldur, er dreng- urinn minn lagði af stað til vinn- unnar á meðan aðrir léku sér. Á hinn bóginn varð ég bæði fegin og undrandi við frjálsa uppástungu hans, er hann byrjaði í skólanum síð- astliðinn vetur. „Mamma," sagði hann, „ég vinn mér nú svo mikiö inn, að ég get sjálfur borgað fyrir mig kaffið í skólanum, hárklippingu og kvikmyndahússmiða, án þess að fá vasapeninga hjá ykkur pabba. Mig langar til þess að gera það." Ég varð gagntekin af gleði. Það hafði verið hreykni dugnaðar og trausts í röddu hans. Ég hefði ekki viljað neita þessu boði fyrir nokk- urn mun. Hann hafði lært hluta af því, sem við vorum að berjast við að kenna honum — sjálfstæði. Með ári þessu komu ný vandamál. Hann ákvað að leika sjálfur golf. Ég lánaði honum golfáhöld mín, en þau voru ekki nógu þung fyrir hann. Hann samdi við formann golffélags- ins um að kaupa gömul áhöld. Mér fannst formaðurinn of eftirlátur. Ted átti að fá að borga eftir vild. Ég féllst ekki á það, heldur ekki faðir hans. En við þögðum um það og bið- um til þess að sjá, hvernig þetta gengi. Það fór eins og við höfðum búizt við. 1 mánuð helgaði hann sig alveg golfleik. Seinnipart hvers dags eftir skólatíma fór hann að leika golf. Það var í sjálfu sér mjög gott. Á meðan hann lék golf, hafði hann ekki tíma til þess að sinna öðrum eigi síður heppilegum áhugamálum. En eins og oft fer með svona mikinn áhuga, þá dofnaði hann smám saman. Nú var það boglist, sem var fyrir öllu. Áður en við vissum af því, hafði JÓLABLAÐ VIKUNNAR 1942 hann beðið um handsmíðuð tæki. Til allrar hamingju fyrir hann, þá vant- aði drenginn, sem bjó til bogann og örvarnar, efni, svo að Ted vannst tími til þess að spara saman þrjátíu krónur, sem þetta kostaði, svo að hann gat borgað það út í hönd. Boglistin fór út í bláinn, ég veit ekki hvert. En nú átti hann eftir að borga golfáhöidin. Eftir nokkra mán- uði var hann búinn að lækka skuld- ina niður í átján krónur. Ég get full- vissað yður um það, að enginn hefir haft minni ánægju af því að borga fyrir dauðan hest. Ég vona, að hann gleymi aldrei þessari reynslu. Hann varð ástfanginn þetta ár. Brosið ekki, vitru piltar, ást fjórtán ára gamals pilts er alveg eins þýð- ingarmikil og ykkar er nú. Hún hefir ýmislegt í för með sér. Það verður að laða stúlkuna að sér með ýmsum smáhlutum. Ef pilturinn fer ekki með hana í bíó, eða á knattspyrnukapp- leik eða sendir henni ekki blóm fyrir dansleikinn á laugardaginn, þá gerir einhver annar piltur það. Enginn fjórtán ára gamall piltur hefir enn lært að greina kosti hinna fátæku og stoltu gegn hinum ríku og fallegu. Drengurinn minn var engin undan- tekning. Litla stúlkan hans er fallegt bam. Hann hefir sýnt afbragðsgóðan smekk í vali sínu. En hann verður að geta ske'mmt henni eins vel og Freddie, sem fær þrjátíu krónur í vasapeninga, skemmtir sinni stúlku. Mismunurinn er sá, að drengurinn minn verður að labba margar mílur með golfpoka á bakinu áður en hann getur gefið stúlkunni blóm. Hann hefir líka lært að velja blóm- in. Hann spyr hana, hvaða litur sé á kjól hennar og velur svo blómin í samræmi við hann. Og þegar hann borgar svo fimm krónur fyrir þessa gjöf sína, þá er hún algjörlega hans eign og hann ljómar af ánægju við tilhugsunina um það. Hún er líka hreykin af honum. Hún veit, að hann hefir sjálfur unnið fyrir bíómiðunum, blómunum eða konfektöskjunni, sem hann gaf henni í afmælisgjöf. Núna, níu mánuðum seinna, er hann búinn að ná annarri vörðu á leiðinni. Hann er orðinn Freddie meiri. Já, hann er farinn að líta niður á hann sem ósjálfstæðan dreng, hálf- gerðan aumingja. Hvað eigum við nú að gera við því? Ég geri ráð fyrir, að við sendum Ted á sveitabæ, þar sem allir piltarn- ir á hans reki vinna eins og hann. . P.S. Getið þér ekki í huganum heyrt hann segja eftir 25 ár: „Heyrðu, piltur minn, þegar ég var á þínum aldri, þá vann ég fyrir mér. Enginn gaf mér nokkui-n tíma neitt. Farðu nú út og reyndu að herða þig."

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.