Vikan


Vikan - 17.12.1942, Blaðsíða 45

Vikan - 17.12.1942, Blaðsíða 45
JÓLABLAÐ VIKUNNAR 1942 45 Jólin hennar Rögnu Framh. af bls. 18. „Er þá ekki bezt, frænka, að hringja til læknis?“ „Ef til vill, biddu Nínu að hringja til Lange læknis," sagði gamla frúin, sem alltaf varð veiklulegri útlits. Að hálfum tíma liðnum kom læknirinn og eftir að hafa skoðað frú Bergfeldt nákvæmlega, sagði hann henni að fara beint í rúmið. „Það er nú ekki kalda, en ekki gott að segja, hvað úr þessu kann að verða, henni getur farið að batna, getur verið orðin góð í fyrramálið. Eru þér svo duglegar, að þér getið séð um sjúklinginn ?“ Læknir- inn snéri sér að Rögnu, og lét dæluna ganga. „Eða hvernig er með þjónustustúlkuna, getur hún nokkuð í hjúkrun?" „Ég veit varla! Mér þykir hún leiðinleg og frænku líka. Frænka hefir haft hana tæpan mánuð og er búin að segja henni upp.“ Ragna litla var mjög alvarleg. „Jæja, þá þarf maður ekki að búazt við,'að hún leggi sig í lima fyrir frænku þína. Því miður get ég alls ekki útvegað hjúkrunarkonu, fyrr en á morgun. En þér lítið út fyrir að vera skynsöm stúlka, svo þér getið litið eftir frænku yðar og gefið henni lyfin á réttum tíma.“ Augu Rögnu flóðu í tárum. „Og ég,.sem ætlaði að fara heim til for- eldra minna eftir hádegi í dag og vera hjá þeim á jólunum eins og ég hefi alltaf ver- ið,“ sagði Ragna klökk. • „Þá er ekki að tala um það,“ sagði Lange læknir. „Ég segi þjónustustúlkunni, hvernig hún á að annast frú Bergfeldt." Ragna átti í stríði við sjálfa sig. Gat hún yfirgefið frú Bergfeldt nú, þegar hún þurfti hennar mest með ? Fara heim í gleði og unað æskuheimilis síns meðan gamla frænka hennar veik var í höndum þessarr- ar leiðinlegu vinnustúlku, sem ekkert mundi hugsa um að hjúkra henni. Og ef Martha frænka dæi! Ragna var hugsandi stúlka og hún vissi, að ef hún færi heim, mundi hún ekkert geta skemmt sér fyrir tilhugsuninni um veika frænku sína — og ef Martha frænka dæi! „Herra læknir,“ sagði Ragna ákveðin, ,,ég ætla að vera kyrr og annast frænku mína. En þau heima vonast eftir mér í kvöld og þau verða að fá vitneskju um ..." „Eins og yður líkar. Ég skal með ánægju hringja heim til yðar og láta vita, hvernig í öllu liggur.“ Ragna tók þessu með þökkum og á heim- leiðinni hringdi læknirinn. Litla stúlkan hafði nóg að gera daginn þann við að hjúkra frú Bergfeldt og þar við bættust öll vonbrigðin. Um kvöldið kom læknirinn aftur, og full- yrti hann, að kast það, er frú Bergfeldt hefði fengið, væri liðið hjá. „Á morgun verðið þér orðnar albata, frú Bergfeldt, og það eigið þér að þakka litlu, duglegu hjúkrunarkonunni, frænku yðar,“ sagði hann brosandi. „Og þú ert enn hér, allt fyrir mig, Ragna mín góð,“ sagði gamla frúin bliðlega, ,,ég veit, að það hefir verið þér erfitt, en þú færð þín laun, á það máttu reiða þig!“ Þegar læknirinn var farinn, fór Ragna inn í herbergi sitt. Það hafði verið bylur í nokkra daga, en nú var aftur uppstytt og komið mjög gott veður. Ragna leit til himins, þar sem stjörnurn- ar tindruðu, og hugsaði, að alveg það sama sæju foreldrar hennar og systkini heima. Og hugsunin um það styrkti hana og hún var þakklát sjálfri sér, að hafa verið kyrr hjá frænku sinni. Nú fara þau að kveikja á jólatrénu og svo fara þau að dansa í kringum það: pabbi og mamma, Guðrún, Axel og Einar og frænka og frændi og Ellen frænka, þau þrjú væru sjálfsagt komin í jólaheim- sóknina. Æ, því fékk hún ekki að vera með! Af hverju hafði guð verið svona harður og lagt svona miklar hindranir í veg fyrir hana, eins og hún hafði hlakkað mikið til að koma heim. Ragna stakk vasaklútnum upp í munn- inn til að bæla niður í sér ekkann. Hún mátti ekki gráta. Frænka mátti ekki sjá hana rauðeygða. 1 þeim svifum heyrði hún þrusk fyrir neðan gluggann og seinna niðurbælda karlmannsrödd. Frú Bergfeldt bjó í litlu, fallegu húsi í útjaðri bæjarins og það var því grunsam- legt, að maður skyldi vera í garðinum bak við húsið. Hljóðlega opnaði Ragna ofurlitla rifu á gluggann. „Það var bölvað, að kerlingin skyldi endilega þurfa að vera veik,“ sagði rödd- in. „Stelpan verður ekki lengi að gefa frá sér hljóð, ef hún heyrir eitthvað." „Nei, þú lætur það ekki til þín spyrjast, að vera hræddur við þetta,“ sagði rödd, sem Ragna, sér til mikillar undrunar heyrði að var engin önnur en rödd Nínu, þjónustustúlkunnar, ,,ég gef henni svefn- skammt, sem ég hefi frá þér. Ég læt hann í teið, þá ber ekkert á því og hana grunar ekki neitt.“ „Ágætt, hvenær eigum við að koma?“ „Það verður óhætt að koma um tólf- leytið, ég verð viðbúin.“ Ragna heyrði, að sá, sem í garðinum var, fjarlægðist. 1 nokkur augnablik stóð hún gjörsam- lega ráðþrota frammi fyrir því, sem hún hafði heyrt. En eitt efaðist hún ekki um, Nína og þessi ókunni maður höfðu eitt- hvað illt í huga gagnvart frænku hennar. Ef til vill ætluðu þau að stela silfur- munum og skartgripum hennar? Frá þeirri stundu var Ragna ákveðin í að hindra þetta. En hvernig átti hún að fara að því? Hún skauzt inn til frú Bergfeldt um leið og Nína kom upp. Nína mátti alls ekki vita, að Ragna hefði verið í herbergi sínu, þá gat hana grunað, að Ragna hefði kom- izt að leyndarmálinu. Eftir stutta stund kom Nína inn til þeirra. „Það er te inni í borðstofunni, ungfrú Ragna. Þér skuluð drekka það á meðan það er heitt.“ Ragna ætlaði að fara að segja, að hún vildi ekki te, en hún áttaði sig og beið þangað til Nína var komin í eldhúsið, þá flýtti hún sér inn í borðstofuna, helti te- inu í bolla, en síðan í blómsturvasa, sem stóð þar. Þegar þjónustustúlkan kom inn, þóttist Ragna vera að tæma bollann og hún tók eftir brosinu á andliti Nínu. „Nú skuluð þér flýta yður í rúmið,“ sagði Nína. „Já,“ sagði Ragna. En hún var alltaf að brjóta heilann um, hvernig hún ætti að forða frænku sinni frá því tjóni, sem þessi kvenmaður ætl- aði að valda henni. — En hún gat hvorki farið út né hringt eftir hjálp, án þess að Nína tæki eftir því. Það eina, sem hún gat, var að loka hana einhvers staðar inni, meðan hún framkvæmdi það, sem hún þurfti. En hvernig átti hún að fara að því ? Þá datt henni ráð í hug. Frú Bergfeldt þurfti að fá vínflösku úr kjallaranum. Hún gat sent Nínu þangað niður. Litlu seinna fór Ragna fram til hennar. „Læknirinn sagði, að frænka ætti að drekka Madeira. Viljið þér gjöra svo vel og sækja eina flösku?“ Nína fór strax og Ragna, skjálfandi af eftirvæntingu, á eftir henni. Hún heyrði að Nína fór gegnum geymslurnar, inn í vínkjallarann, sem var lokaður með sterk- um lás; 1 því kom Ragna að yztu dyrunum og fylgdi henni hiklaust eftir. Það var kol- dimmt, svo að hún varð að þreifa sig áfram og eftir örfá augnablik hafði hún læst lásinum að vínkjallaranum. Svo hrað- aði hún sér upp og hringdi til læknisins og sagði honum, hvað fyrir hafði komið og lofaði hann að senda strax lögreglu henni til aðstoðar. Eftir nokkurn tíma kom lögregluþjónn og tók hann Nínu, sem var gjörsamlega steinhissa á þessum aðförum, fasta fyrir svikráð. Um miðnættið fengu svo fylgifiskar hennar sömu útreið, og voru þeir ekki minna undrandi. En lögregluþjónninn, sem svo oft hafði komizt í kast við þá, var mjög ánægður yfir endalokunum. Það var ekki fyrr en daginn eftir, þegar læknirinn kom, að frú Bergfeldt fékk að vita hið sanna, og gleði hennar og þakk- læti fá ekki orð lýst. „Það var svei mér heppilegt, að þér voruð hér,“ sagði læknirinn, ,,og ég get glatt yður með því, að þó að frænka yðar Framh. á bls. 49.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.