Vikan - 17.12.1942, Blaðsíða 49
JÓLABLAÐ VIKUNNAR 1942
49
að hann hafði ekki gert það. Mark hafði látið
hann þar. Ég mundi, hvað þú hafðir sagt mér
um það, að Mark vseri þrifalegur, og ætti mikið
af fötum og svo framvegis, og ég var viss um,
að hann væri aldrei tvo dagd með sama flibbann.“
Hann þagnaði og spurði svo: „Heldurðu, að þetta
sé rétt?“
„Ábyggilega,“ sagði Bill með sannfæringu.
„Jæja, ég gat mér til að svo væri. Svo þá fór
ég að sjá x, sem mundi hæfa þessum hluta ráð-
gátunnar — fata-hlutanum. Ég sá Mark skipta
um föt; ég sá hann láta flibbann ósjálfrátt i körf-
una, alveg eins og hann hafði gert við hvern
einasta flibba, sem hann tók af sér, en skilja
það, sem eftir var af fötunum, eftir á stól, eins
og venjulega; og ég sá Cayley safna saman öll-
um fötunum eftir á — öllum þeim fötum, sem
hann sá — og taka ekki eftir þvi, að flibbann
vantaði.“
„Haltu áfram,“ sagði Bill ákafur.
„Jæja, ég var anzi viss um þetta, og ég vildi
fá skýringu á því. Hvers vegna hafði Mark haft
fataskipti þarna niðri í stað þess að gera það
uppi í svefnherbergi sínu? Eina svarið var það,
að þeirri staðreynd, að hann hefði fataskipti, varð
að halda leyndri. Hvenær hafði hann fataskipti?
Eini líklegi tíminn var milli hádegisverðar (en
þá mundi þjónustufólkið sjá hann) og komu Ró-
berts. Og hvenær safnaði Cayley fötunum saman
í böggul? Aftur var eina svarið „Fyrir komu
Róberts". Svo að það vantaði annað x — til þess
að hæfa öllum þessum þremur skilyrðum.“
„Og svarið var, að morð var áætlaö jafnvel
áður en Róbert kom?“
„Já. Jæja þá, það gat ekki verið í trausti til
þessa bréfs, nema það væri miklu meira á bak
við þetta bréf en við vissum um. Það var heldur
ekki gerlegt, að morð hefði verið áætlað án meiri
undirbúnings en það, að fara í önnur föt til þess
að flýja í. Það var of bamalegt. Og svo var það
einnig þetta, ef myrða átti Róbert, hvers vegna
var þá verið að tilkynna ykkur öllum komu hans
'— og jafnvel með dálítilli fyrirhöfn, frú Norbury ?
Hvaða þýðingu hafði það? Ég vissi það ekki. En
ég fór nú að halda, að Róbert væri tilviljun ein;
að allt þetta samsæri væri samsæri Cayley gegn
Mark — annað hvort til þess að fá hann til þess
að drepa bróður sinn, eða fá bróðurinn til þess
að drepa Mark — og að af einhverri óskiljanlegri
ástæðu tæki Mark sinn þátt í samsærinu." Hann
varð þögull dálitla stund og sagði svo, eins og
við sjálfan sig. „Ég hafði séð tómar vínflöskur
í skápnum."
„Þú nefndir þær aldrei neitt,“ kvartaði Bill.
„Ég sá þær ekki fyrr en seinna. Ég var að
leitað að flibbanum, sérðu til, — þær ltomu mér
í hug seinna; ég vissi, hvernig Cayley mundi vera
við þær . . . Veslingurinn . .. ."
„Haltu áfram," sagði Bill.
„Jæja, svo var nú yfirheyrslan og auðvitað tók
ég eftir, og ég býst við, að þú hafir líka tekið
eftir því, þeirri einkennilegu staðreynd, að Róbert
hafði spurt til vegar við seinna varðhúsið og ekki
hið fyrra. Svo ég talaði við Amos og Parsons.
Það gerði þetta enn einkennilegra. Amos sagði
mér það, að Róbert hefði gengið út af leið sinni
til þess að tala við hann; hafði í rauninni kallað
til hans. Parsons sagði mér, að kona hans hefði
verið úti i litla garðinum þeirra við fyrra varð-
húsið allan daginn og væri viss um, að Róbert
hefði aldrei farið fram hjá því. Hann sagði mér
einnig, að Cayley hefði sett sig við að slá gras-
flötina fyrir framan húsið iþennan eftirmiðdag.
Svo að ég gat mér annars til: Róbert hafði notað
leynigöngin — göngin, sem enda i garðinum á
milli fyrsta og annars varðhúss. Þetta var sam-
steypa hjá Róbert og Cayley. En hvernig gat
Róbert verið þarna, án þess að Mark vissi af
þvi? Það var því augljóst, að Mark hlaut að vita
þetta líka. Hvað þýddi þetta allt saman eiginlega ? “
„Hvenær var þetta?" greip Bill fram í. „Rétt
eftir yfirheyrsluna ? Eftir að þú varst búinn að
tala við Amos og Parsons?"
„Já. Ég stóð á fætur og yfirgaf þá, og fór
svo að gá að þér. Ég var þá kominn aftur að
fötunum. Hvers vegna hafði Mark fataskipti
svona leynilega? Var hann að dulbúast? En hvað
þá um andlit hans? Það var miklu þýðingar-
meira en fötin. Andlit hans, skeggið — hann yrði
að raka það af sér — og þá — bölvaður asni!
Ég sá þig horfa á auglýsinguna. Mark að leika,
Mark í gervi, Mark dulklæddur. O, mikill bölvaður
asni! Mark var Róbert .... Lánaðu mér eld-
spýtur."
Bill rétti honum eldspýturnar aftur, beið þar
til Antony hafði kveikt i pípu sinni, og rétti þá
út höndina eftir þeim i þvi að þær voru að hverfa
niður í vasa hins.
,,Já,“ sagði Bill hugsi. „Já . .. en bíddu augna-
blik. Hvað er þá um „Plógur og hestar“?“
Antony leit glettnislega á hann.
„Þú fyrirgefur mér það aldrei, Bill,“ sagði
hann. „Þú kemur aldrei með mér að leita að
lykli að ráðgátu framar."
„Við hvað áttu ?“
„Það var uppspuni, Watson. Ég vildi losna við
þig. Ég þurfti að vera einn. Ég hafði getið upp
á x-inu og ég vildi reyna það — reyna það á
hvern hátt, með öllu þvi,. sem við höfðum upp-
götvað. Ég varð blátt áfram að vera einn. Svo
. . . .“ Hann brosti og bætti við: „Ja, ég vissi, að
þig langaði í sopa.“
„Þú ert þorpari," sagði Bill og starði á hann.
„Og áhugi þinn, er ég sagði þér, að kvenmaður
hefði dvalið þar . ... “
„Nú, það var ekki nema kurteisi, að sýna áhuga,
þegar þú hafðir lagt svona mikið á þig.“
„Þorparinn þinn! Þú — þú, Sherlock! Og svo
ertu alltaf að reyna að stela eldspýtustokknum
minum. Jæja, haltu áfram.“
„Þetta er allt. X-ið mitt reyndist rétt.“
„Gaztu þér til þessa með ungfrú Norris ogalls?"
„Ja, ekki alveg. Ég vissi ekki, að Cayley hafði
unnið að þessu frá byrjun ■— hafði látið ungfrú
Norris hræða Mark. Ég hélt, að hann hefði bara
gripið tækifærið."
Bill þagði lengi. Svo sagði hann hægt, um leið
og hann dró að sér reyk úr pípunni:
„Skaut Cayley sig?“ Antony yppti öxlum.
„Veslings maðurinn," sagði Bill. „Það var
fallega gert af þér að gefa honum tækifæri. Ég
er feginn að þú skyldir gera það.“
„Ég gat ekki að því gert, að mér geðjast vel
að Cayley einhvern veginn.“
„Hann er slunginn náungi. Ef þú hefðir ekki
komið einmitt -á þvi augnabliki, sem þú komst,
þá hefði aldrei komizt upp um hann.“
„Ætli það? Þetta var mjög hugvitssamlega
undirbúið, en það er oft hið hugvitssama, sem
komizt er að. Varhugaverðasta atriðið frá Cay-
leys sjónarmiði var það, að þótt Mark væri sakn-
að, mundi hvorki hann né lik hans nokkurn tima
finnast. Það kemur eltki oft fyrir með mann, sem
saknað er. Hann finnst venjulega að lokum; ef til
vill ekki þaulæfður glæpamaður — en viðvan-
ingur eins og Mark! Hann kann að hafa getað
haldið þvi leyndu, hvernig hann drap Mark, en
ég held, að það hefði fyrr eða síðar komið i ljós,
að hann hafði drepið hann.“.
„Já, það er nokkuð til í þessu .... En segðu
mér bara eitt. Hvers vegna sagði Mark ungfrú
Norbury frá þessum ímyndaða bróður sínum?“
„Mér fannst þetta líka einkennilegt, Bill. Það
kann að vera, að hann hafi aðeins verið að leika
Othello — sverta sig allan. Ég á við, að hann
hafi verið svo samgróinn hlutverki sínu sem
Róbert, að hann hafi næstum því verið farinn
að trúa á Róbert, og hafi orðið að segja öllum
frá honum. En þó er það sennilegra, að honum
hafi fundizt, þar sem hann var búinn að segja
ykkur frá þvi, þá væri betra að segja ungfrú
Norbury frá því líka, ef hún skyldi hitta eitt-
hvert ykkar; ef svo færi, að þið minntuzt á komu
Róberts, kynni hún að segja: „Ég er viss um,
að hann á engan bróður, hann mundi hafa sagt
mér frá því, ef hann ætti einhvern," og eyðileggja
þannig gaman hans. Svo er það líka hugsanlegt,
að Cayley hafi fengið hann til þess; Cayley vildi
Jólin hennar Rögnu.
Framhald af bls. 47.
hefði verið heilbrigð, væruð þér alls ekki
komnar heim enn þá. Það hafa verið lesta-
stöðvanir um allt vegna fárviðris. En nú
er brautin greið og veðrinu slotað, svo nú
getið þér farið. Það kemur hér hjúkrunar-
kona og tekur við starfi yðar, en þér megið
auðvitað fara á fætur frú Bergfeldt."
Með alla þessa reynslu kom Ragna
heim til föðurhúsanna. Og þar var henni
sagt, að hvorki frændi hennar né frænka
hefðu komizt daginn áður vegna óveðurs-
ins, en kæmu þá um daginn. Og það hafði
heldur ekki verið kveikt á jólatrénu kvöld-
ið áður og það átti fyrst að kveikja á því
þá um kvöldið.
Á annan jóladag kom frú Bergfeldt, án
þess að nokkur byggist við því, með jóla-
gjafir til allra. Þó bar það, sem Ragna
fékk, af öllum gjöfunum.
Frú Bergfeldt átti langt samtal við
föður og móður Rögnu og sagði þeim, að
hún vildi, að Hammer flytti til bæjarins
og bauð honum stóra peningafúlgu til láns
og að kosta öll f jögur börnin í bezta skóla
bæjarins.
Þetta voru laun frú Bergfeldts til
Rögnu.
Hún var hjá Hammersfjölskyldunni
fram yfir nýár, í góðu yfirlæti, og þegar
hún fór hætti hún við að hafa Rögnu með
sér. Frú Bergfeldt skildi, hve þau böndin
voru sterk, sem bundu þessa góðu stúlku
við foreldra og systkini og hún sá, að það
var ekki rétt að slíta þau.
Og Ragna! Hún var svo hjartanlega
ánægð yfir öllu þessu og oft hugsaði hún
iðrandi til þessarar jólanætur, þegar hún
hafði horft upp til blikandi stjarnanna og
sakað guð fyrir að hafa tekið hennar beztu
gleði frá henni.
augsýnilega, að eins margir vissu um Róbert og
unt var.“
„Ætlarðu að segja lögreglunni þetta?“
„Já, ég býst við, að þeir verði að vita það.
Cayley kann að hafa skilið eftir aðra játningu.
Ég vona, að hann komi ekki upp um mig; ég
hefi nefnilega verið nokkurs konar meðsekur sið-
an í gærkvöldi. Og nú verð ég að fara að heim-
sækja ungfrú Norbury.“
„Ég spurði,“ sagði Bill til útskýringar, „vegna
þess, að ég var að velta þvi fyrir mér, hvað ég
ætti að segja við — við Betty — ungfrú Calla-
dine. Hún spyr mig áreiðanlega."
„Ef til vill sérðu hana ekki aftur i langan,
langan tima,“ sagði Antony dapurlega.
„Ég veit nú reyndar, að hún mun vera hjá
Barrington-fólkinu. Og ég fer þangað á morgun."
„Já, þú skalt bara segja henni allt. Þig lang-
ar augsýnilega til þess. En láttu hana bara ekki
segja neitt um það í einn eða tvo daga. Ég skrifa
þér.“
„Ágætt!"
Antony sló öskuna úr pípu sinni og stóð á fæt-
ur. „Barrington-fólkið," sagði hann. „Er margt
fólk þar?“
. „Svona frekar, held ég.“
Antony brosti til vinar síns.
„Ef eitthvert þeirra skyldi verða myrt, þá
máttu senda eftir mér. Ég er einmitt að ná tök-
unum á þessu."
ENDIR.