Vikan


Vikan - 17.12.1942, Blaðsíða 31

Vikan - 17.12.1942, Blaðsíða 31
JÓLABLAÐ VIKUNNAR 1942 31 SONGFÉLÖGUM er gott og gaman að vera segir Árni tónskáld Thorsteinson í eftir- farandi grein, sem hann hefir skrifað fyrir Vikuna um söngkóra og sönglíf í Reykjavík fyrr á tímum. U ÍRNI THORSTEINSON er fæddur i Reykjavík 15. okt. 1870. Foreldrar hans voru Árni rhorsteinson landfógeti, sonur Bjarna amtmanns, og kona hans Soffía, dóttir Hannesar kaupmanns Johnsens, sonar Steingríms Jónssonar biskups. Steingrímur Thorsteinsson skáld var föðurbróSir Áma og móðurbróðir hans Stetngrímur Johnsen, kaupmaður, söng- kennari við Latínuskólann. Stúdent varð Árni 1890, og sigldi þá til Kaupmannahafnar til að lesa lög við háskólann. Tók heimspekipróf 1891, en hætti við lögfræðina og fór heim, en sigldi svo aftur 1896 til Hafnar til að læra ljós- myndafræði, og rak síðan ljós- myndastofu hér í bænum þang- að til 1918. Þá gerðist hann bókhaldari hjá Sjóvátrygginga- félagi Islands og gegndi því starfi til 1929. Frá 1907 hafði hann með höndum, ásamt Ijósmyndastof- unni, húsatryggingar í Reykja- vík fyrir danskt brunatrygg- ingafélag. Er hann fór frá Sjó- vátryggingafélaginu, gerðist hann starfsmaður hjá Lands- banka Islands. _____ Árni er fyrir löngu þjóðfræg- ur vegna tónsmíða sinna. Árið 1907 gaf hann út tólf einsö^pgslög, sem urðu afar vinsæl, svo sem „Fifilbrekka gróin grund“, „Vorgyðjan kemur“, „Áfram", „Kirkjuhvoll“, „Rósin“, „Þess bera menn sár“, „Nótt“ og fleiri. — Síðan hefir hver útgáían rekið aðra: „Þrjú sönglög úr Lénharði fógeta'1 1913, Elnsöngslög I.—III. og IV. hefti 1922 og Tíu karlakórslög 1924. Verður ekki ofsögum af því sagt, hve mikils virði Árni Thorsteinson hefir verið tónlistarlifii landsins. „Árni er fæddur tónskáld. Hann er frumiegur 6g stendur á sínum eigin fótum. Grunntónn- inn i lögum hans er dimmur og þungur, en þó mjúkur og angurblíður, og sami persónuleikinn birt- ist í öllum lögunum hans. Það má glöggt greina, að þau eru sömu ættar,“ segir Baldur Andrésson i afmælisgrein, er hann skrifaði, þegar tónskáldið varð sjötugt. ^IKAN hefir beðið mig um að rita í blaðið eitthvað um kórsðng hér I Reykjavík, um leið og hér birtast nokkrar myndir af söngflokkum löngu lið- kma tíma. Margt af fólki þessu, og all-flest á eldri Bayndunum, er nú horfið sýnum, en minn- ingin um það mun lengi lifa, því að flest af þessu fólki „setti svip á bæinn“, svo um munaði. — Ef skrifa ætti ítarlega um kórsöng þann, sem fram hefir farið í Reykjavík, frá því að söngflokkar fyrst létu hér til sín heyra, yrði það yfirgrips- œikið, erfitt og margþætt efni, sem fylla. myndi í allvæna bók, ef öll gögn væru rannsökuð og nýtt. Hér verður því aðeins að stikla á stóru, og draga upp aðaldrætt- ina að þeirri mynd, sem sönglíf höfuðborg- ar vorrar getur gefið við lauslega athugun. Sný ég mér aðallega að karlakórssöng, því á honum hefir, frá fyrstu tíð, mest borið; söngflokkar ósamkynja radda, eða svo- nefndir „blandaðir kórar“ hafa og einnig verið hér margir, en flestir þeirra ekki verið eins langlífir og karlakórarnir, þó söng- stjórarnir hafi flestir verið þeir sömu. Hvenær var hér á landi í fyrsta sinni sunginn margraddaður karlakórssöngur ? Það mun hafa verið, að því er ég hygg, hixm 6. október 1849, á fæðingardegi Dana- konungs, Kristjáns hins áttunda. Sungið var í því tilefni í húsi hins lærða skóla í Reykjavík og segir svo um það í „Árbók- um Reykjavíkur" eftir dr. Jón Helgason, en hann hefir það eftir „Landstíðindum“: „Á fæðingardegi konungs, 6. október, var haldin hátíð í skólanum „að forlagi skóla- sveinanna .... Var skólahúsið fagurlega uppljómað um kvöldið með mörgum kerta- ljósum í gluggum þeim, sem að bænuni sneri, og skemmtu skólasveinar sér og gestum sínum með sönglist, er þeir kunna forkunnar vel og er það indælt að heyra slíkan samsöng, þegar svo margar ung- mennaraddir, hljóðgóðar og skærar, koma saman, og sungið er eftir réttum söng- reglum.“ Þama mun ótvírætt vera átt við marg- raddaðan karlasöng — karlakór —, enda engin furða, þareð Pétur Guðjohnsen, vor Söngfélagið „17. júní“ í Tjamarhólmanum árið 1917. Söng það nokkur lög, er þóttu takast ágætlega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.