Vikan


Vikan - 17.12.1942, Side 23

Vikan - 17.12.1942, Side 23
JÓLABLAÐ VIKUNNAR 1942 23 ... Framhaldssaga: .............................. |5 GIFT EÐA ÓGIFT l-..................... Eftir Betsy Mary Croker .. Madame Coralie andmæiti, en laföi Rachel stóð Sast við sitt og fór með ungn stúlkuna i tízku- verzlun og til skósmiðs og alls staðar endurtók sig hið sama. Madeline horfði á og hlustaði, sagði ekkert, en ákvað með sjálfri sér, að þetta skyldi vera bæði fyrsta og síðasta skipti, sem hún léti þessa ráðríku konu, sem ekki þoldi nein mót- mæli, skipa sér svona. Jafnvel hin fátækasta stúlka i London hafði þó leyfi til þess að velja sjálf snið á kjólapa sína. Hvers vegna átti þessi litla, svarteyga kona, sem varla náði henni upp í axlir, að kúga hana svona? Blátt áfram vegna þess, Madeline, að hún hefir lofað föður þínum, að koma þér inn í samkvæmislífið, og vegna þess, að sú ákvörðun um að gifta þig bróður hennar, er eins ákveðin í huga hennar og sniðið á kjólnum þínum. Lafði Rachel, einkasystir Antony lávarðar, sem var nú þrjátiu og fimm ára, hafði fyrir þrettán árum gifzt ríkum uppskafningi, miklu eldri en hún var, mjög hversdagslegum og oddborgara- legum. Sem lafði Rachel átti hún engin auðævi, var alls ekki falleg og hagnaðist því á titli sínum, er hún skipti á honum og nafninu Jenkins og tuttugu þúsund pundum á ári. En Jenkins vildi helzt að þau væru kynnt sem lafði Rachel og herra Jenkins, og að hann væri spurður hátt að því á opinberum stöðum: „Hvernig líður lafði Rachel, eiginkonu yðar?“ En hún mat aftur á móti mikils hið fallega hús sitt, hið glæsilega þjónustufólk, vagna sína og skartgripi, og þau voru þannig bæði ánægð með kaup þau, sem þau höfðu gert. En núna á seinni árunum var Jenkins farinn að verða óánægður af og til. Lafði Rachel tók meira og meira þátt í samkvæmum og fjarlægðist meira og meira vini hans innan verzlunarstéttarinnar. Meðal kunningja lafði Rachel var harrn ekki vel séður, menn létu honum skiljast, að hann væri leiðinlegur og þyrfti ekki alltaf að hanga í pils- um konu sinnar. „Það er nú kominn timi til þess, að Antony kvænist,“ hugsaði lafði Rachel. TJtlitið batnaði ekki fyrir hann. Innan samkvæmislífsins var hann þekktur sem maður með tóman haus og tóma vasa og eiginlega ekki vellátinn. Hver erf- inginn á fætur öðrum hafði dregið sig í hlé, er hann nálgaðist, og hann vildi ekki láta sér nægja neitt miðlungs kvonfang, ólaglega stúlku, roskna ekkju eða jómfrú, sem nálgaðist fertugt. Nei, Tony lávarður krafðist fegurðar og peninga, og það var enginn innan þess hóps, er hann um- gekkst, er bauð honum þetta í skiptum fyrir titil hans. Hyggnar mæður höfðu sett kross við nafn hans og þar, sem bónorð hans hefði ef til vill verið velkomið, þá fitjaði hann upp á nefið og sagði, að vissulega væri það ósiðsamt að kvænast sinni eigin ömmu. Systirin, sem var mjög áhyggjufull út af þessu, hafði mörgum sinnum gert sér far um að finna sæmandi kvonfang fyrir hann, en Tony lávarður hafði alltaf fundið eitt- hvað athugavert við þær allar og allt ómak hafði verið til einskis, þar til hún sér til ósegjan- lega mikillar gleði liafði fundið hér stúlku, sem var allt, er hægt var að óska sér, ung, menntuð, falleg og rík. Lafði Rachel leit þegar á Madeline sem mág- konu sína og var jafnvel ákveðin i því, í hvaða kjól hún ætlaði að vera við brúðkaupið. Hvers vegna átti hún líka ekki að gefa hugmyndaflug- inu lausan taum? Tony var ásáttur við sjálfan Forsaea • Madeline West, dóttir ® * riks kaupmanns í Ástra- liu, hefir verið i enskum heimavistarskóla frá því hún var sjö ára. Allt í einu hættir faðirinn að senda henni peninga, svo að hún kemst i hin mestu vandræði og gift- ist Lawrence Wynne, ungum lögfræðingi. sem verður veikur, svo að þau lenda í mikl- um bágindum. Þá kemur tilkynning frá frú Harper, um að hún hafi fréttir að færa af föður Madeline. Hún sýnir manni sínum skeytið. Þau ráðgast um, að hún fari til frú Harper, og gerir hún það; segir þá frúin að boð hafi komið frá föður hennar og sé hann væntanlegur til Englands. Lawrence og barninu er komið fyrir á sveitabæ, en Madeline fer aftur til frú Harper, sem ekki veit, að hún er gift, og ætlar að bíða þar komu föður síns. Madeline og Lawrence skrifast á daglega. Loks kemur skipið, sem faðir hennar er með, og hún fer ásamt Lætitiu Harper til að taka á móti föður sinum. Kynnir hann hana fyrir Antony Foster lávarði. West kaupir glæsilegt hús í London og þau setjast þar að. Hann lætur Madeline lofa sér þvi, að giftast aldrei fá- tækum manni. sig, gamli gullgrafarinn var honum sammála, og unga stúlkan — ja, hún var þeim vitanlega báð- um sammála. Kjólarnir frá madame Coralie komu á tilsett- um tima og þeir voru, hvað snertir snið, lit og skraut, það fullkomnasta, sem hægt var að hugsa sér. „Þeir eru eins og ævintýrakjólar," sagði Josephine hrifin, er hún hjálpaði Madeline að máta þá, hvem á fætur öðrum. Madeline horfði hugfangin á sjálfa sig og hvíslaði: „En hve mér geðjast vel að fallegum föturn!" * Þannig hepnaðist lafði Rachei með aðstoð madame Coralie að breyta alveg ytra útliti Made- line. Það var ekki nóg að Madeline geðjaðist vel að hinum fallegu fötum sínum, heldur lærði hún furðufljótt að bera þau með miklum yndisþokka. Alveg eins fljótt vandist hún fereykisvagni sínum, létta tvíhjóla vagninum sínum, demöntum sínum og jafnvel nýjasta tízkuhundinum, kín- verskum King Charles, er að vísu taldist ekki til uppáhaldsdýra hennar, sem faðir hennar hafði keypt dýru verði, vegna tízkunnar, og tók sig vel út í aftursæti vagnsins. Já, Madeline var furðu fljót að læra, hún þroskaði brátt með sér góðan smekk á litum, ilmvötnum og skrauti, og ennfremur tileinkaði hún sér ágæta hæfileika í því að eyða peningum. Og hvernig leið nú Lawrence Wynne, er eigin- kona hans lifði í öllu þessu óhófi og munaði? Hann hafði hresstst fljótt, og var nú brátt hægt að telja hann fullhraustan; og dvöl hans hjá hinu vingjarnlega sveitafólki var brátt á enda. Madeline hafði sent honum fréttir af sjálfri sér eins oft og hún gat komið bréfunum, og bréf þessi innihéldu alltaf frásagnir um hið nýja lif hennar, nýja vini hennar og allan þann dásam- lega heim, sem nú opnaðist fyrir henni. Hún var komin í tizku og stuðlaði fegurð hennar og auður föður hennar jafn mikið að því. 1 skemmtigarðinum var vagn hennar meðal þeirra, sem fólk benti hvort öðru á; á borði henn- ar lá hrúga af stórum, kórónuskreyttum bréfum með heimboðum í. En þau voru allt of mörg til þess að hægt væri að þiggja þau öll — allar dyr opnuðust fyrir hinum ríka, ástralska erf- ingja, eins og hún var kölluð, og ekki aðeins fyrir henni, heldur og fyrir hinum hamingjusama og hreykna föður hennar. Madeline gætti þess, að segja Lawrence ekki of ýtarlega frá þessu. Það var ekki vegna þess, að hún óttaðist, að hann yrði öfundsjúkur. Nei, til þess þekkti hann hana allt of vel; en hún fann hið mikla djúp, sem var á milli lífskjara hennar fyrr og nú og áleit, að ekki væri rétt að tala meira um þá hrifningu, sem hún vekti, en nauð- synlegt væri. En af og til sluppu þó frá penna hennar orð eða athugasemdir, sem sögðu Law- rence miklu meira en hana grunaði, því að hann var ekki heimskur maður. Hann gat dregið álykt- anir, enda heyrði það til starfi hans, og hann las auk þess blöð og timarit með myndum, er skýrðu frá samkvæmislífinu í höfuðstaðnum. Það var vin- ur hans, Jessop, sem færði honum þessi blöð. Lawrence las á milli línanna í bréfum Made- line og hann bætti því við það, sem hann las í blöðunum. Þegar hann svo reikaði um skóg og engi á hinum heitu sumarkvöldum, hafði hann allt of mikinn tíma til þess að hugsa um þetta allt. Þetta voru ekki ánægjuríkir dagar fyrir Law- rence Wynne, og það eina, sem á þessum tíma veitti honum huggun, var vinnan. Tvær greinar, sem hann hafði skrifað, voru teknar í eitt helzta mánaðarritið, og hlutu þær mikið hrós jafnt fyrir stil sem og góða fram- setningu. Lítil smásaga, sem fjallaði um sorgar- leik uppi í sveit, flettaði enn eitt grænt lauf i frægðarsveig hans. Auk þess stuðlaði þessi vinna einnig að því, að fólk minntist hans aftur, minnt- ist þess, að einu sinni hafði verið til Lawrence Wynne, sérlega duglegur og elskulegur ungur maður, sem hafði farið heimskulega að ráði sínu með að giftast og hafði við það lent í eymd, farið í burtu og dáið. Ja, dáinn var hann ekki, þvert á móti virtist hann vera mjög lifandi, ef dæma átti eftir greinum hans og þessu síðasta litla ritverki. Og hafi maður heppnina með sér, þótt í smáu sé, þá leiðir það samt meira af sér. Sólin byrjaði líka aftur að skína fyrir Lawrence. Ritstjómir við mörg mikilsverð blöð hvöttu hann til þess að verða samstarfsmann sinn og launuðu honum vel. Þannig var hann aftur óháður maður, og hann langaði til þess að hlaupa út á engið og hrópa af ánægju um velgengni sina. Af og til skrifaði hann konu sinni: Ungfrú West, 365 Belgrave Square, London, og ungfrú West leitaði alltaf ákaft meðal hinna þykku um- slaga að þessum bréfum, stakk þeim i vasann og las þau, þegar hún var ein. Peningar, sællifi og aðdáun höfðu að vísu haft sín áhrif á hana; en bréfin frá Lawrence voru þó, eða höfðu að minnsta kosti hingað til verið, meira virði en allt þetta. Hún var einmitt að lesa eitt þessarra bréfa, sem var skrifað með mikilli umhugsun og hafði eflaust tekið Lawrence lengri tíma en nokkur blaðágrein hans. Bréfið hljóðar svona: Holt Hill böndabæ. Elsku Madeline! Síðasta bréf þitt liggur fyrir framan mig og ég skrifa þér eftir að allir em gengnir til hvílu, og ekkert annað hljóð heyrist en tif klukkunnar. Framhald á bls. 41.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.